Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 2
A PRESTSETRINU - Sr. Bolli Gústafsson Heyrst hefur úr erilsbyggöum, að athafnamönnum með þandar taugar hafi gjarnan verið ráðlegt, að leggja leiðir sínar í kirkju- garða. Þar geti þeir reikað milli krossa og legsteina og minnst þess, að þarna verði þeim að lok- um búinn staðar, hvort sem þeir hafi lokið öllum verkefnum, er hlaðast upp á vinnuborðum þeirra, eður ei. Við lestur graf- skrifta rennur upp fyrir þeim, að enda þótt þeir hverfi af sjónar- sviðinu, þá verður mikilvægum verkefnum þeirra sinnt áfram og vart mun þjóðfélagið skekkjast á grunninum við fráfall þeirra. Þess vegna er þeim óhætt að hægja ögn á sér svo að á taugun- um slakni og vænlegt er það til langlífis. Kirkjugarðar eru kyrr- látir staðir, vel fallnir ihugana. Það er eins og andblær. eilífðar- innar leiki um stráin; jafnmjúkt í grasi þess lága leiðis, sem er gleymsku hulið, og þess háa, er veglegur steinninn prýðir til minningar, sem ekki má mistri hyljast að áliti manna. En verður leikur um stein, sem molnar, og krosstré, sem fúnar, afrekasög- urnar gleymast og hetjusöngvarn- ir fyrnast og hljóðna. Og lífið heldur áfram á þessari jörð. Hollt er hverri kynslóð, þótt framsækin sé, að horfa til baka, til sögu eldri kynslóða, sem undir grónum sverði hvíla, því af henni má ýms- an lærdóm draga, er að góðu gagni kemur og til farsældar horf- ir. Þessar hugsanir sækja að mér á leið súður hlaðið að sáluhliðinu, sem ég opna og geng um inn í kirkjugarðinn i Laufási. Engir eiga oftar erindi i þennan reit en prestar, og þá er oft, sem sú hugs- un hvarflar að hinum hempu- klædda manni á grafarbarmi, að þannig verði hún þróin, sem hans bíður í framtíð; þannig mun moldarlúkan bylja á kistulokinu hans. Séra Björn Halldórsson rit- aði Þorláki vini sinum á Stóru- tjörnum á þessa leið: ,,Og það, sem mennirnir seinast eta, það er moldin, þegar þeir skella skolti saman í gröfinni". Þetta er óhrekjanleg staðreynd og sú hlið- in, sem okkur þykir skuggalegust við dauðra reit. Ég geng fram hjá leiði séra Geirs Markússonar, er grafinn var þarna fram undan kirkjunni árið 1735. Grafletrið samdi hann sjálfur og er það latneskt hexameter, sem hann lét klappa í mikinn stein með búsnum englamyndum í öll- um hornum. Séra Geir sté fyrstur í þann forkunnarfagra prédikun- arstól, sem ennþá er i kirkjunni og ber ártalið 1698. Norðan við leiði séra Geirs hvilir Einar bóndi og alþingismaður i Nesi undir dökkum blágrýtisdrang. Þegar gengið er austur frá honum eru engin merkt ieiði næst kirkjunni fyrr en við kórgaflinn norðan- verðan. Þar eru leiði séra Björns Halldórssor.ar, konu hans, frú Sigriðar Einarsdóttur og dætra þeirra, Laufeyjar og Svöfu. Um þau er rammger járngirðing í got- neskum stíl, erlend smíði. Nyrst er 1' gsteinn frú Sigríðar, mógrár að lit. Upp af honum rís hvítur marmarakross, en i steininn er felld eftirliking af lágmynd Thor- valdsens, Nóttinni, og neðan hennar marmaraplata, sem á er letrað: „Sigríður Einarsdóttir prófastskona í Laufási. Fædd 25. júlí 1819, dáin 19. marts 1889. Væn kona er síns manns kóróna. Orðskv. 12. 4.“ Á leiði séra Björns er einfaldur marmarasteinn, sem á er ietrað: „Björn Halldórsson prófastur, prestur í Laufási 30 ár. Fæddur 12. nóvember 1823 dáinn 19. desember 1882.“ Næst kemur steinn Laufeyjar, i sama stíl en heldur lægri og þykkari. Er lík- legt að þessir steinar tveir hafi verið gerðir um líkt leyti hjá sama steinhöggvara, þar eð aðeins ár leið á milli dauða þeirra feðgina. Á steininn er grafið: „Layfey Bjarnardóttir fædd 12. júlí 1857, dáin 17. nóv. 1881 Blessuð sje hennar minning." Syðstur er steinn Svöfu litlu, sem lézt rúm- um 20 árum. Er það marmara- plata, mikil um sig (1.25 m há og 73 em breið) en þunn, sem lögð er með litlum halla á hlaðinn grunn. Að því hefur fyrr verið vikið, hversu börn séra Gunnars Gunn- arssonar hændust fljótt að séra Birni, þegar hann kom í Laufás árið 1850. Svo mun ekki síður hafa verið með hans eigin börn, þegar þau tóku að skynja um- hverfi sitt. Þau lærðu fljótt „með bljúgum hug að biðja sem börn við föðurkné" eins og segir I versi séra Björns og hann lagði alúð við uppeldi þeirra. í bréfi til Þoriáks vinar síns ritar hann við upphaf ársins 1860: „Mér þykir það ánægjulegt að láta þér við þessi áraskipti í ljósi lofgjörð mina og þakklæti drott- ins fyrir hans blessan yfir mér og mínum næst afstaðna tímans kafla. Sér í lagi hugsa ég þá um líf og heiibrigði barna minna, sem mér eru nú eitthvað hið kærasta og dýrmætasta á jörðunni. Það er komin einhver sú elli í mig, að ég er farinn að lifa eins mikið í börn- um mínum eins og í sjálfum mér. Þetta í verðurðu að skilja svo, eins og sannkristinn maður skilur það svo víða í nýja testament- inu...“ Það var ekki langt liðið á þetta sama ár, 1860, þegar skuggaleg sorgarský grúfðu yfir Laufássbæ. Komið var vor, sá tími, þegar allt á móti manni hlær i Laufási, en einmitt þá syrti að snögglega. Á uppstigningardag urðu prests- hjónin fyrir þeim mikla harmi að missa dóttur sína á sjötta ári. Það var Svafa sú, er hvílir nú undir þessari miklu plötu, sem ég stend við og les orðin, sem séra Björn lét grafa i marmarann hvfta: „Hjartaklökk harðan stein leggja yfir lik liðinnar dóttur sællar Svöfu saknandi foreldrar Björn Halldórsson og Sigríður Einarsdóttir. Svafa fæddist 4. dag septembers 1854 andaðist á uppstigningardag 1860 Fagurt var hold en þó fegri sál skein í ásýnd skærri. Síðla mun þeim, er sáu og þekktu gleymt hið góða barn. í Laufási Blóm við áttum og við brjóst ólum fegnir foreldrar; dó það, en deyr ei dapur tregi sjálf fyr en liggjum lík. En sorg þó samfara vigir von leiði; vonar það faðir, vonar það móðir. Svöfu sæla þau siðar finni og fegri sér í faðm taki. Dýrð sje Drottni þeim er dauða sár! Dýrð sje Drottni, hann snýr dauðra reit ódáins i akur!“ — Yfir gnæfir gamli reynirinn, kominn á aðra öld, vaxinn af þeim litla sprotum, sem kirkjusmiður- inn, Tryggvi Gunnarsson, gróður- setti á leiðum föður síns, afa og ömmu, sem hvila fyrir miðjum kórgafli. Vindurinn leikur blæ- brigðarikar hljómkviður í limi þessa mikla meiðs, lög, sem falla að þessu sérstæða ljóði i marm- ara, þar sem hin dýpsta sorg og heiður fögnuður eilífðarvonanna skiptast á. Þunglyndi sótti oft að listamanninum, Birni Halldórs- syni, viðkvæm lund hans þurfti ekki ytra mótlæti til þess, að dap- ur strengur kvæði kvíðaljóð, sem það, er hann orti eitt sinn um sumarnótt, þegar rauð glóð hnig- innar sólar blasti við augum hans yfir vikinu milli Þengilhöfða og Kaldbaks: „Dags lít ég deyjandi roða drekkja sér norður i sæ; grátandi skýin það skoða, skuggaleg upp yfir bæ. Þögulust nótt allra nótta nákyrð þín ofbýður mér? stendurðu’á öndinni’ af ótta? eða hvað gengur að þér? Jörð yfir sofandi síga svart-ýrðar lætur þú brýr; tár þín á hendur mér hníga hljótt, en ég finn þau samt skír. Verður þér myrkvum á vegi ’vesturför óyndisleg? Kviðir þú komanda degi, kolbrýnda nótt, eins og ég? Sitt hvað kvisaðist um ástæður fyrir þunglyndisköstum séra Björns og má sjá þá kvis út um brekánið í sumum frásögnum og munnmælum. Bréf hans benda tl þess, að enginn fótur sé fyrir þeim kviksögum, heldur hafi þunglyndið búið honum i blóði eins og oft á sér stað um við- kvæma listamenn. Gleði skáldsins var ekki síður mikil og sönn á góðri stund, er það hafði unnið bug á kvíðanum, ef til vill ort sig frá honum. Það er ein af náðar- gjöfum skáldgyðjunnar, að ljóð, sem hún leggur skáldi á tungu, getur létt þungu oki af sál þess. A björtum vordegi fagnaði séra Björn, þegar hann horfði úr hin- um sama varpa niður yfir Undir- völlinn og vetrarmeinin hurfu jafnskjótt úr huga hans: Hið blíða vor sig býr i skrúð því bætt er vetrarmein; á túni situr sóley prúð og syngur fugl á grein.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.