Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 8
LeiSir islendinga hafa löngurn legiS til Kaupmannahafnar og þar er annar aSal áfangastaSur Islenzkra flugvéla. Venjulegt fargjald til kaupmannahafnar og heim aftur er 80.960 krónur. en samkvæmt hinum nýju sérfargjöldum: 53.740 krónur. í Lesbókargreir 'turvarvik- ið að sumarleyfi; um þeirra, sem kjósa að ferðast á eigin spýt- ur; hafa með sér bilinn utan og kynnast Evrópulöndum af eigin raun. Sá möguleiki var um leið kynntur, að sá sem festir kaup á nýjum bil, getur tekið hann er- lendis og ekið honum að vild áður en bíllinn er fluttur til landsins. Þriðji möguleikinn er sá, að fljúga milli staða og ef til vill að taka bílaleigubil — og ekki má gleyma þvi, að enn er hægt að komast milli staða með járnbraut- arlestum. En það er nánast sama hver kosturinn verður fyrir valinu; sá sem hyggur á slíkt ferðalag verð- ur helzt að fljúga utan og heim aftur. Setjum svo að einhverjum komi til hugar að fljúta til Kaup- mannahafnar og staldra þar við, — siðan áfram til Frankfurt, frá Frankfurt til Amsterdam og heim um London. Þetta er skemmtilegur hringur © og margt að sjá fyrir þann, sem hefur tima til að staldra við i þessum merku borgum og kannski að bregða sér ögn út fyrir þær. Þegar væntanlegur ferða- langur fær í hendur sumaráætlun Flugfélags íslands og Loftleiða, flettir hann uppá Kaupmanna- höfn og sér, að það kostar 40.480 krónur að fljúga þangað aðra leið- ina. Varla verður það til að auka honum bjartsýni. Og síðan frá Kaupmannahöfn til Frankfurt kostar 26.080 kr., frá Frankfurt til Amsterdam: 13.920 kr. frá Am- sterdam til London 16.520 kr. og heim frá London 35.910 kr. Alls eru þetta 132.910, eða rúm 264 þús. krönur fyrir hjón. Hætt er við að væntanlegur ferðalangur fari í baklás við þessar upplýsing- ar, athugi hann málið ekki betur. Hér er kannski allt það fé, sem hann hefur til umráða fyrir ferð- ina í heild og lítið þýðir að leggja af stað, ef það dugar einungis fyrir fluginu. En þetta er ekki svona slæmt. Jafnvel sérfræðingar í flugmál- um viðurkenna, að fargjöld á al- þjóðlegum flugleiðum séu hinn mesti frumskógur og villugjarnt mjög í þeim skógi. Þvi er ekki nema von, að venjulegur ferða- langur tapi áttum. Hér er skemmst frá þvi að segja, að fyrir utan venjuleg aðalfargjöld, sem upp eru talin i fargjaldaskrám, gilda hvorki ineira né minna en 11 tegundir afsláttarfargjaldaa frá íslandi. Ferðalangurinn fær til dæmis að vita, að nú gilda „almenn sér- fargjöld", sem hafa í för með sér 34% afslátt á leiðinni milli Reykjavikur og Kaupmannahafn- ar, svo dæmi sé tekið. 1 stað þess að greiða 80.960 krónur fyrir flug til Kaupmannahafnar og heim aftur, fæst það nú fyrir 53.740 og þá án viðbótarkostnaðar hægt að hafa viðkomu í Skotlandi á útleið og á heirnleiðinni í Sviþjóð og Noregi. Séu 15 farþegar i hóp lækkar fargjaldið i 48.366. Og hvað um hringinn, sem áður var nefndur: Reykjavík — Kaup- mannahöfn — Frankfurt — Amsterdam — London — og aftur til Reykjavikur? Ekki þarf að hafa áhyggjur af þvi, hvað far- gjöld milli einstakra borga kosta. Samkvæmt núgildandi reglum er frjálst leiðarval veitt innan vissra marka, bæði þegar ferðast er á aðalfargjöldum og hinum svo- nefndu alinennu sérfargjöldum fyrir einstaklinga. Heildarfar- gjaldið er einungis miðað við þann staó, sem fjærst er. Þangað er leyfilegt að fljúga i mörgum áföngum og fara talsvert út frá skemmstu leið án þess að auka- greiðsla komi fyrir. Til að njóta þessara kjara, má ferðalangurinn ekki vera skemur en 8 daga og ekki lengur en 3 vikur. Svo enn sé komið að fyrrgreindu dæmi, yrði liklega miðað við flugfargjald til Ii’rankfurt, sem yrði fjærsti punktur í hringnum. Samkvæmt aðalfargjöldum kostar 94.760 krónur að fljúga til Frankfurt og heim aftur. Á sérfargjaldi kostar það hinsvegar 62.280. Sést þá að hjön, sem bregða sér í sumarleyf- isferð til þessara fyrrgreindu borga, komast hringinn fyrir rúm 124 þúsund í stað 264 þús króna, sem út koma þegar einstök far- gjöld eru lögð saman. Um frjálst leiðarval milli staða gilda annars þær reglur, að sam- anlögð flogin vegalengd milli staðanna verður að vera innan við 120% af stytztu vegalengd áætl- unarflugs milli þeirra. Reynist leiðin, sem farþeginn velur, lengri, leggst svokallað miluálag á fargjaldið. Og fari vegalengdin framúr 150%, yrðu einstök far- gjöld á leiðinni lögð saman. Til dæmis um þetta má nefna, að flug til Vinarborgar frá Islandi kostar samkvæmt aðalfargjöldum 116.400 krónur. Á þeirri leið er leyfilegt að flugið verði samtals

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.