Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 2
>''¦':í ¦¦;',-.-,> ¦¦ ¦ Líf mitt, ástir og stríð Ur endurminn- ingumc Moshe Dayan ii Hinn 1. september 1956 barst okkur til eyrna, að Frakkar vildu taka höndum saman við okkur gegn Egyptum. Ég var yf irmaður herforingjaráðsins, er þetta var. Hermálafulltrúinn okkar f París sagði mér undan og ofan af áformum Breta og Frakka. Þeir hugðust hertaka Súezskurð, af- létta þjóðnýtingunni og festa sér skurðinn aftur en steypa Nasser af stóli, ef kostur værí. Buðu Frakkar okkur nú að taka þátt f þessum ráðagerðum. Að beiðni Ben-Gurions svaraði ég þvf, að við værum fúsir til samstarfsins. Fór ég svo tíl París- ar f áliðnum september ásamt Goldu Meir, utanrfkisráðherra og Peresi ráðuneytisstjóra f land- varnaráðuneytinu. Sunnudaginn 30. september hittum við franska utanrfkisráðherrann, Pineau, og Bourges-Malloury, landvarnaráð- herra. Pineau sagði þegar, að ekki væri um annað að ræða en stefna I maf 1967. fáum dögum fyrir sex daga striSiS. Spennan magnast og egypzkar hersveitir eru á Iei8 inn í Sinai. Sá orðrómur lá I loftinu. aS Dayan mundi senn taka vi8 embœtti varnarmálaráSherra. Hér er Dayan, skömmu áSur en hann tók við embœtti a8 athuga búnaS hersins. HERINNVAK ALBUINN 1 DÖGUN Undir lok sex daga strlSsins. Hér er Dayan á gangi meS Yael dótt- —-^^ ur sinni, sem veriS flU hafði f Grikklandi, en *^*;i*' sneri heim þegar strlS- Dayan ðsamt Goldu Meir. i8 brauzt út og gekk I varaliSiS. her gegn Nasser, fyrst hann hefði þjóðnýtt Súezskurð. Hann sagði einnig, að Anthony Eden, for- sætisráðherra Breta væri með- mæltur þvf að beita Egypta her- valdi og hefðu herfróðir menn f báðum löndum, Bretlandi og Frakklandi, unnið undanfarið að sameiginlegri hernaðaráætlun. Pineau bætti þvf þð við, að Eden ætti í vök að verjast f flokki sfn- um og væri ekki loku fyrir það skotið, að Bretar mættu ekki til leiks. Kæmi þá tíl greina, að Isra- elsher réðist einn gegn Egyptum, en Frakkar styddu hann með vopnum, ellegar færu í slóð hans, nema hvort tveggja yrði. Bretar töldu okkur fyrir neðen virðingu sína. Við gerðum svo grein fyrir okk- ar máli; kváðumst við ekki frem- ur en hinir sjá að komist yrði hjá strfði. Við vöktum aftur á móti athygli Frakkanna á þvf, að Bret- ar og Jórdanfumenn hefðu með sér samning. Hvað hygðust Bretar gera, ef Jórdanir réðust á okkur? Hvað hygðust Bandarfkjamenn fyrir? Eða Sovétmenn? Frakkar sögðu, að þvf styttra, sem strfðið yrði, þeim mun ölfklegra væri, að Sovétmenn sendu lið á vettvang. Bandarfkjamenn vildu hins vegar ekkert strfð; töldu Frakkarnir, að þeir mundu sitja hjá, þegar til kæmi. Loks kváðust Frakkarnir telja, að Bretar snerust aldrei gegn okkur, nema þvf aðeins, að við réðumst á Jórdani. En það væri svo f samningum með Bret- um og Egyptum, að Bretar mættu hertaka Súezskurð, ef kæmi til strfðs á þessum slóðum. Fengju þeir tilefni til þess, ef okkur og Egyptum lenti saman. Pineau vænti loka svars Breta um miðjan október og kvað hann Frakka ekki mundu leggja sfð- ustu hönd á hernaðaráætlun sfna fyrr en þá. Hann vildi hins vegar fá að vita strax, hvort við værum reiðubúnir að hef ja strfðið upp á eigin spýtur, áður en Bretar og Frakkar kæmu til skjalanna. Kvað hann Ifklegra, að Bretar slægust f hópinn, ef við sam- þykktum þetta. Ekki leizt mér sérlega vel á þetta. Bretar fengust ekki til að svara ákveðnu og kom það bæði niður á okkur og Frökk- um. En auk þess vissum við að Bretar töldu okkur fyrir neðan virðingu sfna og iangaði þá sfzt að berjast með okkur við Araba. Aft- ur á mðti mundu þeir glaðir hag- nýta sér deilur okkar og Araba. Þætti Bretum bezt, aö viö réð- umst á Egypta. Bretar kæmu þá Egyptum til hjálpar, rækju okkur burt en byggjust aftur um við Súezskurð, og tækju við stjðrn- inni þar. Bretar vildu láta okkur vinna skftverkin og bera sökina — þeir vildu ekki einu sinni semja um það við okkur sjálfir, en Iétu Frakka bera boðin. Daginn eftir fundinn með Pine- au, lét ég yfirmann franska her- foringjaráðsins vita það, að við treyctum okkur til að sigra Egypta, enda ^ótt þar væri við ofurefli að strfða. Og við gætum ekki einungis gert það án aðstoð- ar Breta — við þyrftum ekki heldur á hjálp Frakka að halda. Eg sagði, að við mundum hertaka Sfnafskaga og reka Egypta þaðan. Næðum við þá Sharm el-Sheikh og gætum aflétt siglingabanninu, sem Egyptar höfðu sett á okkur svo að skip okkar komust ekki til Eilat, hafnarborgar okkar við Aqabaflóa. Um kvöldið héldum við heim og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.