Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Page 3
Þegar ástin verður að kvöl AFBRYÐI- SEMI Eftir Ingolf Reinholz Afbrýðissemi er í rauninni ein af eðiiiegum mannlegum kennd- um. Hana þekkja allir meira eða minna hjá sjálfum sér. Alger skortur á hæfileika til afbrýðis- semi bendir frekar til truflunar á geðheilsu en hitt. Samkvæmt kiinnuh sem gerð hefur verið i Þýzkalandi viður- kenna 97% kvenna þar að hafa fundið fyrir nokkurri afbrýðis- semi, en ekki nema 70% karla. En verið getur að karlmenn hafi ekki svarað eins samvizkusam- lega eða hafa vfsvitandi ekki viljað viðurkenna þennan „veik- Ieika“ því afbrýðissemi er almennt álitin neikvæð kennd-, merki um vanþroska. En hvað er eiginlega afbrýðis- semi? Þeirri spurningu er vand- svarað. Þýzka orðtakið segir eitthvað á þá leið að afbrýði sé ástrlða, sem menn leita uppi af mikilli þrautseygju og bera síðan með miklum þrautum. Rithöf- undurinn Max Frisch segir afbrýði stafa af „ðtta við saman- burð“. 1 alfræðiorðabók er afbrýði skilgreint þannig: afbrýðissemi er ástrfðufull viðleitni til þess að gera aðra manneskju að sinni einkaeign, blandin sjúklegum ótta við mögulegan sambiðil. Hvað sem þvf lfður þá er af- brýðissemi meðfædd kennd sem fylgt hefur manninum um allan aldur. Börn verða meira að segja afbrýðissöm þegar yngri systkin fæðast, vegna þess að þá óttast Margur eldri maðurinn, sem kvænzt hefur ungri og fagurri konu, hefur fyrir bragSið orðiS að þola vltiskvalir afbrýðiseminnar. Í þesskonar hjónaböndum dekrar maðurinn við konuna og vill allt til vinna að halda henni, þvl honum f innst að án hennar væri Kfið tilgangslaust. Þannig var um Eugen Gruber, tæplega sextugan auðkýfing frá Múnchen I Þýzkalandi. Hann kvæntist 19 ára gamalli leikkonu, Jana Novakova. sem óðar gerði hann frávita af afbrýðisemi. Þvl lyktaði með harmleik; Gruber skaut fyrst konu slna og sjálfan sig á eftir. þau að missa ást foreldranna. Sonur er afbrýðissamur gagnvart föður, þvf hann vill sitja einn að ást og umhyggju móður sinnar (svokallað Ödipuskomplex). Feður geta orðið afbrýðissamir gagnvart börnum sfnum, ef þeim finnst dálæti eiginkonunnar á sér dvína með tilkomu barnanna. Þessar geðshræringar geta allar talizt eðlilegar og geta jafnvel verkað sem góður hvati á ástina. En afbrýðissemi fullorðinna tekur á sig svo margar myndir sem mennirnir eru og þvf er ekkert allsherjar-lausnarorð við henni til. Saklausust er afbrýðissemin þegar hún kemur upp á yfirborð- ið sem stundarfyrirbrigði og hverfur sfðan — hvort sem ástæð- an var sú að manneskjan sem gaf tilefnið til hennar hvarf sjónum eða makinn breytir framkomu sinni og afstöðu svo tilefnið til afbrýðisseminnar er ekki lengur fyrir hendi. Stundum er náin sjálfsþekking nauðsynleg til að vinna bug á kenndinni. Þegar mönnum verður ljóst, hversu mikils virði þeir eru hinum elskaða maka, hverfur afbrýðin af sjálfu sér. Sjálfsvitundin er oft nýtasta verkfærið. Mörgum tekst þó ekki að ráða bót á afbrýðissemi sinni hjálpar- laust en þurfa læknisaðstoðar við til að losna úr kreppunni. Verst eru þó þau tilvik, þegar afbrýðis- semin er orðin eins og sjúkdómur sem gerir iffið þeim sjúka allt að því óbærilegt. Sjúkleg verður afbrýðissemi hins vegar ekki nema sterkar til- hneigingar til geðsjúkdóms hafi verið fyrir hendi og þá frekast hjá fólki með persónuleika- bygg- ingu geðklofa. Það fólk getur komið eðlilega fyrir sjónir en þjáist þó af ranghugmyndum, sem það losnar ekki við. 1 slfkum tilvikum þarf oft ekki nema lftið atvik til þess að afbrýðissemi brjótist út með miklum ofsa. Sjúkleg afbrýðissemi bírtist þó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.