Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 13
Heldra fólk heima hjá sér. Myndin er að öllum Ifkindum af Magnúsi Ásgeirssyni lækni og konu hans. Magneu GuSrúnu ísaksdóttur frá Eyrarbakka. Magnús andaSist 1902 og kona hans lifSi hann I 49 ár. Til hægri: Þessi mynd sýnir hluta af GuSnabúS á Þingeyri eins og hún var upphaflega GuSni sá, sem húsiS var kennt viS, var aSkomu- maSur á Þingeyri, en hafSi veriS bakari i hvalstöS- inni i Framnesi og setti siSan á laggirnar verzlun á Þingeyri. Hann fluttist þaSan til Flateyjar á BreiSafirSi og drukknaSi þar haustiS 1910. Einskonar tizkumynd frá Þingeyri: Ung stúlka hefur fariS l sparikjólinn sinn, sem aS sjálfsögSu er aS þeirrar tiSar hætti. en þvt miSur er ekki hægt aS sjá af plötunni hver hún er þessi unga Þingeyrarstúlka. SigurSur Magnússn læknir á Þingeyri rétt fyrir aldamót, Ester kona hans og Lára dóttir þeirra. Hún fæddist i hvalveiSistöSinni i Framnesi og mun enn á lii I Kaupmannahöfn. Gamlar myndir eru ekki sfður' merkar heimildir en þær sem skrifað- ar eru og er næsta furðulegt, hvað til er af myndum frá því um og jafnvel fyrir aldamót — og var þó ljósmyndatæknin þá nýlega komin til skjalanna. Á myndunum hér f opnunni sjáum við dálítil brotabrot af Þingeyri við Dýrafjörð, skip, hús, heimili en umfram allt fólk, eins og það var um aldamótin. Eftir daga Ijósmyndarans höfnuðu plöturnar í einskonar glat- kistu á háaloftinu, en týndu tölunni og voru jafnvel notaðar sem barnagull. Maðurinn bak við myndavélina var aðfluttur til Þingeyrar og hét Ileinrich Júlfus Hermann Wendel — fæddur í Slésvfk f Þýzkalandi 1851. Eldri bróðir hans, Friðrik Wendel hafði orðið verzlunarstjóri hjá Gramsverzlun á Þingeyri og seint á árinu 1893 kom Hermann til Reykjavfkur frá Hamborg á leið til bróður sfns. Hann fór landveg frá Reykjavík með sunnanpóstinum, Jóhannesi Þórðarsyni, vestur f Djúp, en sfðan með báti útá isaf jörð og þaðan komst hann til Þingeyrar. Örlögin höguðu þvf svo til, að Hermann Wendel flengtist þar. Fyrst starfaði hann við Grams- verzlun, en fór sfðan að fást við húsa- málun og skrautmálun; einnig úra- og klukkuviðgerðir og sfðast en ekki sfzt myndatökur. Á þeim byrjaði hann um 1895 og naut þar til styrks frá efnaðri systur f Þýzkalandi, sem var honum innanhandar um öflun efnis til Ijósmyndagerðar. Úrslitum um staðfestu Hermanns Wendels á Þingeyri hefur trúlega ráð- ið, að fimm árum eftir komuna þangað giftist hann Ólfnu Marfu Ólafsdóttur, skipstjóradóttur þar úr plássinu. Ólfna andaðist fyrir aldur fram 1913, en þeim hjónum varð samt sjö barna auðið og eina dóttur hafði Hermann eignast á Þingeyri áður en hann kvænt- ist. Sigrfður E. Benediktsdóttir frá Hjarðardal í Mýrarhreppi var hjú þeirra hjóna um það leyti er Ólfna andaðist og tók hún eftir það við bús- forráðum á heimilinu. Tvfvegis fó Hermann Wendel á æskustöðvar sfnar munu vera frá 1895 og myndir tók hann að staðaldri allt fram til 1910. Vinnuaðstaðan var mjög frumstæð framan af, en var þó orðin góð um það er lauk. Megin uppistaðan í mynda- safni Hermanns Wendels eru manna- myndir og meðal þess sem verðmætast má telja, eru myndir af gömlu skútun- um og skipshöfnunum á þeim. Gunnar Hvanndal. f Þýzkalandi; f fyrra skiptið til að leita konu sinni lækningar og f seinna skipt- ið 1922. Tveir synir þeirra hjóna urðu eftir og flengdust f Þýzkalandi. En Hermann Wendel andaðist á Þingeyri 30. október 1922. Með ljósmyndun sinni hefur Her- mann Wendel unnið merkilegt skráningarstarf og var áreiðanlega sá fyrsti á Þingeyri. Elztu myndir hans (13)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.