Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 16
Inga Þorgeirs GAMALTÆVINTÝRI Drottinn allsherjar sat f há- sæti sfnu á himnum f attri sinni dýrð og veidi. Umhverfis hann stóðu herskarar heilagra engla f geislandi klæðum með skfnandi vængi og ljðmandi ásjónur; hinir æðstu næstir hásætinu, aðrir útifrá. Við vinstri hlið hásætisins stóð höfuðengill vizkunnar með undrun og fotningu hinna órannsakanlegu leyndardóma f svipnum. En hægra megin stóð höfuðengill kærleikans. Undursamleg mildi og ástúð lýsti upp andlit hans, og augun voru himindjúp og geislandi. Og þó hvfldi einhver sorg- þrungin alvara yfir svip hans, þar sem óblandin, himnesk gleði skein af ásjónum hinna englanna. Á vissum tfmum skyldu englarnir ganga fram fyrir há- stól drottins og tjá honum ósk- ir sfnar og taka á móti boðum hans, og það gerðu þeir ein- mitt nú. Fyrst gengu fram kerúbar með gullslita vængi og barns- leg andlit. Einum tug af þeim skipaði drottinn að fylgja nokkrum sálum frá einu af fjarliggjandi stjörnurfkjum hans til ódáinslandsins, er þvf tilheyrði. Nokkrir fengu leyfi til þess að heimsækja eina af stjörnuþokum himingeimsins og skoða þar nýjan, stóran heim, sem var f smfðum og enn aðrir voru sendir með mikils- varðandi skilaboð til ljósvaka heimanna, sem andarnir byggðu. Þannig gekk hver engla- sveitin af annarri fram fyrir drottinn, unz öllum hafði verið veitt áheyrn eða falið nokkurt erindi. Að sfðustu sté höfuðengili kærleikans fram og kraup fyr- ir hásæti drottins. „Hvers óskar þú? ástvinur Iffsins," spyr drottinn. „Herra, leyf mér að fara til jarðarinnar og lifa þar eitt æviskeið meðal mannanna," svaraði engillinn. „Villt þú fara og dvelja með- al mannanna?" spyr drottinn með undrun f röddinni. „Veistu ekki, hvernig þeir eru? Þeir eru skemmst komnir af öllum mfnum mannlegu þegnum innan vébanda mfns óendanlega veldis, og hafa upp á lftið annað að bjóða en grimmd og þjáningu." „£g veit það, herra,“ svaraði engiilinn. „Dag eftir dag hefi ég setið f hliðsjálfi himinsins og horft niður á hina fögru, en syndum þjáðu jörð. £g hefi séð sólina sveipa hana geisla- Ijóma og mátt þinn skrýða hana dýrðarskrúði vorsins og helgilfni vetrarins og — láta óteljandi auðlindir hennar standa opnar og öllum hennar börnum til boða, — og ég hefi séð Iff mannanna, sem þú gafst þessa jörð. Þrátt fyrir fegurð og gnægð jarðar sinnar, Ifða þeir skort og þjáningar, af þvf að þeir hafa ekki ennþá lært að lifa eftir hinu einfalda lög- máli kærleikans. Herra, þeir hata — og þjást. — Hinir ungu hrindast á og berja hvern ann- an f leikjum sfnum, og hinir fullorðnu fylla hug sinn af sorta eigingirninnar og sora lýginnar og flekka tungur sfnar með rógburði og hendur sfnarf blóði bræðra sinna. Á hljóðum nóttum hefi ég heyrt, hversu hjörtu þeirra titra og slá f angist og kvfða, af heift og harmi. Eg hefi hlustað á stun- ur þeirra og andvörp — og heyrt þá hrópa á kærleikann úr djúpum sálarinnar, — kær- leikann, sem þeir þó jafnharð- an eyða f eldi hatursins." „Ekki þarftu að dvelja með- al mannanna til þess að kynn- ast lffi þeirra,“ segir þá drott- inn. „þú virðist þekkja það mæta vel.“ „Já, herra,“ svarar engill- inn, „En einmitt þess vegna, einmitt af þvf að ég þekki þjáningar þeirra og fávizku, vil ég lifa meðal þeirra. £g vil kenna þeim að lifa eftir lög- máli kærleikans með þvf að lifa sjálfur eftir þvf meðal þeirra. Þvf að eru þeir ekki einnig bræður mfnir — mfnir minnstu bræður!“ — Þá Iftur drottinn óendanlega blfðum og mildum augum á engilinn og mælti: „Veistu, hvað fyrir þér liggur, ef þú ferð til mannanna?" ,4á, herra, ég veit að menn- Þórarinn Guðmundsson SKAMMDEGI Gugginföl birtan hallar deginum að barmi sér, hljóðlátt stfgur hann til sængur næturinnar þau fara höndum um hug minn síðdegishöndum, þungum af myrkri. Magnús Þorkelsson ÍSLANDS LAG í dag söng síðasti fugl vorsins og sumarið gleymdist. Með jólunum mundu menn að sumarið hafði gleymst þá brugðu þeir sér til spánar og gleymdu íslandi. í dag fór síðasti maðurinn til Spánar eftir eru aðeins kindur og hestar hús og bflar sem keyra ei — og ég. í dag eyddi ég síðustu krónunni f gjaldeyri og setti ríkið á hausinn ég pantaði nektardansmey og danskan tertubotn og það snjóaði. Þó að mannlffið stövðist lifa fuglarnir enn. Fiskarnir deyja. irnir rétta að mér þann beizk- asta bikar, sem fávizka og hat- ur getur byrlað, en clskan ótt- ast ekkí þjáninguna". Þá réttir drottinn hendur sfnar blessandi yfir höfuð englinum. Undursamlegur ljómi og kraftur streymir út frá þeim, og rödd hans hefur hörpu, þegar hann segir: „Þú ert sendiboðinn, sem ég hefi beðið eftir í þúsundir ára, sá eini, er getur frelsað mennina, sá eini, er fær tendrað það ljós, er að lokum fær lýst þeim út úr myrkrum haturs og þján- ingar. Far þú f friði. Blessun mfn og kraftur fylgir þér.“ Þá færðist ljómandi milt og bjart bros yfir hið alvarlega andlit engilsins, og augun geisluðu ennþá fegurri en fyrr. Hann hneigði höfuð sitt f þökk og auðmýkt og vék frá hástóli drottins. En drottinn kallaði á sjö þúsundir bjartra engla og bauð þeim að fylgja sendiboða kærleikans til jarðarinnar. Og englarnir breiddu úr skfnandi vængjunum og svifu lofsyngjandi um blátt og stjörnuskreytt djúpið til jarð- ar og hin mikla hvelfing himinsins endurómaði hinnn dásamlega söng þeirra: „Dýrð sé guði f upphæðum, friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.