Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 20
JOLASAGA BARNANNA Stefðn hestasveinn gömul helgisaga Hefur þú heyrt kvæðið um heilagan Stefán? Það byrjar á þessa Iei8: „Stefán, Herrans hestasveinn hesta sina, fjóra og einn, nýársnóttu skæra lifsins brunni leiðir a8. Lausnarinn bauS honum það. Ljúf er lindin tæra". (Þý8. M.Ásg.) Sjálfsagt hefur þú heyrt það og jafnvel sungið, þvi að öll börn, sem þrá jólin eru þvi vön að syngja um Stefán. Með þvi móti Ii8ur timinn hraðar Hann þýtur áfram, meira að segja. Og einn dag inn er komið kvöldið, sem allir hafa beðið. Þetta er ekkert venjulegt kvöld: það er aðfangadagskvöld. Og það er á vissan hátt Stefáni að þakka. Ef hann hefði ekki verið til, hefði eng inn tekið eftir neinu merki legu nóttina sem Jesúbarniö fæddist fyrir nærri tveim þús undum ára. En Stefán var skyggn. Það var hann, sem fyrstur tók eftir stjörnunni. Hvaða stjörnu? Skæru stjörn- unni I kvæðinu, Betlehems stjörnunni, sem vlsaði hirð- unum og vitringunum þrem ur veginn að lágu jötunni þar sem Jesúbarnið lá. Þá var stjarnan stór eins og knöttur og sklnandi björt. Hún var beint yfir gripahúsinu I Betlehem og hver sem var, gat séð hana nema vondi kóngurinn, Heródes. Og guði sé lof fyrir það. En á jólanótt- ina var það Stefán einn, sem sá stjörnuna. Þá var hún ekki jafnstór og björt og seinna, en Stefán kom samt auga á hana þar sem hún speglaðist I lindinni. Og hann vissi þegar hvaSa stjarna þetta var og hvað hún boðaði. Stefán var, eins og stendur I kvæðinu, hestasveinn. Hann var I þjónustu konungs ins sjálfs, Heródesar. Ein hvers staðar urðu menn að vinna. Það var IftiS um gó8a konunga á þessum dögum og Stefán átti ekki um neitt að velja Heródes var mjög nízkur og vondur og einu launin, sem Stefán fékk var kekkjóttur hafragrautur, við- brunnin hveitipfpukássa og nokkur stafhögg öðru hvoru. Sjaldan þurfti Stefán að vera aSgerSarlaus. Heródes átti fimm hesta eða fota, eins og þeir voru kallaSir á þessum tima. Tveir voru rauðir, tveir hvitir og einn apalgrár. Stefán hafSi nógu að sinna að bera hey fyrir þá. gefa þeini hart rúgbrauS og brynna þeim i tærri lindinni bak við hesthúsið. Hann kembdi þeim lika og klóraSi bak við eyrun, strauk þeim yfir múlinn og stundum beizlaði hann þá og söðlaði Það þurfti hann að gera, þegar Heródes og tjórir sveinar hans ætluðu af stað að grennslast um nýfædd sveinbörn. Þeir voru alvopn- aðir, því að þeir höfðu ekki gott í huga. Fyrir löngu hafði Heródes heyrt kvitt um það, að nýr konungur ætti að fæð- ast i heiminn, konungur, sem kæmi af himnum. Þó að nýi konungurinn væri aðeins litið barn, sem ennþá var i reifum var hann samt þúsund sinnum meiri og voldugri en Heródes. Þegar Heródes heyrði þetta, gnisti hann tönnum og varð sótrauður af vonzku. Á sömu stundu gaf hann út skipun til þegna sinna, að myrða skyldi öll piltbörn. En að sjálfsögSu hlýddi þvi enginn, þvi að eng- inn faðir eða móðir gat framið slíkt grimmdarverk. Þá varð Heródes æfur af bræði, og tók sjálfur að sér að vinna verkið Hann öskraði til Stefáns: „Söðlaðu hestana, aumi strákhvolpur:" Og Stefán skundaði skelfdur til hesthússins og gerði eins og fyrir hann hafði verið lagt. En Stefán var enginn auli og hann vissi hvað Heródes hafði í huga. Og þvi stakk hann nokkrum loðgrösum undir söðlana á folunum fimm. Konungurinn og sveinar hans höfðu ekki riðið nema smáspöl, þegar þeir duttu af baki niður [ brenni netlukjarr. Loðgrös, sem stingast inn i hestbök, eru harla óþægileg, en þau eru þó hégómi borin saman við netl- ur. í annaS skipti „gleymdi" Stefán að girða söðlana á hestana. Þegar konungur og sveinarnir komu að breiðri á og slógu i til þess, að folarn- ir færu út i hlýddu folarnir, en söðlar og reiðmenn féllu af þeim, og niður i ána, sem var ekki sérlega djúp en full af leðju. Stefán fann alltaf upp ein- hver heppileg brögo og Heródes ná8i aldrei í nein nýfædd sveinbörn. Heródes var heimskur á tvennan hátt. I fyrsta lagi var hann vondur og i annan stað hafði hann heimskt höfuð. Því grunaði hann aldrei, að það væri Stefán, sem stóð á bak við hin mörgu mistök hans. Það grunaði sveinana ekki heldur þvi að þeir voru ennþá heimskari en Heródes. Heródes átti það til að gefa Stefáni nokkur högg me8 reiðpísk sinum. Sveinarnir spörkuðu líka oft i Stefán. En það var bara vegna þess.að það átti við. Eða svo sögðu þeir. Þeir börðu lika hestana. Á eftir læddist Stefán inn i hesthúsið, strauk mjúklega aumu blettina og skipti nokkrum sætum tvibökum milli allra hestanna. Tvi- bökurnar fékk hann í eldhús- inu eða greip þær á matborð inu rétt vi8 nefið á Heródesi. Þeir sátu nefnilega og átu við sama bor8, Stefán grautinn sinn e8a hveitipípustöppuna en konungurinn meyra steik, e8a hænu. Honum þótti gaman a8 skvetta soSinu á Stefán. Þá bragðaðist matur- inn honum betur, var hann vanur að segja og hló rudda- lega svo að undir tók. Seint a8 kvöldlagi, það var 24. desember áriS 0 og kvöld- verSinum hafSi seinkaS ærið mikið. Heródes hafði vel steiktan hana fyrir framan sig á diskinum. Grautur Stefáns var kaldari og kekkjóttari en nokkru sinni fyrr, en hann tók ekki eftir því. Hugur hans snerist um allt annað. ÞaS var stjarnan. Stjarnan, sem hafði speglazt i lindinni, þegar Stefán var að brynna hestunum eins og hann var vanur. Þessi stjarna var ekki venjuleg stjarna. Þa8 sé Stefán strax. Hún var þá þegar allt of stór og skær. Hún hlaut að boSa eitthvað sérstakt. „Y8ar Hátign", sagði Stefán allt i einu við Heródes. Hann gat ekki stýrt tungu sinni, sannleikurinn varS a8 koma í Ijós. Konungurinn, sem var i þann veginn að bita l hanann hætti við það og horfði illilega á strákhvolpinn, sem dirfzt hafSi aS rjúfa mat- frið hans. „Hvað er þér á höndum?" hrein í konungi og augu hans urðu alveg kol- svört. „Y8ar hátign", sagSi Stefán, „ég sá stóra stjörnu, sem speglaðist í lindinni bak við hesthúsiS. Það boðar, að konungur heimsinsmunifæð- ast I nótt. „ Hvers konar rugl er þetta!" hreytti konungur út úr sér. „Konungur heims- ins það er ég!" „Þetta verður nú samt rétt bráðum", sagði Stefán og gat ekki að því gert, a8 hann var8 dálitiS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.