Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 6
Ólafur Árnason Les daglega í sálmabókinni Jólamat- urinn er eins og eldra fólk átti að venjast A Ilrafnislu verður fyrsl fyrir svörum forslöðukona vistdeildar, Jóhanna Sigmarsdóttir „Jólin eru undirbúin hór Ifkt og á öðrum heimilum, með hrein- gerningum og jólaskreytingum bæði á sameiginlegu vistrými og inni á herbergjum vistfólksins. Reynt er að hafa jólamatinn líkan því, sem eldra fólk á að venjast, t.d. er á jóladag haft hangikjöt og seinna súkkulaði og rjómatertur. ftg hef ekki verið hér á aðfanga- dagskvöld en bæði þá og á jóladag borða forstjórinn og fjölskylda hans með vistfólkinu. Helgistund hefst kl. 4 á að- fangadag og eftir að henni lýkur er sameiginlegt borðhald fyrir alla, sem hafa fótavist. Slðar um kvöldið er svo borið fram súkku- laði og kökur. Að visu skreppa margir heim til barna sinna ein- hvern jóladaginn en koma venju- lega fljótt aftur, finnst að hér sé þeirra heimili. Þetta skiptist á dagana, sumir fara burtu einn daginn en aðrir hinn, svo hér er aldrei mjög fámennt um jólin. Hér koma oft gestir, sjálfboða- liðar, sem skemmta með kórsöng o.fl. Skólabörn hafa komið og sýnt helgileiki. Þetta eykur á hátíðahaldið. Mjög auðvelt er að komast i jólaskap með gamla fólkinu; það tekur jólin á annan og alvarlegri hátt en þeir sem yngri eru. Hér eru allir prúðbún- ir á jólunum og konurnar eru flestar á fslenskum búningi". Rætt við Olaf Árnason Ólafur Arnason er vistmaður á Hrafnistu og býr á herbergi 317 á C-gangi. Hann er að leggja kapal sér til dægrastyttingar, þegar ég Ift inn til hans. — Hvernig tekst þér að halda jólin hátfðleg á svona stóru heim- ili? „Það er vandalítið, hér er jafn hátfðlegt og hvar annarstaðar á jólum. Margir fara eitthvað f burfu en ég hef alltaf haft þann „Heims um ból helg eru jól“, hljómar um heims- byggðina þegar jólatíð gengur i garð. Þótt hinn upphaflegi boðskapur hafi máðst í ysi samtímans, vekja þessi tíðindi ætíð táknræn viðbrögð f hugum manna. Með þeim upphefst sú stökkbreyting, sem gerir vart við sig ár eftir ár í háttum fólks og daglegu lffi, að minnsta kosti f hin- um svokölluðu nægtaþjóð- félögum. Ártfð einkennist af kaupsýslukapphlaupi, almennri yfirvinnu og hverskonar þjónustu ásamt kaupmætti, sem engin taknörk virðast sett. En ósnortin af þessu annríki er hin aldna kyn- slóð, er býr á dvalarheimil- um fyrir þá aldurshópa, sem komnir eru af viður- kenndum starfsaldri. Þar halda heimamenn rósemi sinni, en starfsfólkið und- irbýr jólahald engu að sfð- ur; jólin ganga þar ekki hjá garði fremur en annar- staðar. En hvernig fer jólahald fram á svo fjölmennum heimilum? Og hvernig eyðir vistfólkið hátfðisdög- unum? sið að fara aldrei neitt út af minu heimili á jólakvöld né jóladag. Þeim sið hef ég haldið hér“. — Hvað hefurðu fyrir stafni á þessum dögum? ,4ólahátfðin byrjar með helgi- stund á aðfangadag. Sfðan er jóla- matur borinn fram. Eftir það fer hver inn til sfn eða staldrar við frammi. Eg fer venjulega inn til mfn og les“. — Hvað lestu? „Eg les f sálmabókinni, en það geri ég á hverjum degi. Ég byrja alla daga með þvf að lesa morgun- bænina f sálmabókinni og sfðan morgunsálmana. Á kvöldin les ég svo kvöldsálmana". Ólafur tekur fram sálmabók og sýnir mér sálmana, sem hann les á kvöldin. Einn þeirra hefst á þessum orðum: „Sá ljósi dagur liðinn er.“ Bókin er svo snjáð og slitin, að sumstaðar er eyða f blöð- in inn á miðja spássfu. Á jóladag fer Ólafur til messu á Norðurbrún 1, en þar eru guðs- þjónustur á hverjum helgidegi. A annan f jólum er hann tilbúinn að fara f heimsóknir til vina og vandamanna. „Helst fer ég til fósturdóttur minnar og hennar fjölskyldu. Þau mundu vilja að ég væri hjá þeim alla jóladagana en vita að ég vil ekki fara að heiman. En annars fer ég þangað oft eða þau koma hingað til mfn“. Ólafur er borgfirðingur að ætt, fæddur að Stóru Býlu, skammt frá Akranesi árið 1887. Hann stundaði lengi sjómennsku en vann sfðustu 19 árin hjá Bæjarút- gerð Reykjavfkur. Hann var bú- settur f Reykjavfk en missti konu sfna fyrir 15 árum. — Nokkrar skemmtilegar minningar frá þfnum bernskujól- um? „Nei, ég á engar minnsngar frá jólahaldi f minni bernsku. Eg ólst upp hingað og þangað og engar slfkar minningar náðu að festast f minnf'*. — Ef til vill á fastheidni þfn við heimili þitt á jólum rót sfna að rekjatil þess? „Má vel vera“, segir Ólafur um leið og ég kveð og óska honum gleðilegra komandi jóla. (Jr jólafagnaði á Hrafnistu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.