Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Side 9
Tízkan
1977
Enn er Parísartízkan á ferðinni og sýnir myhdin, hvað
tfzkan er fjölbreytileg. Halda mætti að þessi klæðnaður
væri hannaður með fslenzkt veðurfar f huga, en engum
hefur vfst komið það til hugar. Á sama hátt mætti fmynda
sér að efnið væri Álafossdúkur, þó ekki sé það raunin.
Tilvonandi nytjaskógur l GeitagerSi,
— hluti af Fljótsdalsóætlun. Til
hægri: Guttormur Þormar viS bæjar-
dyr ðsamt yngstu kynslóSinni.
vakir á vissum stöðum og stafa
þær af gasuppstreymi I vissum
tilvikum. Þetta má heita ókannað
en ætti þó að vera athyglisvert.
Lltilsháttar silungsveiði hefur
verið í Fljótinu en nú er hafin
ræktun á l«xi og laxastigi kominn
við Lagarfossinn.
„Þar sem þú ert hreppstjóri
hér, Guttormur, viltu þá ekki
segja okkur eitthvað um sveit-
ina?“
„1 Fljótsdalshreppi búa nú um
190 manns á 35 býlum. Þetta eru
allt góðar jarðir og fólk unir hag
sfnum vel. Aðeins ein jörð farið I
eyði. Hér er lítil mjólkurfram-
leiðsla en aðallega sauðfjárbú-
skapur, enda búum við við ein
beztu beitarlönd á landinu. Þvl
fylgja auðvitað miklar og erfiðar
göngur þar sem notast verður við
hesta. Við höfum reiknað út að
göngurnar séu 360 dagsverk á af-
réttum en þar fyrir utan kemur
svo heimasmölun".
Við tókum eftir þvl að skammt
frá brúnni yfir Jökulsá I Fljótsdal
er mikið ræktað land og spurjum
Guttorm hvaða framkvæmdir séu
þar.
„Það var árið 1963 að Búnaðar-
félagið tók á leigu 40 ha lands
þarna á Valþjófsstaðanesi og var
landið ætlað til kornræktar. 13
bændur tóku þátt I þessari tilraun
og allt gekk vel I þrjú ár, en þá
lagðist þessi ræktun niður. Slðan
hefur þetta land verið tekið til
túnræktar og leigt bændum sem
hafa minnst ræktunarskilyrði og
það hefur komið sér vel fyrir þá“.
Og Guttormur heldur áfram:
„Af framkvæmdum hér er
Bessastaðaárvirkjun auðvitað efst
á baugi núna, en þar er öll vinna
enn á rannsóknarstigi. Búið er þó
að leggja veg upp fjallið skammt
frá Valþjófsstað og einnig hafa
verið byggð hús fyrir vinnu-
flokka, en ekki hefur enn verið
tekin ákvörðun um jarðgöngin.
Þarna getur orðið um 600 metra
fall og mun óvíða I heiminum
hægt að virkja við slíkar aðstæð-
ur. Hér eru líka fleiri vatnsföll
sem kemur til greina að virkja svo
sem Jökulsá I Fljótsdal og Keldá.
Alls munu það vera um 240 mega-
vött sem hægt er að virkja I ám
sem falla I Löginn.
Það hefur verið mln skoðun að
héðan eigi orkan að koma miðað
við framangreindar aðstæður,
einnig þegar tekið er tillit til þess
að þetta er utan jarðskjálftasvæð-
is.
Hins vegar erum við ekki hrifn-
ir af þvl þegar rætt er um það að
veita Jökulsá á Dal hingað austur
I sambandi við nefnda virkjun.
Þá hafa farið fram mælingar og
kannanir á línustæði frá Kröflu
hingað austur yfir hálendið sem
er liður I hringtengingu lands-
ins“.
Eitt er það sem gerir þennan
landshluta frábrugðinn öðrum, en
það eru hreindýrin sem ganga hér
I flokkum um heiðarnar inn af
Fljótsdal og prýða landið. Af bók-
um má sjá að það var Hans Vium
(ca: 1715—1788), sýslumaður á
Skriðuklaustri sem átti frum-
kvæðið að því að danska stjórnin
lét flytja hreindýr til Islands. Þau
hafa dafnað hér vel slðan og geta
þvl varla lengur talizt útlendir
gestir.
Við víkjum talinu að þessu og
Guttormur segir:
„Hreindýrin eru ekki á vegum
bænda hér þótt þau séu á þessum
afrétti. Það er menntamálaráðu-
neytið sem sér um þau mál er
hreindýrin varða, en Egill Gunn-
arsson á Egilsstöðum hefur um-
sjón með þeim hér. Þau eru talin
ár hvert og síðan leyfð veiði undir
eftirliti trúnaðarmanns en ákveð-
inn fjöldi dýra ætlaður til hvers
sveitarfélags. Þá hafa einnig ver-
ið sett ákvæði um að leyfilegt sé
að skjóta hreindýr, geri þau usla
eða valdi skemmdum á trjám eða
gróðri innan girðinga".
Og enn er það eitt sem skipar
þessari sveit I sérstöðu meðal
sveita á Islandi en það er Fljóts-
dalsáætlunin svokallaða, þar sem
I fyrsta sinn er verið að gera
tilraun meðal bænda um skóg-
græðslu, og væntanlegan nytja-
skóg, ásamt búskap.
„Hvað er um þessa áætlun að
segja, Guttormur?"
„Fljótsdalsáætlunin er þannig
til komin að fyrst var brotið upp á
þessu máli á aðalfundi Skógrækt-
arfélags Islands árið 1965. Siðan
sömdu þeir Einar G.E. Sæmunds-
sen Sigurður Blöndal og Baldur
Þorsteinsson áætlunina en fjár-
veiting fékkst 1969.
í áætluninni um skóggræðslu
með búskap er ákveðið að bændur
leggi til land til skógræktar en
Skógrækt ríkisins leggi til girð-
ingar og plöntur. Siðar, þegar
þessi skógrækt fer að skila arði, á
ríkið að fá 10% af hagnaði. Það
eru þó ekki þeir sem sitja jarðirn-
ar I dag sem munu njóta uppsker-
unnar. Grisjun byrjar ekki fyrr
en eftir 20 ár, svo þetta verður
verkefni fyrir næstu kynslóð.
Nú eru það sex bæir hér I
Fljótsdalshreppi sem taka þátt I
þessari tilraun, nefnilega Víði-
vellir I og II, Brekka, Hjarðarból,
Geitagerði og Brekkugerðishús.
Girðingarnar eru þrjár og eru
staðsettar á landamerkjum jarða
svo samvinna geti orðið milli ná-
granna. Þarna er sem sagt verið
að reyna hvort unnt sé að sameina
þessar tvær greinar, kvikfjárrækt
og skógrækt til hagsbóta fyrir
bóndann.
Alls hafa nú verið teknir um
100 ha lands samtals frá fyrr-
greindum bæjum en I áætluninni
er miðað að I Fljótsdals hreppi
verði á næstu 25 árum teknir sam-
tals 1500 ha lands til skógræktar
og að 20 ábúendur gerist aðilar að
henni.
Það má segja að hægt sé farið af
stað, en okkur finnst betra að fara
með gát, svo ekki verði of mikil
mistök sem erfiðara yrði þá að
leiðrétta".
Slðan starfið við þessa skóg-
ræktartilraun meðal bænda hófst
hér, hafa verið gróðursettar I
þessar girðingar allt að 300 þús-
und plöntur eða 293 þusundir
aðallega síberiskt lerki en nokkuð
einnig af stafafuru þótt skammt
sé að veg komið, lofar árangurinn
góðu“.
Við íbúðarhúsið I Geitagerði
eru óvenju stór og fögur tré og
sömuleiðis myndarlegur trjáreit-
ur I túninu.
Á leiðinni um Fljótsdalinn höf-
um við llka tekið eftir þvl að við
fleiri bæi en maður á að venjast
hérlendis eru hávexin tré og Gutt-
ormur segir:
„Já, hér eru vlða gamlir garðar
við bæina og er þessi áhugi fyrir
trjárækt vafalaust til kominn fyr-
ir áhrif frá Hallormsstað. Sumir
eru frá því um 1910—20. Arið
1905 voru fyrstu barrtrén sett nið-
ur á Hallormsstað. Þau komu sjó-
leiðina til Seyðisfjarðar og voru
flutt upp á Hérað á hestum. Þetta
voru blágreni og þynur og var það
danskur maður, Flensborg að
nafni, sem stóð fyrir þessum
flutningum enda var hann mikil!
hvatamaður um skógrækt hér-
lendis, Þessi tré, sem gróðursett
voru 1905 eru þau hæstu núna á
Hallormsstað, allt að 15 metrar á
hæð en þau eru þó ekki nema 5
talsins. Eitt tré af þessari send-
ingu er hér I garðinum I Geita-
gerði og álíka hátt. Við erum hér
líka með ágæta tegund af brodd-
furu, sem hingað er kominn úr
3000 metra hæð yfir sjávarmáli I
Colorado i Bandarlkjunum. Hún
hefur oft borið fræ og við höfum
safnað þvl og látið skógræktina á
Hallormsstað fá það til uppeldis
og munu nú plöntur af því fræi
vera komnar vltt um landið. Ég
held að við hér séum með einar
60—70 plöntur sem komnar eru
upp af fræi hennar og hafa þrosk-
ast vel. Þetta er vænlegt tré til
ræktunar og getur náð hæstum
aldri trjáa- eða 4000 árum“.
Það er vissulega freistandi að fá
að heyra meira um lífið I þessarri
gróðursælu sveit, en nú er fram-
orðið. Við þökkum þeim hjónum,
Guttormi og Þuríði fyrir góðar
viðtökur og ökum út I hlýtt sið-
sumarsrökkrið.