Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 7
Konur og jafn- rétti Vinnu dagurinn verður stundum sextán tímar Þuríður J. Arnadóttir ræðir við FJÓLU LOFTSDÓTTUR f einstæða móður, sem flutti frá Hólmavík til Reykjavíkur. Fjóla Loftsdóttir ásamt börnum sínum drengirnir voru báðir á heima- vistarskóla. Þér hefur varla verið rótt inn- anbrjósts að hugsa heim til þeirra á meðan þú varst að vinna? — Ég held það sé það erfiðasta, sem ég minnist frá þessum árum, þegar ég þurfti að fara frá þeim á morgnana. Ég lagði fötin þeirra hjá þeim og hafði mat handa þeim þar sem þeir gátu náð til; sá eldri reyndi að hjálpa yngri bróður sín- um eftir mætti. Mér fannst ég komast hjá þvl versta, ef ég komst út á morgnana áður en þeir vökn- uðu svo ég þyrfti ekki að sllta mig frá þeim grátandi. Voru þeir aðgæslulausir allan daginn? — Þeir komu oft til mln I frysti- húsið og voru að snúast þar I kringum mig, en það var ekki leyfilegt samkvæmt reglum; fólk- ið var bara svo elskulegt að amast ekki við þeim, það vissu allir um heimilisástæður hjá okkur'. Eftir um það bil tvö ár fékk Fjóla svo vinnu á Símstöðinni á Hólmavik. Við það varð breyting ^til batnaðar; vinnutíminn styttist og breyttist, var frá kl. 8.30 til 12.30 og aftur frá kl. 2—1 e.h. Annan hvorn dag vann hún frá kl. 2—8 á kvöldin. Þetta var fastur vinnutimi og aldrei eftirvinna. Húsið var enn ekki fullgert en báturinn og veiðarfæri höfðu ver- ið seld. Fjóla lagði allt kapp á að koma húsinu I endanlagt horf og það tókst. En tlminn leið og yngstu dreng- irnir komust á þann aldur að þurfa að fara að heiman á skóla. Hin þrjú systkinin höfðu verið á heimavistarskólanum að Reykj- um I Hrútafiröi. Þau héldu slðan áfram námi, elzti sonurinn I tré- smíði, með iðnskólavist I Reykja- vik, sá næsti lauk stúdentsprófi á Akureyri og fór eftir það I há- skólanám, dóttirin fór til Amer- iku að læra málið, þar sem hún Ilentist og er nú gift kona og móðir. — Þá var ekkert um annað fyrir mig að gera en senda yngstu syn- ina Hka frá heimilinu og vara þar sjálf ein eftir, segir Fjóla. Ég tók þann kostinn að sleppa ekki alveg af þeim hendinni og halda heimil- inu fyrir þá svo lengi, sem þeir þurf a þess með. Fjóla seldi húsið sitt á Hólma- vlk og flutti til Reykjavíkur. — Það versta var að verðmis- munur er svo mikill á húsnæði þar og hér, að við fengum ekki nema þessa 85 fermetra íbúð I fjölbýlishúsi fyrir einbýlishús, sem er meira en þriðjungi stærra, ásamt bilskúr og þó með þvl að gefa nokkur hundruð þúsund á milli, segir Fjóla. Næsti áfangi var að finna hús- móðurinni viðunanlega og trygga atvinnu. Fjóla hafði sótt um færslu frá símstöðinni á Hólma- vík til slmstöðvarinnar I Reykja- vlk. Það var veitt en aðeins I tvo mánuði, þar semeldri starfsmenn þurftu að komast að við starfann. Þá hófst ótryggt og ónæðissamt timabil I framfærslumálum heim- ilisins. — Eftir þetta tveggja mánaða starf á slmstöðinni hér, fékk ég vinnu á Pósthúsinu, við að bera út póst. En það var aðeins fjögurra tlma vinna á dag og ekki er hægt að fá vinnutimann lengdan við bréf aburð. En það hrökk auðvitan engan veginn fyrir heimilisút- gjöldum, segir Fjóla. Þá tók ég að mér húshjálp I heimahúsum og einnig fékk ég fast starf vissan tlma á dag við ræstingu á skóla- húsnæði. En með þvi náðu endar heldur ekki saman, svo ég fékk aukavinnu við framreiðslustörf á veitingahúsi, þar sem ég vinn reyndar enn. Sú vinna hefst ekki fyrr en kl. 7 á kvöldin og er til kl. eitt eftir miðnætti eða lengur eft- ir þvl hvaða daga unnið er. Það má segja að sú vinna hafi bjargað heimilinu, þvl þar get ég fengið viðbótarvinnu, ef á liggur til út- gjalda, sem alltaf eru eitthvað mismunandi. Fyrir rúmu ári rættist úr at- vinnumöguleikum Fjólu, með þvl að hún fékk fast starf við ræsting- ar á endurhæfingarheimili Hvita- bandsins. Þar vinnur hún fullan vinnudag, f rá kl. 8 á morgnana til kl. 4 á daginn. Þá hefur hún tlma til að sinna heimili sinu, áður en hún fer á ný til vinnu við fram- reiðslustörfin. Þó kemur fyrir að hún fer beint úr dagvinnunni til veitingahússins og vinnur til kl. 3 á nóttunni. Þá er vinnudagurinn orðinn samfleytt 16 klst., auk þess tima, sem það tekur að komast til og frá vinnu. Þú hefur ef til víll bfl til að komast á milU? — Nei, segir Fjóla. Ég hefði ekki einu sinni efni á að eiga bil, þótt einhver gæfi mér hann. Ég fer með strætisvögnum á þeim tíma, sem þeir ganga. Þetta venst og ekki eru allir vinnudagar jaf n- langir. Stundum vinn ég ekki á kvöldin. Er ekki mögulegt að þú getir dregið eitthvað úr svo miklu vinnuálagi? — Það held ég geti ekki orðið á næstunni, þó ég hafi mikla löng- un til þess. Þó fer sumarvinna drengjanna að verða nokkuð til hjálpar. Sá eldri hefur haft vinnu í sumar, en fer svo I skóla I haust, hann er í iðnnámi. Sá yngsti, sem er ekki nema fimmtán ára var ekki eins heppinn með vinnu, þó hefur hann farið I vinnuleit niður að höfn eldsnemma á virkum dög- um en því miður ekki fengið vinnu nema mjóg sjaldan. Það er sem sagt öllu til skila haldið að ykkur takist að láta enda mætast f heimilisrekstrin- um? Er það verra eða betra hér enáHólmavfk? — Það er á vissan hátt erfiðara hér, þó það jafnist upp að ýmsu leyti, t.d. er upphitunarkostnaður minni hér en oliukyndingin, sem þar varð að greiða. En þó verð ég að vinna mun meira hér en meðan ég var á simstöðinni fyrir vestan. Er framfærslukostnaður hærri og skattar ef til vill lfka? — Verð á nauðsynjum til heim- ilis er svipað á báðum stöðum. Skattar eru ekki hærri, svo nokkru nemi, siðan ég kom hing- að. En kannski hef ég ennþá sloppið betur en margar þær kon- ur, sem vinna eins og kraftar leyfa og verða svo að taka lán út á Ibúð fjölskyldunnar til að geta greitt skatta til hins opinbera. Þetta er verst, þegar börnin kom- ast af framfærslualdri en þá þurfa þau jafnvel ennþá meira en áður til að geta haldið áfram námi. Mér finnst það lika alltaf jafn undarleg ráðstöfun, að með- an maðurinn minn lifði, var ekki lagt nema á helming minna tekr.a en siðan ég varð ein með fram- færslu heimilisins og barnanna, hef ég orðið að greiða fulla skatta af öllum mfnum tekjum. Ég er ekkert að kvarta yfir þessu sjálfr- ar mln vegna; ég hef áreiðanlega komist betur af en margar aðrar einstæðar mæður, segir Fjóla. Heldur þú að einstæðar mæður séu verr settar en einstæðir feð- ur? — Þær eru það ef til vill fjár- hagslega, en ég hef alltaf álitið að feður væru verr settir með upp- eldi barnanna. Þeir koma oft svo Htið nærri heimilinu og umönnun barnanna, þótt þeir séu góðir feo- ur eftir þvl, sem þeirra hlutverk nær til. Væri þá ekki æskilegra að hiut- Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.