Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 11
Ljósmynd: Kristinn Benediktsson Ástir þeirra Árna Magnússonar og Þórdisar Jónsdóttur hafa ekki orðið Ilalldóri Laxness einum að yrkisefni. Þær eru einnig snar þáttur f sögu Torfhildar Hólm skáldkonu: Jóni biskupi Vídalín, sem kom út f tfmaritinu Draupni árin 1892 og 1893. Þessar tvær skáldsögur gerast báðar á svipuðum tfma og fjalla að nokkru um sama efni, þótt þær séu gjörólfkar um flest. Saga Lax- ness virðist þó hafa þegið ýmsar hugmyndir úr sögu Torfhildar Ilólm. Verður sú tilgáta nú studd nokkrum dæmum. Torfhildur Ilólm lýsir Þórdfsi m.a. á þessa leið: „Þessi tvö ár höfðu skreytt hana rfkulega kven- legri fegurð og kurteisi. Nú var hún orðin há og grönn, mittið mjótt.. .varirnar smáar og bros- mildar að sjá.. .augun blá og fjör- ug. . .ilún hafði ákaflega mikið gult hár“. (Draupnir 1892, bls 24.) Lýsing Ilalldórs Laxness á Snæ- frfði Eydalín er m.a. þessi: „Hún var ótrúlega grönn, .. en blámi augnanna var jafnvel enn skær- ari... varirnar lokaðar svo eðli þeirra brosið naut sfn ekki,.. (I. bls. 86). „Þar situr f dyngju bláeygð kona..(II, bls 7). „Ilvað á ég riddarinn júngkærinn og kavalérinn að gera við þetta mjóa mitti;..(II, bls. 12). „... hann strauk einu sinni um hið Ijósa mikla hár hennar...“. (II, bls 172). Við samanburð þessara tveggja kvenlýsinga koma sameiginleg einkenni þeirra f ljós: báðar eru konurnar grannar með mjótt mitti, bláeygar og með mikið ljóst hár. t Iýsingu Torfhildar eru var- ir Þórdfsar „brosmildar að sjá“ eða m.ö.o.: eðli þeirra er brosið eins og Ilalldór Laxness segir um varir Snæfríðar. Svo samkvæmar eru þessar tvær kvenlýsingar. Engin bókfest lýsing er til á háralit Þórdfsar Jónsdóttur fyrir daga Torfliildar Hólm, en á dög- um Árna og Þórdísar hafði orða- lagið „gult hár“ sömu merkingu og „ljóst hár“ nú á dögum. I sögu Torfhildar kynnast þau Árni og Þórdfs f Skálholti þegar Árni er þar við nám. Þar játa þau hvort öðru ást sfna. Halldór Laxness lætur þau Arn- as Arnæus og Snæfrfði Eydalfn finnast fyrst við Breiðafjörð, en sverjast eiðum í Skálholti: „Ég sór þér alla eiða sem karlmaður getur svarið", segir Arnæus síðar við Snæfrfði f Skálholti. (II, bls. 200). Torfhildur Hólm lætur Árna gefa Þórdísi hring þegar þau skilja í Skálholti: „Árni hjelt á hringi með rauðuni steini, sem hann hafði borið á litla fingri. Á hann var grafið fangamarkið M.J. Þann hring hafði faðir hans gefið honum og var langfeðgaeign. „Þessi hringur veri þá kveðja okkar!“ mælti hann“. Og sfðan segir Árni: „Fari svo, að ást mín verði þjer ekki samboðin þá fá mjer hringinn aptur, og mun jeg þá í þinn stað geyma endurminn- inguna". (Draupnir 1892, bls. 25 og 26.) í sögu Ilalldórs Laxness gefur Arnar Arnæus Snæfrfði einnig hring, sem hún sendi honum aft- ur með Jóni Hreggviðssyni sem tákn um, að ástarsambandi þeirra væri lokið. „Dýrgripurinn sem liggur fyrir framan þig prýddi eitt sinn hönd suðrænnar tignar- konu. Sú hamingja féll f minn hlut eina sumarnótt við Breiða- fjörð að mega draga hann á hönd annarri drotníngu. Nú hefur hún sent mér hann aftur. Ég gef þér hann. Þennan grip, sem drotnfng- arnar nefndu gullið sitt góða, drekann sem gleypir sporð sinn, hann gef ég nú þér Jón Ilregg- viðsson, kauptu þér fyrir hann krús af öli“. (I, bls. 216—217). 1 sögu Torfhildar grætur Þórdfs vegna Árna, þegar hún kemur heim frá Skálholti:*' „Þetta, sem jeg veit, Dísa!“ sagði Sigríður. — „Jeg veit, að þjer þótti vænt um pilt, þegar þú varst f Skálholti. og þú grjezt opt út af honuin“. (Draupnir 1892, bls. 67). í fyrrnefndum viðræðum Snæ- frfðar og Arnæusar í Skálholti segist Snæfrfður hafa grátið vegna hans, þegar þau skildu við Breiðafjörð: „Ég laumaðist inntil mfn og vætti víst einn eða tvo kodda", segir hún við Arnæus. (II, bls. 198). llalldór Laxness lætur Snæfríði taka Magnúsi f Bra:ðratungu þeg- ar hún er orðin úrkula vonar um Arnas Arnæus. I sögu Torfhildar Hólm fer Þórdís eins að. Þegar hún hefur fengið bréf frá Árna þess efnis, að hann hugsi ekki til ráðahags við hana, velur hún Magnús.,, „Og hvf hefur þú leynt mig þessu, systir?" spurði Sigríð- ur og hallaði sjer upp að brjósti hennar. „Af því jeg þekkti hið sjálfstæða og stolta hjarta þitt og vissi, að þú mundir aldrei sam- þykkjast mjer f þessu, og jeg þótt- ist ekki nógu sterk til að eiga Magnús, fyrr en jeg væri viss f minni sök“. „Ertu þá nógu sterk nú?“ „Já, nógu sterk!“ og Þórdís hló kuldahlátur — „nógu sterk í örvæntingunni, til hvers sem vera skal!“ „Þetta uppgerðarþrek svfk- ur“, mælti Sigrfður. „Svfki nú allt sem svfkja má. Mjer er sama um allt — allt — alit! mælti Þórdfs og spratt upp.“ í íslandsklukkunni segir Snæ- frfður við Arnæus: „Ég vissi þú mundir ekki koma aftur, en ég ásakaði þig ekki: ég myrti ást mína viljandi nóttina á undan, gafst Magnúsi f Bræðratúngu í fyrsta sinn“. (II. bls. 203). Þessi orð Þórdísar eru heldur ekki langt frá orðum Snæfrfðar, sem hún segir við föður sinn á Þing- völlum: „Ileldur þann versta en þann næstbesta". (I, bls. 123). Fyrsti kafli annars bindis ís- landsklukkunnar á sér um sumt hliðstæðu f sögu Torfhildar Ilólm, enda er Bræðratunga sögu- svið þeirra beggja. I þeim hluta sögu Torfhildar segir frá því, að þær systur, Sigrfður ( sem varð síðar kona Jóns biskups Vfdalfn) og Þórdís sitja við sauma f Bræðratungu. Þá segir Sigríður við Þórdfsi: „Hvf ertu nú venju fremur stúrin, systir?".. .„Stúrin! jeg er ekki stúrin“, sagði Þórdfs og leit upp. „En þó svo væri, þá eru það engin undur; jeg á nú á hverri stundu von á Magnúsi neð- an af Eyrarbakka. Þú veizt á hverju jeg á von!““ (Draupnir 1893, bls. 12). Nokkru síðar kem- ur Magnús heim, drukkinn, heils- ar ekki, en kastar sér upp í rúm blautur og forugur, og fer að sví- virða Þórdísi: „Ileyrið þið dyggðafyrirmyndina, f... hans Árna Magnússonar!", og hlær tröllslega. „„Magnús! Ertu nú með öllu viti? sagði Þórdís. „Og jeg held það! Þú sagðir sjálf áður en jeg átti þig... að þú gætir ekki veitt mér annað en vináttu þína, því þú elskaðir hann Árna Magnússon, og þú hefir ósleiti- lega haldið það loforð, Þórdís!““ (Draupnir 1893, bls. 16). Þetta hátterni Magnúsar Sig- urðssonar f sögu Torfhildar minn- ir óneitanlega á framkomu Magnúsar Sigurðssonar íslands- klukkunnar f fyrrnefndum kafla. Snæfrfður er að sauma á borða forna mynd, þegar Magnús bóndi hennar kemur heim, drukkinn. Hann heilsar ekki, en hlær og hnfgur niður á kistu Snæfrfðar, skrámaður og blóðstorkinn og fer að dylgja um að Arnas Arnæus sé kominn til landsins og svfvirðir Snæfrfði: „Hver — nema á sem lögmannsdótiirin elskar. Hann sem þessi sálarlausa kona lætur Framhald á bls. 16. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.