Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Page 13
Spilavftið f Estonl nokkrum árum var gert átak til að losna við drykkjupeninga og tókst það svo að ekki er nauðsynlegt nema í einstaka tilfellum að gefa drykkjupeninga eins og til dæmis leigubflstjórum og burðarstrák- um á hótelum. En leigubílaakstur í Portúgal er sjálfsagt með því ódýrasta sem gerist í Evrópu. Þar getur maður flengzt um langar vegalengdir fyrir sem svarar 200—300 krónur, eða sem svarar startgjaldi hérlendis. ÞEGAR ÉG KOM tii Faro sem er austarlega og ekki langt frá iandamærunum við Spán og jafn- framt höfuðborg Algarve þar sem búa um þrjátíu þúsund manns, var hellirigning. Bíistjórinn sem ók mér síðan langa vegu vestur með ströndinni til Praia, þar sem mér var búin gisting á Alvor Praia, sagði að það væri mikil guðsblessun að fá þessa rigningu, því að þurrkar hefðu verið allt að drepa á þessu svæði i allt sumar og fram á haustið. Svo mikil vand- ræði hlutust af að rafmagnsskort- ur var víða. Bílstjórinn sagðist vona að það ringdi sem lengst og mest en hann bætti því við að mjög óvenjulegt væri að svo mikl- ar rigningar kæmu i október. Október væri yfirleitt mildur og notalegur í Algarve og hann sagði að erlendu ferðamennirnir þarna væru ekki jafn hressir yfir rign- ingunni og íbúarnir sjálfir. Leiðin frá þorpinu Faro til Praia er hátt í áttatíu kílómetra. Ekki gerði rigningin og myrkrið akstursskilyrðin tiltakanlega ákjósanleg. Auk þess var mikil umferð mótorhjóla manna sem voru á hverju strái og alltaf öðru hverju var ekið fram úr bænda- fólki á hestvögnum sem ásamt með mótorhjólunum eru helztu farartækin þarna. Á hótelinu var slangur af þýzk- um og hollenzkum ferðamönnum, sömuleiðis nokkrum burtfluttum Portúgölum sem komnir eru frá Brasilíu til að heimsækja gamla landið. Ferðamannatíminn var að enda I ár og því var fjarskalega rólegt og strendurnar því sem nær auðar. En strandlengjan er svo löng og víðáttumikil að jafn- vel yfir háferðamannatímann eru þær aldrei troðfullar eins og sjá má til dæmis af litfögrum auglýs- ingamyndum frá Spáni. En þarna er allt til alls. Hótel Alvor Praia er viðurkennt og gott hótel og þar er þjónusta hin bezta. Á kvöldin fóru margir ferða- mannanna inn til þorpsins Portimao sem er skammt frá að skemmta sér á diskótekum fram undir mörgum. EINNIG ERU ÞAR fado skemmtistaðir, þar sem gestir sitja með glas og einhverja hress- ingu og hlýða á þessa sérkenni- legu angurværu portúgölsku tón- list sem fado lögin eru. Það er mesta synd og skömm að aldrei skuli sú tónlist heyrast hér þar sem segja mætti mér að hún höfð- aði meira til íslendinga en ofsa- kát og tryllt skemmtimúsík ítalfu og Spánar. Ef frá er talin grísk þjóðlagamúsík — búzúkí — þykir mér fado-tónlistin annarri sllkri músík ljúfari. Heimsmeistaramót I golfi stóð yfir I Vilamoura þessa daga og golfiðkendur leggja I auknum mæli leið sína til Algarve. Svo eru tennisvellir á hverju strái, sund- laug við hvert hótel og flest það sem ferðamenn vilja gleðja sig við I leyfum slnum. ÞA FIMM DAGA sem ég dvaldi I Algarve sást til sólar I tvo. Hina dagana var kunnuglegt íslenzkt veður: rigning og næðingur. En þá var hægt að nota tlmann til að skoða litlu fiskiþorpin við sjóinn og fara upp I fjöllin. Landslag getur llka verið fallegt I rigningu. Portúgalarnir á hótelinu voru aftur á móti miður sln yfir rign- ingunni. Þeir komu með margar töflur og sýndu mér hvað þeir teldu þetta óvenjulegt veðurfar. Þeir sýndu mér meðaltalshita I Algarve til margra ára I október- mánuði og rigningardaga þar á ári hverju. Þeir sögöu að þeir hefðu aldrei orðið fyrir öðru eins og ferðamennirnir yrðu að taka þessu rétt eins og hetjur. Það var llka afskaplega auðvelt, þvl að þá gafst tími til skrafs og ýmis konar skoðunarferða, sem ella hefði naumast orðið af; sjálfsagt hefði maður að hætti íslenzkra túrista ekki mjakað sér frá sundlauginni. ÞEGAR KOMIÐ ER til Lissa- bon frá Algarve tekur á móti mér Mario Saraiva einn af upplýsinga- stjórum portúgölsku rlkisferða- skrifstofunnar. Þá er sól og hiti I Lissabon. Saraiva er gersamlega miðurslnyfir þvl veðri sem ég hef hreppt I Algarve og hann dregur líka fram ótal tölulegar upplýs- ingar sem sýna mér fram á að þetta er fullkomið einsdæmi I portúgalskri sögu að ferðamönn- um sé boðið upp á þetta. Að svo búnu förum við i skoð- unarferð út til Estoril og áfram fyrir Cascais út I Guincho og til Sintra. A leiðinni fer Saraiva með mér á ýms söfn sem mér láðist vísvitandi að skoða þegar ég var hér síðast, einfaldlega vegna þess, að áhuginn var ekki fyrir hendi. En nú verð ég að þakka pent fyrir af því að ég er gestur þeirra og skoða konungsvagnasöfn og kirkj- ur og kastala I löngum bunum, hvort sem mér líkar betur eða verr. Og reyndar kemur upp úr dúrnum að þar er margt að sjá. Við förum líka I kökubúðina Casa Fundadem, þar sem seldar eru kanelkökur betri en annars staðar þar I bæ, að þvl er Saraiva segir. I striðinu var sykurskortur I Portúgal og þá var lagt bann við kökubakstri, aftur á móti þótti ekki stætt á þvl að Casa Funda- dem fengi ekki að baka slnar kan- elkökur og þvl fékkst undanþága þeim til handa. Þetta reynast lika vera ljómandi gómsætar kökur og við skolum þeim niður með sjóð- andi kolsvörtu kaffi áður en við höldum áfram út með ströndinni. Þegar kemur út til Estoril lít- um við á spilavítið sem mun vera með þeim stærstu I heimi. Spilavítin Las Vegas og Bei- rut voru stærri, en nú er spila vítið I Beirut fyrir bí að minnsta kosti I bili og þar af leiðir að Casino Estoril kemur líklega næst Las Vegas. Þegar áfram er ekið og komið út til Guincho er ekið framhjá húsi Umbertos fyrr- verandi Italíukonungs, sem þar liefur búið I mörg ár. Þetta er Iburðarlftið rautt tlgulsteinshús, en liklega er enginn heima I dag, því að slár eru fyrir öllum glugg- um og enga hreyfingu að sjá. Við borðum hádegisverð út I Guincho á stað sem heitir Estalagem Muchaxo. Þar eru inn- réttingar frumlegar, borðin úr tré eins og þau koma fyrir, bogar úr höggnu grjóti og gólfið hellulagt. I matsalnum er margt fólk þótt þetta sé ekki I alfaraleið, enda segir Saraiva mér að gestir komi hingað langar leiðir' að vegna um- hverfisins og þjónustunnar einn- ar, sem ég get tekið undir að er I sérflokki. SVO HÖLDUM VIÐ áfram til Sintra og skoðum hvern kastal- ann á fætur öðrum og tölum dálít- ið um pólitík inná milli, enda þótt Saraiva minni mig alltaf á öðru hverju að þar sem hann sé ríkis- starfsmaður og auk þess ferða- málamaður eigi hann I rauninni alls ekki að tala um þessi mál við útlendinga. Hann eigi bara að halda sér að sínum áhugasviðum. Hann segir að I fyrra hafi verið hörmulegt ferðamannaár I Portúgal. Fólkið hafi ekki þorað að koma vegna þess ótrygga póli- tíska ástands sem þá var I land- inu. Árið nú var langtum betra en þó þarf að gera meira til að sann- færa ferðamenn um að þeim sé óhætt að koma til landsins og þeir verði ekki fyrir neinu ónæði. Það er byrjað að skyggja þegar stefnan er tekin aftur á Lissabon og við höfum þá farið vænan skoð- unarhring. Ströndin út með Estoril og Cascais er falleg og þar er fjöldi góðra og skemmtilegra hótela og litrikra staða sem bjóða upp á ótæmandi afþreyingu fyrir ferðamenn. Þegar við komum inn i bæinn aftur kaupir Saraiva „A luta“, sem er nýkomið út. Það er blað Rauls Rego og „óháð málgagn sóslalista" eins og segir I haus. Saraiva er reyndar ekki sóslalisti en hann segir að „A Luta“ sé langbezta síðdegisblaðið og taki Republika fram hvað snertir fréttaflutning og annað efni. Síð- an tölti ég inn á Mundial eftir góðan dag og Saraiva fer að leita með logandi ljósi að brauði i af- mæli ungrar dóttur sinnar daginn eftir, því að nú eru bakararnir komnir I verkfall. Kona á asna. I Algarve eru flestar konur með svarta hatta, þegar þær vlnna úti ð ökrunum Ungt fólk I Algarve I þjóðbúningum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.