Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 21
ánægSur og háðskur á svip. „Þa8 verður rétt bráðum.ySar hátign". „Éttu og þegiðu", tautaði Heródes. „Eins og ég hlusti á svona þvætting!" Hann leit niður á disk sinn og horfði á vel steiktan hanann. „Þegar þessi hani flýgur upp og galar, þá trúi ég þér", sagSi hann me8 þunga og stakk gafflinum í hanann. En þá gerðist kraftaverkið: han- inn flaug upp og gól illilega þvisvar sinnum. Þvl næst hjó hann hvössum goggnum i kartöflunefið á Heródesi svo a8 Heródes hðskrækti. Svo flaug haninn út um glugg- ann. Allt komst í uppnám i höll- inni. Tmist æpti Heródes eSa hélt um nefið, en sveinarnir komu þjótandi inn me8 brugSin sverð. Stefán hélt sig afsíðis. „Samsæri", hvæsti Heródes. „Þa8 er setiS um lif okkar. GrípiS sökudólginn og geriS hann höfSinu styttri!" Og hann benti á Stefán me8 skjálfandi hendi. Sveinarnir, sem vissu ekki betur en þeir ættu a8 veita Stefáni duglega ráSningu réðust að honum. En undan komst hann ,hvernig svo, sem i þvi lá. Hann skreið undir borSiS og undir stól Heródesar. ÞaS var þá fyrst, þegar hann var kom- inn a8 dyrunum, a8 tekiS var eftir honum! „EltiS hann! Komið ekki aftur ðn hans, ef þi8 viljiS halda ykkar auma lífi!" öskraði Heródes. Stefán hentist niður tröppurnar með sveinana á hælunum. En i hallargarðinum hrasaSi sá fyrsti og féll og hinir duttu um hann. MeS þessu fékk Stefán forskot og komst til hesthússins. „ Nú er um lifið að tefla!" hrópaði hann. „Bjargið mér nú, kæru hestar!" Hestarnir svöruðu með hneggi og flýttu sér fram úr básum sinum. Augljóst var, að þeir vildu hjálpa vini sínum! Apalgrái stökkhestur- inn hans Heródesar bauð Stefáni bak sitt. Það var enginn timi til að söðla hestinn, en Stefán var góður reiðmaður. Hann setti ekki fyrir sig að ríða berbakt. Með litla hestasveininn á bakinu þaut hestur Heródesar út i garðinn. Hinir hestarnir hlupu á eftir. Þá langaði ekki til að hjálpa ofsækjendunum. En það var um seinan. Hestur Heródesar var sá eini, sem varð nógu fljótur til. Hina gripu sveinarnir, söðluðu þá í skyndi og hleyptu af stað á eftir Stefáni. Nú hafði Betlehemsstjarn- an, sem Stefán hafði séð i lindinni, stækkað og hver maður gat sé8, að það var eitthvaS óvenjulegt vi8 hana. Þó a8 komin væri nótt var hér um bil bjart úti og sveinarnir sáu Stefán vel þar sem hann hleypti á undan. Hann reið allt hvaS af tók eftir vegsögu stjörnunnar, sem rann eftir himninum með ærnum hraða i átt til litla bæjarins I Júdeu þar sem Jesúbarnið var fætt. Sveinarnir eltu Stefán látlaust, blótuðu og keyrSu hestana áfram með bar- smiSum. Heródes var einn heima i höllinni. Hann var of mikill ístrubelgur til að taka þátt I eltingarleiknum. Hann hafði ekki heldur neinn hestinn — og auk þess var hann miður sin af hungri. Honum fannst magi sinn galtómur. Þarna sat hann vi8 autt matborðið — því að haninn, sem hann ætlaði að éta var floginn burt. Heródes muldraði og blótaði. En þá kom hann auga á grautarskál Stefáns. Þa8 var töluverð sleikja eftir i henni þvf, a8 Stefán hvarf i miðri máltið. Heródes horfSi með við- bjóði á ólystugar grautar- leifarnar," en þrátt fyrir þa8 rétti hann út höndina og kippti að sér skálinni. NeySin á sér engin lög. Heródes tuggði og renndi niSur. Grauturinn stóS í hálsinum á honum. Það var sem honum rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. En hann át graut- inn. . . Nokkru siSar komu sár- aumir sveinar haltrandi heim. Þeir sögðu frá þvi með grát- stafinn i kverkunum, a8 þeir hefðu nálgazt Stefán hægt og bítandi unz þeir voru hér um bil búnir a8 ná honum. Þá hefðu fjórir skinandi englar komið I Ijós, vopnaðir sverðum, og vopn þeirra sjálfra hefðu ekkert dugað gegn þeim sverðum. Hestarnir höfðu varpað sveinunum af baki og þvi næst höfðu englarnir sezt á bak og hleypt á eftir Stefáni. Þetta var óheillanótt fyrir Heródes og kumpána hans, en hamingjunótt fyrir mann- kynið. Hvaðanæva streymdu menn, dýr og jurtir til hins nýfædda konungs frelsisins, þar sem hann lá i jötunni I Betlehem, umvafinn skinandi Ijósi. Stjarnan, sem varð stærri og stærri og lýsti með æ meiri birtu, visaði öllum veginn og ef einhver átti samt sem áður erfitt með að rata voru góðir englar nálæg- ir og komu honum á rétta braut. Gleði og fögnuður sem ekki áttu sinn líka, réðu rikjum. Enginn mundi hinn vonda konung Heródes. Allir söfnuðust saman um nýja konunginn og hyiltu hann. Það leyndi sér ekki, að Jesú- barniS var miðpunktur alls þar sem það lá og brosti sinu Ijúfa brosi inni i gripahúsinu. Margir litu lika forvitnum augum á Maríu og Jósef. En enginn tók eftir litla asnanum, sem stóð afsíðis úti i horni. Á honum höfðu þau Maria og Jósef komið riðandi til Betlehem. Ef hann hefði ekki veriS, hefðu þau aldrei náS alla Iei8 og JesúbarniS orðið a8 halda jól úti á sléttunni þar sem vindar blésu og kuldinn rikti. Litli asninn hafði verið dauðþreyttur eftir ferSalagiS. En nú var þreytan liðin úr honum. Hins vegar var hann mjög svangur, svangur eins og Heródes áður en hann át grautinn. En eng- um kom til hugar að gefa asnanum tuggu, ekki svo mikið sem eitthálmstrá. Einn var þá, sem tók eftir asnanum. Það var Stefán hestasveinn, sem kominn var í gripahúsiS. Með glöggu auga atvinnumannsins sá hann þegar i stað, hvernig ástatt var með asnann. Hann flýtti sér út og kom aftur eftir stutta stund með fangið fullt af brauði og ilmandi heyi. Hann hafði lika skjólu fulla af vatni með sér. „Nem staðar, ungi maður!" sagði erkiengill nokkur. „Svona gjafir sæma ekki Frelsaranum". „Veit ég það vel", svaraSi Stefán. „Það er asninn, sem á að fá þetta". En folarnir fimm, sem allir höfSu skilað sér í gripa- húsið tóku undir með hneggi. Og asninn fór að éta og drekka af mikilli lyst. Svona er þá sagan um heilagan Stefán, litla hesta- sveininn, sem sá Betlehems- stjörnuna fyrstur manna. Margir halda, a8 það sé þess vegna að hann var tekinn l dýrlingatölu og er nú talinn einn af mestu mönnum, sem uppi hafa veriS. Og það er að vissu leyti rétt. En þó var hið góða hjartalag hans ennþá meira augunum hans skyggnu, sem sá stjörnuna. Aldrei hefur nokkur maður hirt jafnvel um fimm hesta og Stefán gerði. Og ef hann hefSi ekki verið til hefði farið svo illa, að asni Jesúbarnsins sjálfs hefði orðið að svelta i hel um jólin. En hræðilegra er varla hægt að hugsa sér. í kvæðinu um Stefán kemur fram þakklæti til hans, og sá, sem ekki vill taka undir það er ekki verður þess að fá aðrar jólagjafir en skál með köldum og kekkjótt- um graut. Sigurjón Guðjónsson þýddi. Árelíus Níelsson LYKILUNN LokaSar varir Læst hjörtu. Samanherpt augu. Laminn stormum. Lokaður úti. Gleymdur glataður. Af þvi ekki fannst auSmýktar lykill. Fluttur I hönd: „FyrirgefBu". G : nga jarSar börn götur þyrna. Hermdarverk fremja. Haturkynda. Af þvi ekki fannst auðmýktarlykill. Fluttur á varir: „Fyrirgefðu". Mörg eru orð góð aldrei töluð Fögur orð.---- Gelði og göfgi merluð. Af þvi ekki fannst auðmýktarlykill. Fluttur i hjarta: „Fyrirgefðu". Kristinn Magnússon STRÆÍISVAGNINN Ég tilli mér á bekk i strætisvagnaskýli og set hægri fótinn I kross yfir vinstri því ég er hægri sinnuð. Hvenær ég næ i vagninn get ég svarað sjálfri mér því ég sá hann i sjónmáli fara framhjá og hann gengur á korterfresti. Þannig höfum við alltaf tekið tillit hvort til annars þvi við erum ekkert nema vaninn hann minútu of fljótur ég minútu of sein. Ég dreg andann djúpt og fer i frúarleikfimi þærfjórtán minútur sem ég bíð þar til við eigum stefnumót saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.