Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 9
Guðjón Guðnason, yfirlæknir á Fæðingarheimilinu i Reykjavik og kona hans, Friðný Pétursdóttir hyggjast dvelja f Las Palrnas á Kanarfeyjum um jólin. 1 för með þeim er yngsta sonur þeirra, Kjartan sem er 11 ára. En kisa verður eftir heima, seg- ir Friðný. Sjálfsagt mundi hún þiggja að koma með en henni stendur það ekki til boða og hefur henni verið komið I fóstur þenn- an tfma. Við höfum tvisvar áður farið tii Kanarleyja. 1 annað skiptið vor- um við þar um áramót, en höfum ekki verið þar áður um jól. Okkur finnst ákjósanlegra að fara þetta i skammdeginu og stytta það en eiga heldur fegurri árstfmana heima. Við ákváðum þessa ferð núna meðfram vegna þess að ég er nýkomin af spftaia og treysti mér ekki ( jólaundirbúning. Og Guðjón fær tæpast frf frá störfum nema fara upp á reginfjöll eða til útianda. Við vonum að tveir synir okkar sem eru við nám erlendis komi til okkar þangað suður eftir frá Danmörku, en dóttir okkar sem er f menntaskóla kemst ekki með f þetta sinn, þvf við förum þ. 12. desember. Við kjósum að vera f Las Palm- as sem er allstór og gömul menn- ingarborg, þar sem eru margar gamlar minjar allt frá dögum Kólumbusar, en þarna var mikil umferð þegar Amerfka var ný- fundin. Við ætlum að búa f hótelfbúð, borða úti eina máltfð á dag en ég matreiði að öðru leyti. Jú, ég tek eitthvað matarkyns með mér, t.d. hangikjöt og harð- fisk — ekki rjúpur, ég læt þær eiga sig — og hrfsgrjón og þurr- mjólk til að geta haft hrfsgrjóna- graut eins og heima. Og ég tek með mitt krydd. Það er hentugra að þurfa ekki að kaupa það. Hvað matinn varðar bý ég mig út eins og ég sé að fara f viku-útilegu og nota undir hann mfna sérstöku matartösku sem ég er vön að nota til slfks. Við erum ekki bólusett, svo við veljum heldur góða staði þegar við borðum' á veitingastöðum. Og hvernig ætlið að halda jólin hátfðleg? Eg veit ekki. Ef til vill eru þarna einhver sameiginleg há- tfðahöld fyrir Norðurálfubúa og þá tökum við þátt f þeim. Það er margt gert fyrir þá sem dveija þarna um jólin og þarna er mikið af eldra fólki sem komið er á eftirlaun, t.d. frá Norðurlöndun- um, fólki sem dvelst þarna 2 mán- uði á ári eða meira. Það sáum við þegar við vorum þarna suður frá um áramótin. Verzlanir eru skreyttar og jólatré á götunum. En hjá fbúunum sjálfum eru eng- in hátfðahöld fyrr en 6. janúar. Annars býst ég við að við höld- um jólin eins og venjulega, lesum húslestur eins og við erum vön þegar búið er að taka upp jóla- pakkana. Við eigum von á að hitta þarna kunnngjafólk okkar, finnsk-sænsk læknishjón og verð- um með þeim á aðfangadags- kvöld. Hvernig er veðrið þarna á þess- um árstfma? Þegar sólin skfn er það eins og yndislegast er á sumrin hér... Syndið þið þá f sjónum? Það var nú svo skrftið að þegar við vorum þarna um áramótin, var bezt að fara f sjóinn um ellefuleytið á kvöldin þvf þá var hann hlýjastur. Við fengum okk- ur þá stundum smásprett. Strönd- in er upplýst og á þeim tfma var fátt eða ekkert fólk þar. En ég veit ekki hvort ég þori núna eftir að hafa horft á „Ókindina" f Laugarásbfói, þó að öllu eigi að vera óhætt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.