Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 5
DANIEL BARENBOIM pianóleik hjá Edwin Fischer og hljóm- sveitarstjórn hjá Igor Markevitsj. Hann var fádæma fljótur og duglegur að læra; lærði hann ensku, þýzku, frönsku og ítölsku og hafði lítið fyrir, en nótur mundi hann utan bókar er hann hafði lesið þær einu sinni. Og hann gekk að öllu með sama dugn- aðinum, jafnvel stærðfræði og hnefa- leikum. Það var ekki furða, þótt hann væri orðinn heimsfrægur maður um tvitugt. Tónlistartúlkun hans og vinnu- brögð eru öllu dularfyllri. Barenboim hefur aldrei varið miklum tima ' til píanóæfinga og nú æfir hann sig varla lengur en klukkutima á dag. Hann er líka frábrugðinn flestum jafn- aldra starfsbræðrum sínum i því, að hann er hvorki ,,of" snjall í höndun- um, ef svo má segja, né heldur nákvæmur. Hann lætur það sem vind um eyru þjóta, þótt nokkrar feilnótur slæðist með í flutningi tónverks. Ein- hver komst svo að orði um nokkrar plötur hans, að hann hefði ..slampast snilldarlega" i gegnum verkin á þeim. Eitt sinn lék B:renboim 16 sónötur Beethovens inn á hljómplötur — og kom aðeiris átta sinnum i upptökusal- inn; hann var svo önnum kafinn við annað, að hann mátti ekki vera að að koma oftar. Gefur auga leið, að maður, sem hefur svo fullar hendur verkefna, hefur litinn tíma aflögu til þess að nostra við smámuni. Barenboim litur svo á hljómplöturnar, að þær séu aðeins „hljóðritaðir konsertar" og má það auðvitað til sanns vegar færa. „Fari eitthvað úr- skeiðis á plötu tek ég verkið bara upp aftur eftir nokkur ár”, segir hann. Árið 1964 kynntist Barenboim Jacqueline du Pré, enska sellóleikar- anum snjalla. Þremur árum seinna fóru þau saman hljómleikaferð til ísraels og léku m.a. fyrir hermennina á vigstöðvunum. Um það bil er strið- inu lauk gengu þau i hjónaband. Var ferill þeirra þá rakinn i blöðum svo, sem venja er, þá frægir menn eiga i hlut. Einhver blaðamaður lét svo um mælt, er hann endaði grein sina að guðirnir hefðu leikið þannig við ungu hjónin, að þeir hlytu eiginlega að hefna þess, þótt siðar yrði; og er þetta forn málsháttur. Það var svo árið 1973, að þau hjón, Barenboim og Pré fóru hljóm- leikaferð til ísraels sem oftar. í ferð þessari veiktist Jazqueline. Læknar komust, að þvi, að hún hafði tekið afar erfiðan sjúkdóm, „multiple sclerosis", sem svo er nefndur. Upp frá þvi fór Barenboim að hægja ferð- ina. Fer hann sjaldan hljómleikaferðir nú orðið; og mun hann hafa tekið við stjórn Parisarsynfóníunnar af þvi m.a., að hann er þá aldrei mjög fjærri konu sinni, sem er lengstum í Lond- on. © Þegar Daniel Berenboim var liðlega tvitugur lét hann svo um mælt: ,,Ef ég ætti að bíða þess að geta túlkað tónverk óaðfinnanlega þyrði ég ekki að leika inn á hljómplötu fyrr en daginn áður en ég dræpist". Hann beið ekki heldur. Þótt hann hafi enn ekki nema þrjá um þritugt er hann löngu orðinn heimskunnur tónlistar- maður. Hann er bæði píanóleikari og hljómsveitarstjóri, stjórnar synfóníu- hljómsveitinni í Paris að staðaldri, og hefur leikið inn á fleiri hljómplötur en Arthur Rumbinstein og er þá nokkuð sagt. Þeir félagar tóku reyndar saman upp píanókonserta Beethoveris ný- verið. Rubinstein telur Berenboim arf- taka sinn, ef svo má komast að orði og er það ekki lítið hól. En fleiri meta Barenboim mikils. Til dæmis að nefna gaf gagnrýnandi í Múnchen honum þá einkunn, að hann væri „fáránlega gáfaður" og Isaac Stern, fiðluleikari, kvað hann „gáfaðasta tónlistarmann eftir stríð". Barenboim sjálfur er öllu sparari á lofið um sig. Kveðst hann „í rauninni lélegur" tónlistarmaður. Það er þó bót í máli, að hann getur fleira &n leikið á píanó og stjórriað hljóm- sveitum! Hann er nefnilega slyngur og harður kaupsýslumaður. Það hafa hljómplöturframleiðendur fengið að reyna. Barenboim hefur starfað með einum fimm, hverjum eftir öðrum. Hann byrjaði ungur, var ekki nema stráklingur, er hann lék sónötur eftir Mozart og Beethoven inn á plötur fyrir bandariska hljómplötuforlagið „Westminster". 21 árs samdi hann við foriagið „EMI-Electrola", sem gef- ur út um víða veröld. Á fáum árum lék Barenboim alla 32 píanósónöturn- ar eftir Beethoven inn á hljómplötur, svo og píanókonsertana fimm ásamt með þeim fræga öldungi Otto Klemperer. Þá túlkaði hann pianó- konsertana 21 eftir Mozart ásamt brezku kammersveitinni og „komst þar nær fullkomnun en nokkur tón- listarmaður hafði komizt áður", eins og sagði í „Times" i London. Og hann hélt áfram sigurgöngu sinni. Hann lék konserta Johannesar Brahms og Béla Bartóks, hann tók upp kammermúsík með eiginkonu sinni, enska sellóleikaranum Jacqueline du Pré, og hann lék undir söng frægra söngvara svo sem Janet Baker og Dietrich Fischer-Dieskau. Jafnframt stjórnaði hann brezku kammerhljómsveitinni. Og þegar ungverski hljómsveitarstjórinn Georg Solti lét af stjórn Parísarsynfóníunnar tók Barenboim við henni. Frægðarsól hans reis svo hratt, að slíks voru fá dæmi. En þetta var svo sem engin furða. Barenboim er af- burða maður að hæfileikum, múslkalskur, skarpur og minnugur, og sjálfstraustið frábært. Hefur hann löngum harður verið. Gömul skóla- systir hans í Tel Aviv lét einhvern tíma svo um mælt, að Barenboim hefði bæði heillað og hrætt þau skóla- systkini sín. Varð það snemma Ijóst, að fáum mundi þýða að etja kappi við hann. Hann lék fyrst opinberlega á píanó sjö ára gamall og hélt upp frá þvi tónleika i Róm, Vin og Salzburg. Kornungur hafði hann stundað nám í Barenboim er einn þeirra stjórnenda, sem ekki þurfa ad hafa með sér nótur — hann kann verkin utanað, enda „fáránlega gáfaður" að sumra sögn. IIér til hægri er hann með konu sinni, celló- leikaranum Jacqueline du Pré. Það er harmleikur i lffi þeirra hjóna, að Jacqueline hefur orðið að hætta celló- leik vegna alvarlegs sjúk- dóms.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.