Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Page 11
Þegar hluldumaðurinn úr dulheimum gerSist frekari ■ ástartilraunum sínum um heilaga jólanótt, svaraði eyfirska sveitastúlkan: „Ég sinni aldeilis ekki ástaratlotum þínum." Pennateikning eftir Örlyg Sigurðsson. grátandi í burtu. En að stundu liðinni kom inn maður og sett- ist hjá konunni hýr í viðmóti; var hún engu síður blíð við hann og lét hann mótmæla- laust fá öll þau ástaratlot er hann vildi. En er þau höfðu leikið sem þau lysti for hann burtu, og brátt kom inn kona, gekk að bóndakonu og tók í hönd henni og mælti: „Er þetta ekki hendin sem þú flengdir börnin mín með og klappaðir manninum mín- um?" Gat hin þá ekki borið það af sér. Mælti þá sú að- komna: „Það legg ég á að þessi hönd skal visna og þér að bana verða. Skalt þú hafa það fyrir illsku þína." Síðan fór hún burtu, en konan beið þess að fólkið kom frá kirkj- unni. Hafði hún þá fengið vanheilsu og var hendin orðin afllaus. Sagði hún þá frá því er fyrir hana bar um nóttina. Sagði þá og vinnukonan frá því er fram við hana kom hina fyrri jólanótt og sýndi þá fötin og voru það kvenföt og svo góð að menn þóttust varla hafa séð svo góð klæði, og naut hún þeirra vel og lengi, en vanheilsa konunnar fór í vöxt þar til hún dó af því um síðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.