Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 10
Útsöluœöiö Undanfarnar vikur hefur útsöluvertiðin staðið sem hæst og hver verzlunin á fætur annarri auglýst glæsilegan varning á niður- settu verði, svo að munar allt að helming. Fólk þyrpist svo á útsölurnar i þeirri von að þarna megi gera reyfarakaup einkum í fatnaði, og helzt fyrir árið. Það er ævintýri likast að fara á útsölur, einkum og sér í lagi hjá verzlununum sem þekktar eru að því að hafa á boðstólum svokallaðan tízkuvarning. Þar má þakka fyrir að vera ekki troðin undir og flóamarkaðsmenningin er þar í algleymi. Hver ryðst um annan þveran og gripið er það sem hendi er næst og síðan veifað tryllings- lega til næsta afgreiðslumanns og hann hraðar sér á vettvang og lætur kúnann snarlega reiða fram féð og er eins gott að handtök séu snör áður en viðkomandi kúnni hefur komið til sjálfs sín aftur og áttað sig á því, að þessi flík sem af hendingu var gripin, er kannski ekki akkúrat það sem þörf var að fá. Ég spurði nokkra viðskiptavini sem sóttu slíkar útsölur í tfzkuverzlunum hvernig kaup þeir hefðu nú gert. Einn hafði keypt sjö pör af gallabuxum á sig og greitt fyrir fjögur þúsund krónur stykkið. Hann staðhæfði að þetta væri stórkostleg kaup, þar sem galla- buxur af þessu tagi hefðu fyrir jólin verið á allt að átta þúsund krónum. Taldi þessi að nú færi i hönd undursamleg tíð þar sem nóg væri af gallabuxum og ekki þyrfti að hafa samvizku af því að hafa keypt rándýrar fltkur heldur hefði þetta fengizt á kjaraprís. Að sjálfsögðu má spyrja hvort viðkomandi unglingur hafi virkilega haft þörf fyrir sjö pör af gallabuxum og hvort ekki hefði verið skynsamlegra að kaupa sér helming eða svo af magninu. En ekki siður má spyrja hvernig á þv! stendur að verzlun getur selt gallabux- ur á fjögur þúsund krónur nú sem kostuðu átta þúsund krónur fyrir rúmum mánuði eða svo. Enda þótt gamalt fatadót sem lengi hefur legið á lagerunum sé sett fram við útsölurnar, flíkur sem væntanlega hafa af- skrifað sig sakir aldurs — létti kaupmönnum að lækka verð á alvöru varningi, er þarna þó um meiri mun að ræða en eðlilegt og skiljan- legt getur talizt. Annan hitti ég sem hafði keypt sér peysur og nærfatnað fyrir hagstæða upphæð að hans dómi. Hann hafði að vísu ekki aðgætt að peysan var tveimur númerum of lítil og nærbuxurnar voru orðnar gular af elli. Það hafði ekki sézt vegna þess þær voru í plast- poka og auk þess hafði handagangurinn verið svo mikill að honum hafði nú ekki almennilega unnizt tími til að skoða þetta rækilega. En alténd þurfti þessi að skipta peysunni, sem hafði verið fjarskalega ódýr að hans dómi og ekki kostað nema á þriðja þúsund og það þótti ekki mikið nú til dags. En sami kom heldur lúpulegur frá afgreiðsluborðinu aftur — eftir að hafa beðið langa stund því að annríkið í þessari verzlun var svo mikið — peysan hafði verið á útsölu og þvf var ekki hægt að fá henni skipt. Þarna höfðu nú tvö þúsund farið fyrir litiÖ. Ég er hrædd um að enda þótt sumir telji sig gera réttlætanleg kaup á stöku útsölu gerist einmitt það hjá fleirum en þessum umrædda unglingi; að peningarnir fari fyrir lítið og útsöluvarn- ingurinn reynist þegar að er gáð og víman er runnin af ekki eins stórkostlegur varningur og eftir var vonazt. Jóhanna Kristjónsdóttir. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ,» tv'ot*- (i^ i^ ^°v f tfUMOi HAFM <& (.;/-_ r)AU-_ ,,v'í x*K9< ttfif. MNtt' m _;, f*' a R. \ ? U ¦¥ T i L m A H ¦CfLVti L 'o R A N fiíT s 'A L A 5 7 A u L w^. PiMA O 5 ,.,. .i i> FFLlR N U N N A fÆÍ>\ S i T T rcv-A.M1 J>-/U<i* £íff? O v u m Rflu-Dfl N «*' A rjLrt t T N A T F Æ R ) 'i /vj A R tlUVAttl < T A L 1 N A 0 S L 'o li>» á. T O r A M K A F T fífHf L A í v # ÁT 'o L 'o dtn ruí.t- ^X b ? J' n A A | A KA?n Æ T l £> ittnmt 6,t%x L £ 1 F A R lnrit fiH L \M L X 'o N RHHLP K A Ck A K -, A F A T T D e L T A Kfefrt- fiiMt, 'A R L A A f> A Kl á% 1 H ','*yf> V, .(,n A M M A Blllfl" U N D R fi <. T B3E <> Æ < e N J> l U C, U KL-flKi TAfUli K A 'A fkhci f= 'A A R IHfc 0 K U R ^ '/ R A rc S K A R M i N N ifc M A 5 í A K N ^¦^* ^^^?^ (^ f>e>- F/IM-tf/\RK tffi* uT-| ^a T^LLM BrV^ ffsyc-UR ií> \t<iem i£WC.t>-RC-E/M/NÍ • HÆTTa LEtU. UC\S fívVlvM 1 H ff»,V H/Wlfc M pfSílR FuatAE f/ev 6M0IN4 ^ L'lT IS> •ztWtoi fp* ávexe MAfVflí-KAFH enoinc AFKi--íf>l*T díR. U HfíUA Pv'Pli) TAIP-Leafí ÆPf? —^ -^ » i I KbRN flTK-fliJUR Vo'kvi i^ Æ£>R ¥ IfllUH-l$Tfí Mlfwm /TR XtZCiFQ Fiif3-£F/^I ri* 'oiftyi-hTttW STc>í>a iTetm MrFN Fl-'ol FUCL A-DR J)Í?dP1 FWRí>fl hát- 1 íó'MÉLtfl Reiei-HUÓÐ ÍKV' SKÁí-h ^ 1 L.1--^ofNWl ÍKwci fJR^Ki íTrtFie, FliKAR (It-T-tiFí/R MC©« Km- Eí-D-4T«ei 'oHRetU /N «> 1 3uít t-fl /ANTfl ÍXJ/Mfi. Fmetii. KCMTlfW -^ 'RÓTR tffi B/EKL- TURT-IN + 8ARPA&I : . j@/í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.