Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Page 4
Svanhvít Aðalsteinsdöttir
/
BRIET
BJARN-
HÉÐINS-
DÓTTIR
Rifjuö upp saga eins merkasta
brautryðjanda okkar I jafnréttis
mölum, sem sýnir
hvað dðttir vinnuhjúanna ö
Haukagili var langt ö undan
sinni samtlð og hve ötrúlega
miklu hún fékk öorkað ö langri
œvi.
Það hefur tæplega farið fram
hjá neinum að árið 1975 var
helgað málefnum kvenna og
kallað kvennaár. Við slfka við-
burði þykir oft hæfa að lfta til
baka og minnast horfinna hetja.
Það fer ekki milli mála að sú
sem bar höfuð og herðar yfir aðr-
ar konur f jafnréttisbaráttu
fsienskra kvenna, þegar hún stóð
sem hæst, var Brfet Bjarnhéðins-
dóttir. Ég verð þó að viðurkenna
að ég hafði aldrei heyrt á hana
minnst fyrr en f haust að þvf var
stungíð að mér að skrifa um hana
ritgerð. Ég hef reynt að afla mér
heimilda um hana eftir föngum
og fengust þær aðallega úr ýms-
um dagblöðum og tfmaritum,
bæði frétta- og minningagreinar,
úr Kvennablaðinu og úr bókinni
Merkir fslendingar VI. bindi, auk
ýmissa annarra rita. Eftir þeim
heimildum mun ég reyna að gera
hér dálftið ágrip af ævi þessarar
merku konu en óhjákvæmilega
hlýtur kvenréttindabaráttan um
og eftir aldamótin að fléttast þar
að verulegu leyti inn f.
Eftir myrkur og fáfræði margra
alda fór að rofa til upp úr miðri
19. öldinni og hefur sú þróun
haldið áfram allt til okkar tfma,
sffellt örar. Það er ekki þar með
sagt að ekki hafi orðið neinar
framfarir fyrir þann tfma heldur
varð þá mikil vakning f röðum
landsmanna í tengslum við sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Menn
sáu að til var annars konar lff en
það sem flestir fslendingar lifðu.
Hfmandi f dimmum torfkofum
yfir kú og fáeinum rolluskjátum
þar sem heyrði til tfðinda að hitta
fólk af öðrum bæjum. Þá fór ljós
menntunarinnar að skfna og
menn að búa meira í bæjum og
þorpum. Þessari vakningu fylgdi
einnig barátta fslenskra kvenna
fyrir rétti sfnum. Sú barátta var
löngu hafin vfðast hvar f Evrópu
og Amerfku og hafði eiginlega
fylgt f kjölfar frönsku byltingar-
innar. Vegna einangrunar Islands
bárust slfkir straumar oft nokkru
sfðar hingað. Menntunin hafði
mikið að segja og jókst hún að
mun á 19. öldinni. Hún var þó
eingöngu bundin við karimenn
þegar fermingarfræðslunni
sleppti. Þá varð kvenfólkið að
mennta sig upp á eigin hönd e'f
hugur þeirra og aðstæður stóðu
til. Lagaleg réttindi þeirra voru
næsta lftil og mikill mismunur á
uppeldi drengja og stúlkna. Þær
voru aldar upp til að hlýða vinnu-
veitanda eða eiginmanni og litið
svo á að þær væru til lftils annars
hæfar en hússtarfa. Drengirnir
áttu að verða sjálfstæðir menn og
fengu mun meira að gefa sig að
þvf sem þeim best hæfði. Þá varð
ekki bókvitið látið f aska kven-
fólksins og þótti ekki hæfa að þær
gæfu sig að opinberum málum.
Mðlverk Gunnlaugs Blöndals af Brletu BjamhéBinsdóttur. Myndina ð GuBrún Pðlsdóttir kennari.
Það var kölluð hin mesta fram-
hleypni.
Brfet Bjarnhéðinsdóttir fædd-
ist 27. sept. árið 1856 og segir svo
f kirkjubók Grfmstungna að hún
sé „skfrð 28. septembr. f
kyrkju“.D og um foreldra hennar
„ógiptar persónur. Bjarnheðin
Asmundsson, Kolfina Snæbjörns-
dóttir, vinnuhjú á Haukagildi,
beggja lta lausal. brot.“2) Þarna
er þó ekki alveg rétt með farið þvf
að Bjarnhéðinn var Sæmundsson,
Olafssonar frá Einifelli f Þverár-
hlfð og móðir hans var Ragn-
heiður Bjarnadóttir, Bjarnasonar
prests á Mælifelli. Kolfinna var
Snæbjörnsdóttir bónda á Gilsstöð-
um, Snæbjörnssonar sfðast prests
f Grfmstungum, Halldórssonar
biskups á Hólum. Móðir hennar
var Kolfinna Bjarnadóttir, Stein-
dórssonar óðalsbónda f Þórorms-
tungu.
Foreldrar Brfetar giftust 7.
júnf 1857 og var Kolfinna þá 29
ára en Bjarnhéðinn 24 ára. Þá
fluttust þau að Giljá f Vatnsdal,
jörð f löku meðallagi, en 1860
fluttust þau að Böðvarshólum f
Vestur-Hópi. Sú jörð var heldur
skárri en nokkuð úr sér gengín
þvf að f Jónsensjarðartali er hún
metin á 30 hundruð frá 1847 en f
Nýrri jarðabók fyrir Island frá
1848—1861 er hún sögð 20.4
hundraða virði.
Systkinin sem upp komust urðu
4 og voru þau auk Brfetar, sem
var elst, Bjarni, verslunarstjóri
við Riizverslun á Hvammstanga
um árabil, Guðrún, giftist
Magnúsi Þórarinssyni vélsmið og
bónda á Halldórsstöðum f Laxár-
dal. Yngstur var svo Sæmundur
(f. 26. ág. 1863) er varð prófessor
og læknir við Holdsveikraspftal-
ann f Reykjavfk.
Lfklegt er að bókvitið hafi verið
metið meira en almennt var á
bernskuheimili Brfetar en þó
minnist hún ekki á það f þeim
heimildum sem ég hef séð. Hún
var fermd af séra Jóni Kristjáns-
syni á Breiðabólstað f Vesturhópi
5. júnf 1870. Hún fær ágætan
vitnisburð f öllum greinum en
einhverra hluta vegna er fæðing-
ardagur hennar ekki réttur; hún
er skráð fædd 2. júnf 1856 og er
eftir þvf fullra 14 ára er hún
fermist en verður það raunveru-
lega ekki fyrr en um haustið.
Sfðar á ævinni talaði Brfet oft um
hve vel hún hafi fundið þann
mikla mun sem var á uppeldi
drengja og stúlkna og fannst sér
gert rangt til að meta sig andlega
óþroskaðri en bræður sfna. Hugur
hennar stóð snemma til náms
enda hafði hún til þess miklar og
góðar gáfur en leiðirnar engar.
Árið 1876 missti hún föður sinn
en móðir hennar bjó áfram til
ársins 1878. Þá leysti hún búið
upp og fór þá Brfet, sem nú var
orðin 21 árs gömul, norður til
frænda sfns, séra Arnljóts Ólafs-
sonar á Bægisá, og konu hans,
Hólmfrfðar Þorsteinsdóttur. Á
þeirra alkunna rausnar og
menntaheimili skyldi hún læra
ýmislegt sem þá þótti gagnlegt
ungum stúlkum. Arnljótur og
Kolfinna voru systkinabörn og
um hann segir f Fjallkonunni f
palladómum um þingmenn, að
hann væri „gamansamur og oft
meinfyndinn" 3) og „þingmanna
fjölhæfastr að mentun“4). Bóka-
safn hans, sem var talið hið annað
besta á landinu á eftir safni mágs
hans Grfms Thomsen, hefur ef-
laust geymt margvíslegan fróð-
leik fyrir Brfetu.
Um þetta leyti höfðu fyrstu
fslensku kvennaskólarnir litið
dagsins Ijós. Hinn fyrsti var
stofnaður f Reykjavík 1. okt. 1874
að mestu fyrir framtak Þóru Mel-
steð sem ásamt Páli eiglnmanni
sfnum vann fórnfúst starf f þágu
menntunar kvenna. Annar
kvennaskótinn var stofnaður á
Laugalandi f Eyjafirði 1875 og
var skólastýra þar Valgerður Þor-
steinsdóttir, systir Ifólmfrfðar á
Bægisá (Maður hennar (og upp-
eldisbróðir) var Gunnar Gunnars-
son, bróðir Tryggva Gunnars-
sonar bankastjóra). Til Lauga-
lands fór Brfet 1880 og settist f 2.
bekk. Um vorið ’81 útskrifaðist