Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 8
Ekki fœkka feroir í Fljðtsdalinn enn það sér ö að þar búa þrifnaðarmenn Hulda Valtýsdöttir segir frö heimsökn til hjónanna í Geita- geröi í Fljötsdal, Þuríðar Skeggja- dðttur og Guttorms Þormars Hjónin ( Geitagerði. Þurfður Skeggjadóttir og Guttormur Þormar. „Ekki fækka f erðir f Fljötsdalinn enn það sér á að þar búa þrifnaðarmenn..." Fyrirsögnin er úr Grýlukvæð- inu góða eftir Stefán Ölafsson, sem uppi var á fyrri hluta 17. aldar. Þá hefur sjálfsagt þótt bú- sældarlegt í Fljótsdalnum og svo er vissulega enn að sjá, þegar ekið er þar um. Það er slðsumarskvöld. Við ök- um í suður frá Hallormsstað — sól er enn á lofti — kyrrt og hlýtt — gróðurangan. Úr skógivöxnum slakkanum ofanvert við veginn kemur — ekki ein önd með stálp- aða unga sina eins og stundum sést á götum Reykjavlkur, heldur heilt samfélag anda, sem verða þó ekki naf ngreindar sakir ókunnug- leika. Við stöðvum bilinn á meðan hópurinn sem sjálfsagt fyllir hundraðið, kjagar yfir veginn og tekur strikið út á Löginn. Eftir- minnileg sjón fyrór borgarbúa og táknræn fyrir velsæld héraðsins. Við brúna yfir Jökulsá I Fljóts- dal sér heim að Valþjófsstað, en þaðan er kominn einn mesti dýr- gripur á Þjóðminjasafni okkar, kirkjuhurðin fræga frá þvf um 1200. Bæjarstæðið er fagurt og afar sérkennilegar berglaga- myndanir I fjallinu fyrir of an. Afram er ekið með Leginum vestanverðum, framhjá myndar- lcgum býlum, þar sem stæðilegur trjágróður við húsin setur hlýleg- an blæ á umhverfið. Vegurinn liggur ofan við hið forna stórbýli Skriðuklaustur þar sem nú er rek- ið tilraunabú fyrir sauðfjárrækt og jarðrækt á vegum rikisins. Við ökum þar hjá garði og látum ekki staðar numið fyrr en I Geitagerði, þar sem búa hreppstjórinn i Fljótsdalshreppi, Guttormur Þormar og kona hans Þurlður Skeggjadóttir. Guttormur er enginn nýgræðl- ingur I Fljótsdalnum. Hann á þar djúpar rætur þvl forfeður hans hafa búið þar frá þvf um 1800, að séra Vigfús Ormsson, fyrrum prestur á Valþjófsstað, settist þar að. Afkomendur hans og bændur I Geitagerði hafa borið nafnið Vig- fús og Guttormur til skiptis fram á þennan dag. Ur stof uglugganum I Geitagerði blasa við skógivaxnar hliðarnar umhverfis Hallormsstað handan við Löginn. Fólkið I Geitagerði hefur verið við heyskap um dag- inn og heyið er komið I snyrtilega ferhyrnda bagga á ttíninu. Nú er bara eftir að koma þeim I htís. Tiðin hefur verið með afbrigðum góð... „... eins og oftast hjá okkur", segir Guttormur. „Sé nokkurs staðar meginlandsloftslag á is- landi, þá er það sennilega hér, og einn veðursælasti staður á land- inu er vafalaust umhverfis Hall- ormsstað. Þar liggur landið svo vel við norðanáttinni". Engir bátar eða annar skipa- kostur sést á þessu lygna og breiða vatni, sem Lögurinn er og við sptirjum Guttorm hvort aldrei hafi verið bátaútgerð á Lagar- fljóti. „Upphaf bátatitgerðar á Lagar- fljóti var að nokkrir bændur á Héraði stofnuðu hlutafélag og keyptu bát sem hét Lagarfljóts- ormurinn. Þetta var allstór bátur og var hér I förum um árabil, þar til hann strandaði I stórgrýti hér fyrir neðan bæinn og brotnaði þar niður. Mannbjörg varð. Þetta var um 1920. Skömmu slðar leystist félagið upp. Nokkrir smábátar höfðu þá verið hér í einkaeign áður. Næst var það að Kaupf élag Hér- aðsbúa var hér með tvo báta ann- an til vöru en hinn til fólksflutn- inga f ram til 1934, en þá var kom- ið akvegasamband beggja vegna Fljóts. Slðan er ekki hægt að segja að nokkur farkostur hafi verið hér á Fljótinu. Þó að vega- samband sé nú auðvitað orðið sæmilegt, þá gæti það oft komið sér vél að haf a hraðbát I f erðum á milli". „Vel á minnst, ert þú ekki viss um það eins og aðrir hér I sveit- inni að hinn eini sanni Lagar- fljótsormur lifi hér enn góðu lffi I vatninu?". „Annað væri blátt áfrani óþjóðlegt, það er t.d. ekki langt slðan tveir menn frá Hreiðars- stöðum sáu eitthvað undarlegt fyrirbæri I vatnsskorpunni en sllkt er ekki einsdæmi. Fljótið er vlða mjög djúpt, allt að 112 metrar og mun reyndar vera lægsti punktur á Islandi eða 90 m undir sjávarmáli. A vetrum myndast oft þykkur ís á Fljótinu og notfærðu menn sér það oft fyrr á árum til ferðalaga og flutninga. Þó hafa ævinlega verið varasamar Trjástofnarnir eru orSnir gildari en meðalmaBur. Hér eru hjónin f Geitagerði asamt barnabarni og Trjáreiturinn f túninu I Geitagerði undirstrikar, a8 skilyrði til skógræktar á Fljótsdal eru betri en gestif lundinumgóoa. vfSast hvará íslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.