Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 3
 V. #*»*•- -4-»- jr • i H -i—Í—Í—•— 1. Sjö sinnum |>aft sagt er mér, sýng-i j>ett-a vers- iö liver; —*z ~m— -s-s-'T-i jieim skal eg gef - a sjö tunnur raufi-a-gulls! Err-1 -N-Ni-S-V —Jtz: • ••• —N-Vtl 2. Sjö sinnuin |>a5 sagt er mér syng - i j>ett - a vers-iö liver; I > > '*'■ S—N-j—|--i- -E |>eim skal eg •—•- vEPE'El gef - a iBizb— -^-9—---------- sjö tunnur rauö-a-gulls! Lagstúfurinn „Sjö sinnum það sagt er mér“. Fæstir komust til enda þðtt þeir byrjuðu „niðri I gori“ eins og sagt var. ir og róa hvor á móti öðrum. Hinir sem eru i leiknum eru selirnir og eru þeir að valkóka i kring um sjómennina. Þegar minnst vonum varir, kasta róðramennirnir ein- hverju í selahópinn. Það er skút- ull. Sá dettur niður er skutullinn hittir og læzt vera steindauður. Róðramennirnir smámjaka sér að honum, taka hann og leggja yfir fæturna á sér, taka þeir svo aftur að róa og skjóta, færa sig og inn- byrða. Þetta gengur svo lengi sem vera skal. Það er víst enginn efi á því, að þulan „Róum við selinn, rostungs út á melinn" bendir til leiks þessa. Skírnarveizla: Þrír menn taka þátt i leiknum og eru tveir þeirra hjón, en prest- ur sá þriðji. Hjónin efla til veizl- unnar, eins og lög gera ráð fyrir, en það er allur undirbúningurinn að þau setja tvö koffort fram á mitt gólf og á að vera liðugt alinn- ar bil á milli þeirra. Að því búnu breiða þau ábreiðu eða einhvern annan dúk yfir koffortin. Því næst setjast þau hvort á sitt koff- ort og strengja dúkinn undir sér, svo ekkert lautar. Nú er prestur- inn sóttur og kemur hann von bráðara. Oftast hefur hann pils eða einhverja dulu yfir herðun- um og á það aö vera hempa. Bóndi býður honum til sætis á milli þeirra hjóna, meðan sé verið að undirbúa undir skírnina og þigg- ur prestur það. En um leið og hann sezt, standa bæði hjónin upp í snatri en presturinn hlunkast aftur á bak milli koffortanna. Það er galli á þessum leik, að presturinn má ekki vita hvað er á seyði. Hann má ekki þekkja leik- inn. Heppilegast er lika að prest- urinn sé látinn skira í rökkrinu. Beiningaleikur eða hús- gangsleikur : Leikurinn fer fram inni. Leikendur skipta sér niður sinn i hverju horna á húsinu sem leikið er. Einn stendur þó á miðju gólfi og heitir hann húsgangur eða beiningamaður. Hann gengur á milli hinna og segir við hvern fyrir sig; „Gef mér pláss“, en svarið er ávalt; „Farðu til þess næsta". Meðan beiningamaður er á leiðinni þangað, leitast horna- mennirnir við að hafa vistaskipti, en beiningamaður leitast aftur við að komast i eitthvert hornið sem losnar. Takist honum það, verður sá sem missti horn sitt að beiningarmanni. Svo er byrjað á nýjan leik og svo koll af kolli svo lengi sem vera skal. 1 greininni sem nefnist Listir er m.a.: Að rífa rifinn ræfil upp úr svelli: Listamaðurinn leggst endi- langur niður á gólfið og stendur svo upp í sömu sporum og áður. Því næst leggur hann einhvern hlut á gólfið þar sem hann hafði höfuðið áður, eða lengd sína frá fótum sér. Að því búnu leggur hann vinstri hönd á bak aftur óg heldur henni þar, en mjakar sér áfram á hægri hendinni, þangað til hann nær hlutnum með munn- inum. Ekki má hann koma við gólfið annars staðar en með hægri hendinni og ekki hreyfa sig úr sömu sporum þvi að þá er ræfill- inn jafnfastur í sveilinu og áður. Að fara í gegn um snærissmeyginn: Listamaðurinn situr fyrst. Hann tekur snæri og bregður því undir il sér. Siðan hnýtir hann hnút á það, uppi á hné sér, rétt við hnéð, en reyrir þó ekki að. Þvá næst bregður hann smeygnum of- an af hnénu, en lætur hann vera fastan undir fætinum. Að því búnu stendur hann upp. Það sem eftir er leiksins stendur hann á öðrum fæti, þeim sem snærið er ekki undir og á nú að troða sér i gegn um smeyginn, en smeygur- inn má ekki smokrast út af fætin- um. Fyrst smeygir hann höfðinu í gegn um hann, þá höndunum þá nijakar hann honum niður fyrir herðarnar o.s.fv. Meðan þessu fer fram á listamaðurinn annaóhvort að standa kyrr á öðrum fæti eða þá hoppa á öðrum fæti, ef hann vill það heldur en hvergi má hann styðja sig. Seinast fer hann með fótinn sem hann stóð á, gegnuni smeyginn og liggur hann þá laus, enda er þá björninn unninn. Að járna rimbu: Reipi er strengt á milli tveggja stólpa og á að vera dálítið bil undir það. Rimbujárnarinn tekur prik í hönd sér, sezt á reipið lang- setis og krossleggur fæturna upp á því. Fyrst hefur hann prikið i hægri hendi, slær því upp í vinstri ilina og segir um leið: „Geng ég í haga“. Því næst slær hann annað högg og segir:,,Tek ég meri mína“. Við þriðja höggið segir hann „Teymi ég hana í hlað- ið“, en „Tálga ég hófinn“ við fjórða höggið. Síðan segir hann: „Ek ég einn nagla, tvo nagla“ o.s.fv. upp að luttugu og fjórum og slær eitt högg við hvern nagla. Ekki er allt búið enn. Rimbujárn- arinn heldur áfram og segir: „Legg ég á hnakkinn“, og um leið tekur hann prikið úr hægri hendi með hinni vinstri og yfir reipað og hné sér. Að þvi búnu dregur hann prikinu undir reipið, grípur það aftur með hægri hendi og segir um leið: „Spenni ég gjörðina". Seinast segir hann: „Spenni ég reiðann" og bregður jafnfraint prikinu aftur fyrir sig með hægri hendinni og grípur það með þeirri vinstri. Ef þetta gengur allt slysa- laust þá hefur hann unnið þraut- ina, en velti hann út af reipinu, ofan á gólf, áður en hann hefur spennt reiðann, þá er rimbutrunt- an ójárnuð eftir sem áður. Þess verður að geta að rimbujárnarinn má stinga prikinu í gólfið sér til stuðnings svo oft sem hann vill, en aldrei má hann taka fæturna af reipinu, og því síður rétta úr þeim. Bóndabeygja eða að taka einhvern í bóndabeygju: Fyrst er annarri hendi tekið utan um hálsinn á þeim, hnakka meg- in, sem á að beygja, en hinni undir hnésbætur honum. Því næst er hann keyrður saman. Ef sá sem beygir, getur hneppt hinn svo mikið saman. að hann nái höndum saman þá er hinn kom- inn í böndabeygju. Það er enginn hægðarleikur að taka mann í bóndabeygju, því það segir sig sjálft, að hann spyrnir á móti þvi af alefli. Þó má hann ekki beita höndunum. Sá sem er í bónda- beygju, leitast ávallt við að spyrna sér úr henni og þykir það að sínu leyti eins laglega gjört að losast úr beygjunni og taka annan i hana, þegar kraftamunur er ekki þeim mun meiri. Að stökkva yfir sauðarlegginn: Það lítur svo út í fljótu bragði, að þetta sé hægur vandi, en það er sá hængur á, að listarmaðurinn á að bregða fingrunum undir tá- vörpin á skóni sínum og stökkva svo yfir sauðarlegg eða eitthvað þvi um líkt, án þess að slcppa tökunum. J.Ól. (þ.e. Jón Ólafsson frá Grunnavik) lýsir listinni al- veg eins, en bætir því við að sum- ir geti stokkið aftur á bak yfir sauðarlegg í sömu stellingum. Að þræða nál á flösku: Venjuleg sívöl flaska er iögð á gólf á hliðina. Listarmaðurinn á að setjast á flöskuna og þræða þar saumnál en ekki mega fæturnir á honum koma við gölfið meðan á því stendur. G.D. (þ.e. Guðmund- ur Davíðsson, bróðir Ólafs) segir að stúturinn á flöskunni eigi að snúa aftur en botninn fram, undir listarmanninum. Hann eigi að sperra fæturna beint fram undan sér og krossleggja það svo að að- eins annar hællinn komi niður. í þessum stellingum eigi hann að þræða nálina og sé ekki hlaupið að þvi. Að kyssa fótinn á páfanum er að taka, sitjandi, um öklann á öðrum hvorum fætinum á sér, keyra hann upp að munni og kyssa tærnar. Vel þykir líka gjört að signa sig siljandi með öðrum hvorum fætinum. Að setja upp matselju segir J.Ól. (Grunnavíkur-Jón) sé að stökkva aftur á bak upp á við brún en þá sem listarmaður- inn stóð á i fyrstu. Á einum stað i kaflanum unt listir segir Ólafur: Við margar smálistir er ekki beitt öðrum hlut- um likamans en höndunum og ma'tti þvi kalla þa>r handlistir, réttu nafni. Þa>r eru sumar létt verk og löðurmannlegt en þó þarf lag og lipurleik við þa>r. Til hand- lista teljast m.a.: Svenska: Tveir leika listina og standa andspænis hvor öðrum. Þeir halda höndunum upp fyrir fram- an brjóstið á sér, þannig að lóf- arnir snúi fram. Þeir slá fyrst saman hægri lófunum, þá vinstri löfunum, þá skella þeir hægri lóf- unum saman við vinstri' lófana. Þá slengja þeir þeim beint njður i lærið á sér framanvert. Þá vís- leggja þeir handleggina frantan á brjóstinu þannig að fingurnir lenda uppi undir öxlum. Þá skella þeir saman lófunum á sjálfum sér. Þá byrja þeir á nýju og halda svo áfram sem verkast vill. Ymsar eru tilbreytingar á svcnskunni. Sumir skella saman höndunum áður en þeir slengja þeim niður á lærið. Sumir skella líka höndun- um saman á milli hvers taks og verða þá tíu tök i staðinn fyrir sex. Þess má geta að svenska er frægasta meðal við kulda, en þá verður að slá nokkuð fast. Krók þekkir hvert mann'sbarn á Is- landi og þarf því varla að lýsa honum. Þó þykir mér réttara að ganga ekki alveg þegjandi fram hjá honum. Tveir menn kra>kja saman fingrum, oftast siimu fingrum á sömu hendi, þannig að innri fletirnir á miðkjúkunum liggja saman. Að því búnu taka þeir báðir i af ðllu afli og er kallað að sá hafi krókinn sem réttir upp fingurna á hinum en hann er þá dreginn upp. Sjá nœstu síðu /g

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.