Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 14
Ernest Hemingway sofandi á gólfinu heima hjá sér fáum dögum áður en hann framdi sjálfsmorð. Rolf Hochhuth Fáir menn á þessari öld hafa hiotið jafngóð örlög og sjáifs- morðinginn Ernest Hemingway. Þeim, sem virðist þetta þversögn, sést yfir það, að þessi sfstæði og heillandi sagnamaður bjó alla ævi við sjálfsagðan félagsskap dauðans, ef svo má að orði komast. Enn fremur, að það var ekki fyrr í nálægð dauðans, eða öllu heldur lffshættunni, i striði og á veiðum, að þessi læknis- sonur, Hemingway, varð skáldið, er mðtaði samtið slna svo eftir- minnilega, sem raun ber vitni. Hann varð ekki harmskáld fyrr en hann reis upp gegn lffsskoðun Bandaríkjamanna, og Evrðpubúa raunar lika, þeirri, sem tfðkaðist á námsárum hans, þegar rfkti al- menn bjartsýni, framfaratrú og táltrúin á frið um aidir alda. Á námsárunum var Hemingway nefnilega sfkátur og skólabræður hans höfðu þá hugmynd um hann, að hann yrði grinsagnahöfundur. En hann var ekki ýkja gamall, er hann reit föður sinum ( sem var formaður læknafélagsins f Chicago og virtist yfirleitt dæmi- gerður, duglegur og heppinn Bandarikjamaður, en skaut sig samt 1928, þá 57 ára að aldri) á þessa leið:„Hve langtum betra er það ekki að hverf a af sviðinu ung- ur og hamingjusamur, með ósk- erta framtfðardrauma sfna, ganga út I skæru skini ljóss, fremur en að deyja gamall og slitinn, þegar allir draumarnir eru löngu brostnir". En þannig fór Hemingway ei- mitt sjálfur 33 árum sfar. Hann var þá orðinn sannf ærður um það, að hann gæti aldrei skrifað fram- ar. Raunar voru kona hans og læknarnir einnig þessarar skoð- unar, en það var eflaust mest vagna kveinstafa Hemingways sjálfs; hann var orðinn gamall fyrir aldur fram og honum virtust öll sund lokuð sér. Það er nefni- Iega alveg ósannað mál, að skáld- gáfa hans hafi verið þorrin, þegar þarna var komið sögu. Það verk, sem hann fékkst Ifklega seinast við, einn Parfsarþátturinn með þeim villandi titli „Á Parfs er enginn endir", er engu lakara en er þau, sem bezt hafa verið talin. Þetta er frásaga af þvf, er hann skilur ðfús við fyrstu eiginkonu sína, Hadley Richardson. Þessar fáu siður eru einhverjar eftir- minnilegustu hjðnabandslýsing- ar i heimsbðkmenntunum. Af þessu, meðal margs annars, má sjá, hvers vegna ég te.l Hemingway með lánsömustu mönnum. 1 sfðasta verki sfnu tókst honum að tengja saman endi sinn og upphaf, elli og æsku; á pappfrnum sneri hann aftur til Parfsar þar, sem hann bjó ungur, fátækur en vongðður, ðþekktur en sfskrifandi. En Paris unni hann meir en öðrum stöðum, jafnvel meir en sjálfri Feneyja- borg. Lánið lék við hann þegar I byrj- un að þvi leyti, að faðir hans reyndi bersýnilega aldrei að koma f veg fyrir, að hann legði það fyrir sig, sem hugurinn stðð til: ritstörf. Hemingway sjálfur var þess fullviss alla tfð frá þvf um fermingu, að hann yrði rithöf- undur, eða ekkert ella. Hann var fimm ára gamall, þegar Hall, afi hans (sem átti þá fáeina daga ðlifaða) lýsti yfir þvi að þessi drengur hefði slfkt fmyndun ar- afi, að hann hlyti ann að hvort að enda heimsfrægur eða f fangelsi. Pilturinn hafði þá verið að lýsa þvi fyrir gamla manninum, er hann stöðvaði fældan hest einn sfns liðs! ÖIl sfn fullorðinsár sagði Hemingway oftlega dæma- lausar skröksögur, sem hann kvað dagsannar, og áreiðanlegt er, að stundum trúði hann þeim sjálfur. Til dæmis að nefna sagði hann eitt sinn þá sögu sér til lofs, að hann hefði skotið þýzkan stríðs- f anga þrisvar i skrokkinn og einu sinni i höfuðið, svo að „heilinn spýttist út um nasirnar á hon- um"; ástæðan var sú, að „þessi kálhaus", Þjððveriinn, hafði kall- að Bandarfkjamenn úrkynjaða þjðð. Þá er og kunn sú saga, að Hemingway þðttist hafa átt nðtt með þvf fræga njósnakvendi Mata Hari. Þvf miður var hún tekin af Iffi árið 1917, en Hemingway kom ekki til Evrðpu fyrr en 1918. Þess- um og mörgum Ifkum skröksög- GAMLI MAÐURINN ÖG GÆFAN um, sem hann sagði trúði hann nú tæpast sjálfur; hann sagði þær öllu heldur til þess að „gera at f blaðamönnum". Faðir Hemingways kenndi börnum sfnum snemma að fara með veiðistöng (Ernest eignaðist fyrstu dorgina sfna þriggja ára gamall) og byssu. Hann kenndi þeim einnig að kveikja varðeld og steikja villibráð. Mððir þeirra hafði önnur áhugamál. Hún reyndi lengi árangurslaust að gera Ernest að liðtækum sellð- leikara. Hún réð fyrir grfðarstðr- um tðnlistarsal og hún lagði einn- ig stund á málaralist. Sonur henn- ar fékk smám saman á henni ðbeit, sem entist honum ævilangt. Kallaði hann hana oftlega „örg- ustu norn f öllum Bandarfkjun- um". Kom hann sér jafnvel hjá þvf að fylgia henni til grafar, en að visu lagði hann fram fé til ifkkistukaupanna. Sfðar meir hafði Hemingway á orði, að rithöfundum væri ekkert hollara en ðhamingja i æsku — að strlði undanskildu. Þ6 hélt hann því einníg fram, að hann minntist þess ekki, að nokkurn tfma hefði legið illa á sér I æsku, ekki einn dag, hvað þá lengur. Og efalaust hefur hann gert mðður sinni rangt til f ýmsum greinum. Hann átti henni ýmislegt upp að inna; til dæmis hafði hann kraft sinn og kappið frá henni og eng- um öðrum. Enn fremur hafa hon- um trúlega hrotið einhverjir mol- ar af borðum hennar (þðtt þvf sé sjaldnast flaggað), enda hefði hann ekki annars getað verið langdvölum I Paris, atvinnulaus með konu og barn á framfæri. Nú 15 árum eftir dauða Hem- ingways, er hann sjálfur orðinn að minnismerki, en veruleikinn að þjððsögu. Ótal sögur af ýtnsu tagi fara af Hemingway. Eftir dauða hans bættust þessar sögur persðnunni i hugum inanna. Hemingway á því láni að fagna, að brððir hans reit um hann svo skilmerkiiega bðk. Reyndar brást Nðbelshöfundurinn illur við, er hann frétti af bðkinni og varð jafnvel skelfingu losfinii. Velti hann þvf fyrir sér i alvöru að kaupa handritið og brenna það. En bðkin varðveittist og er hin fegursta, sem nokkur maður hef- ur skrifað um rithöfund brðður sinn. Einn sonur Hemingways, Gregory læknir, hefur Ifka samið um hann bðk. Það er ekki sérlega gðð bðk. En tvær aðrar bækur, sem út hafa komið um Heming- way eru bæði góðar og sannar. Það eru bækurnar eftir Carlos Baker og A.E. Hotchner. Bðk Hotchners heitir „Papa Heming- way". Hotchner var vinur Hem- ingways og leyfði Hemingway honum að hafa segulbandstæki meðferðis, er þeir voru saman. Þeir ferðuðust saman, horfðu á nautaat, sátu löngum stundum á krám og sóttu menn heim og oft- ast var segulbandstækið meðferð- is. Ekkja Hemingways stefndi Hotchner þegar, er bðkin kom út. Hún gat þð ekki komið f veg fyrir það, að bðkin yrði þýdd á margar þjððtungur; réttsýnir dðmarar eru nefnilega til. En i frásögnum Hotchners birtist mannleg og jafnvel ofmannleg lffsreynsla; hver sá, sem les þá bðk hlýtur að verða hrærður, en hann mun einnig huggaður verða, og hann mun áreiðanlega auðgast. Hem- ingway hefur margar hliðar f bðk Hotchners. Fyndni hans og and- riki eru ðþrotleg, en stundum sækir Ifka að honum harmur og efi, og erfiðleikar steðja að. Hann er fullur samúðar og samábyrgð- ar með öðrum mönnum, en stund- um vfkja þær tiifinningar fyrir hugsuninni um það, að hann hlýt- ur að verða gamall og við þvf verður ekkert gert, það strfð hlýt- ur hann að heyja einn — og því mun hann tapa. En ellina ðttaðist hann mest af ölhi. Hemingway á Hotchner það að þakka, að lesend- ur um heim allan gera sér nú mun réttari mynd af honum en ella hefði orðið. Garpurinn, mont- haninn, spilltur af eftirlæti svo, sem hann kom oft fyrir sjðnir, er horfinn f bðk Hotchners, en eftir stendur maður miklu stærri og sannari, sjálfur gamli maðurinn úr sögu hans, öldungurinn, sem barðist einn sfns liðs við hákarl- inn. En sú viðureign er sfstætt dæmi um hina eilffu baráttu manna. Hemingway átti sem sé því láni að fagna að eignast gðða vini og samferðamenn. En hann var lika heppinn f fleiru. Til dæmis f hættum. Þegar hann var á Italfu f fyrra strfði sprakk sprengja við sjúkrahilinn hans. En gæfan fylgdi honum þá, sem endranær ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.