Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Qupperneq 7
Það þykir ekki lengur i
frásögur færandi þött landinn
bregði sér til sðlarlanda, Costa
Brava, Costa del Sol, Mallorca
að sumrinu, Gran Canaria eða
Tenerife að vetranum og fáir
eru partfhæfir nema þeir geti
taiað af mikiili þekkingu um
einhvern þessara staða og flest-
ir eiga einhvern uppáhaldsstað
og eitt hvert uppáhaldsferða-
félag og finna öllu öðru allt til
foráttu.
Þeir eru aftur á möti færri
sem hafa stigið skrefið á
sjömflnaskóm og skilið bú og
börn eftir heima f heilan vetur,
að sjálfsögðu við mikla
hneykslun þorra manna, en
þetta erum við hjónin ákveðin f
að gera nú. Ég hefi verk að
vinna sem krefst næðis sem ég
hefi ekki fundið heima á fróni
og þegar mér bauðst þægilegt
húsnæði á eyju Chopins,
Mallorca, fyrir viðráðanlegt
gjald, héit fjölskyldan fund og
var málið rætt af mikilii
einurð, fram og aftur. Börnin
okkar, 16 ára snót og 18 ára
piltur, ákváðu að gefa
foreldrunum þetta tækifæri og
sjá um heimilið og stunda sinn
skóla eftir bestu getu og þar
sem traustið hefir ávallt verið
gagnkvæmt innan fjölskyld-
unnar, var ákveðið með ölium
greiddum atkvæðum að tæki-
færið skyldi gripið og
ævintýrið gert að veruleika.
Með góðri aðstoð vina og
veiunnara var öllum aðkallandi
fjármálum komið á hreint og
brottför ákveðin 10. október
með Arnarflugi, á vegum ferða-
skrifstofunnar Sunnu.
Þetta flug var sfðasta flug til
Mallorca, tómflug til þess að
sækja sfðustu farþega Sunnu
til Palma. Vegna anna komst ég
engan veginn með þessu flugi
og var ákveðið að fara um
Kanarfeyjar hinn 27. nóvem-
ber. En þá var eftir að komast
til Mallorca sem er dágóður
spotti, og þar sem helmingur
f jölskyldunnar hefir aldrei
áhyggjur af morgundeginum
var hikiaust pakkað niður og
mætt til Kanariflugs, laugar-
daginn 27. 11. með tvær fata-
töskur, slangur af myndavél-
um, eina ritvél og gnægð af
pappfr. Flugið var eins og búast
mátti við með Arngrfm f
vinstra sæti, Gunnar i þvf
hægra, tvo flugvéiastjóra og
önund að kfkja á sólarhæðina
annað slagið. Þægileg rödd
Arngrfms verkar vel á
farþegana og hann sér um að
þeir viti nákvæmlega hvað er
um að vera, hvar þeir eru
staddir og hvers sé að vænta.
Fimm klukkustunda flug er
þreytandi og margir halla sér,
aðrir eru vel vakandi, hafa
fengið sér eldsneyti f frfhöfn-
inni og eru kátir og hláturmild-
ir alla leiðina og einn og einn
innbyrðir einum um of og þarf
á stuðningi að halda við ferða-
lok.
Hitabreytingin er ofboðsleg.
Frá frostinu sem var f Keflavfk
og f 27 gráðurnar sem eru hér f
skugganum er mikill munur og
það verkar eins og högg á mann
að koma út úr vélinni. Fólkið,
sem var kuldaklætt við brott-
för, stynur og dæsir undan
hitanum en sem betur fer eru
fararstjórar Sunnu snöggir að
koma fólkinu f bflana og inn á
hótel og fbúðir. Best er að fara
varlega f sólina til að byrja nieð
og betra að fá sér gönguferð um
nágrennið. Það er segin saga að
eftir hverja flugvélakomu
spfgspora bleiknefir f tugatali
um Kasbah og Cita og láta haf a
af sér fé vegna þess að þeim er
ekki ljós verzlunarmáti Ara-
banna og kunna ekki að prútta.
Þeir sem hafa verið hér áður
láta að sjálfsögðu ekki plata
sig, kunna á kerfið og miðla
hinum þekkingarsnauðu af
reynslu sinni.
Við eyðum einni viku á
ensku ströndinni, látum
kuldann fjara úr kroppnum,
hlustum á fslenzkan f jöldasöng
á kvöldin og finnum hangi-
kjötslyktina breiðast um hótel-
ið; annaðhvert kvöld. Flug IB
004 frá Las Palmas til Madrid
var ekki nema 45 mfnútum á
eftir áætlun. Farið f loftið f
steikjandi hita og heiðrfkju en
eftir stutta stund var flogið inn
yfir kakkþykkann skýjaflóka
sem virtist ná yf ir mestan hluta
Spánar. Sáum þó strönd Afrfku
um stund. Einhver hafði sagt
okkur að tveggja tfma munur
væri á klukkunni f Madrid og á
Kanarfeyjum og flýtti ég minni
klukku, þegar grfðarstór
klukka f flughöfninni staðfesti
þetta. Klukkan sú reyndist
biluð og þessi vitleysa átti eftir
að hafa talsverð áhrif á dvöl
okkar f Madrid. Þar sem við
vorum ekki með neytt tollskylt
f farangrinum ætluðum við rak-
leiðis um græna hliðið, en það
gekk nú ekki. Kanarfeyjar eru
frfhöfn og Spánverjar sem
koma þaðan, eiga það til að
kaupa sér myndáVélar, útvarps-
tæki og annað sem er hátolla-
vara á meginlandinu. Eld-
gömul og skorpin kona, með
óteljandi smápinkla varð fyrir
talsverðum töfum en mikii ös
var við tollskoðunarbþrðið.
Einn tollvörður stóð við út-
göngudyrnar og sneri
miskunnarlaust öilum við sem
ekki voru búnir að fá D krltað á
hverja tösku og hvern pakka.
Til þess að fá þetta eftirsótta D
varð að fara að borði, ekki stóru
en fyrir innan það stóð einn
maður sem leitaði og merkti
með krft hverja tösku sem f
lagi reyndist.
Eins og gefur að skilja var
óhemju ös við borðið, þvf hver
einasti farþegi úr Las Palmas-
vélinni varð að fara þangað,
ásamt fjölda manns úr öðrum
vélum. Sú gamla potaði sér að
borðinu með fyrstu ferðina af
pökkunum, sumt hnýtt með
snærum, sem langan tfma tók
að leysa og hnýta á ný og lengi
vel varð einn og einn böggull-
inn útundan þegar krftað var.
Sú gamla var miskunnarlaust
rekin til baka ef D-ið vantaði á
einhvern pakkann, en með til-
litsemi og spanskri rósemi
hafðist þetta að lokum og sam-
farþegar þeirrar gömlu hand-
lönguðu alla pinklasúpuna á
eftir henni. Einn mann skorti
þó sýnilega þolinmæði, eða
fannst sér misboðið með þvf að
þurfa að fá krftarmerkið á
leðurtöskuna sfna. Ct komst
hann ekki án þess, þrátt fyrir
óskaplegan orðaflaum og á
endanum gerði hann bókstaf-
lega árás á biðröðina, hrinti
mönnum til hliðar og henti
bókstaflega tösku sinni f toll-
vörðinn. Hann fékk krftar-
merkið og nokkur vel valin orð
á fslenzku og fleiri málum.
Þegar loks kom að okkur
vandaðist málið. Hvað var
maður að gera við gamla ritvél,
útvarp með brotið eitt hornið,
nokkrar gamlar myndavélar af
öllum stærðum, sem betur fer
er tollmerki á kvikmyndavél-
inni, bunka af pappfr og vetrar-
klæðnað? Eg skildi að maður-
inn vildi fá að vita hvert ég
væri að fara og hve lengi við
yrðum. Ég reyndi: Habla Usted
Inglés? Nei ekki orð f ensku.
Þá varð ég að reyna betur:
Madrid un dia, Bilbao y
Santander dos dias, Barcelona
un dia y Mallorca cinco mesas“.
Maðururinn varð hæstánægður
með þetta og ég ennþá
ánægðari yfir að geta sett þetta
saman. Krftarmerkin komu á
töskurnar og passað að enginn
yrði útundan, jafnvel bjútfbox-
ið f ékk D.
Mikil voru viðbrigðin að
koma úr 35 stiga hita á Kanarf
og f 8 stig f Madrid. Ilótelið stóð
rétt við breiðgötuna La
Princesa sem nú skartaði jðla-
skreytingum f hverjum búðar-
glugga. Mannfjöldinn á göt-
unni var slfkur að ég hefi ekki
áður séð þvflfkt, ekki einu
sinni þegar Oxford Street f
London er sem verst. Við
þrengdum okkur f áttina að
Plaza de Espana og ef að veðrið
skreytingar I sói og bltðu t Barcelona.
Neðst: Á Plaza Espana t Madrid.
hefði verið betra, hefði verið
indælt að setjast niður og horfa
f kringum sig. Flóðlýstar stór-
byggingar umkringja torgið og
upplýstir gosbrunnar og
minnismerki blöstu við. Það er
að segja, þegar við sáum eitt-
*
hvað fyrir mannhafinu. Þarna
fór að bera á tfmaskekkjunni
hjá okkur, en okkur fannst
furðulegt hve seint dimmdi og
værum við þó talsvert norðar
en á Kanarfeyjum og þar snar-
Framhald á bls. 15