Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 6
J. Paul Getty HJÓNA' ■ ■ BOND MlN Fyrri hluti Mér er engin launung á þvi, að ég tel mig hálfgerðan gallagrip. Þó hef ég aldrei talið mig öfundsjúkan. En ég verð samt að játa það, að ég öfunda þá menn, sem eru hamingjusamlega kvæntir og hafa verið það lengi. Það hefur mér aldrei lánazt sjálfum: Eg kvæntist fimm sinnum og — fimm sinnum skildi ég. Fimm sinnum gerði ég sömu skyssuna! Nú er mér afskaplega illa við mistök og hefur alla tíð verið. Þetta er mér eiginlegt og það er áreiðanlega ekki sízt þess vegna, að mér hefur gengið margt svo vel, sem raun ber vitni. Úr því, að ég er búinn að afráða eitthvað legg ég allt mitt kapp á að koma ætlun minni fram. Mistakist mér reyni ég allt, sem í mínu valdi stendur til þess, að það komi ekki fyrir öðru sinni. Þetta verður þó bersýnilega ekki sagt um hjónabönd mín. Mér hefur gengið allt í haginn í kaupsýslunni um dagana. En mér hefur aldrei tekizt að halda í eigin- konu til lengdar. Mér hefur oft orðið hugsað um það, hvernig í ósköpunum standi á þessu. Ég hef líka rætt það margoft við konur mínar, vini, foreldra — og þó nokkra lögfræðinga og skilnaðardómara. En svarið hefur vafizt fyrir öllum. Faðir minn var þeirrar skoðunar, að ég ætti alls ekki að kvænast. Meðan hann lifði kvæntist ég þrisvar, skildi tvisvar og var í þann mund að skilja þriðja sinni, er hann dó. Hann taldi mig alveg ábyrgðarlausan í kvennamálum. Móðir mín var lfka á móti því, að ég kvæntist, en það var reyndar af öðrum ástæðum. Hún lifði það, að ég skildi fjórum sinnum og kvæntist í fimmta sinn. Hún taldi alla mína ógæfu í hjónabandi stafa af því, að ég veldi mér of ungar konur. Allar konur mínar voru miklu yngri en ég, 10 eða jafnvel 20 árum yngri. Mig grunár þó, að þetta hafi verið yfir- varp móður minnar; henni hafi einfaldlega ekki fund- izt nein kona „nógu góð“ handa einkasyni sínum. Eiginkonur mínar hafa haldið því fram, að hjóna- böndin hafi ekki enzt vegna þess, hve ég átti annríkt í kaupsýslunni og sinnti þeim litið. Áreiðanlega er eitthvað til i þessu, og ég ætla ekki að bera á móti því. Hins vegar held ég, að tvær hliðar séu á öllum málum, og stundum fleiri. En ég ætla að segja hérna undan og ofan af hjónaböndum mínum fimm og láta lesendum eftir að dæma í málinu. Olían og afbrýðin Fyrsta konan mín hét Jeanette Dumont. Jeanetta var mjög fögur kona. Húm bar lfka mikinn persónu- leika og var afburða vel gefin. Þegar við gengum í bjónaband var hún 18 ára og 13 árum yngri en ég. Við Sagt er að auðugir menn séu jafnan umkringdir fögrum konum og þannig var um J. Paul Getty. Hann kunni vel að meta þær og átti sjálfur fimm eiginkonur — fjórar þeirra eru á myndunum hér að neðan. Jeanette Demont, fyrsta eiginkona Gettys: „Hún var kvenna fegurst, brúnetta með hríf- andi persónuleika". AUene Ashby, eigin- kona númer tvö: „Hávaxin, stundaði útreiðar, en var ung og óreynd“. Engin mynd virðist vera til af henni. Adolphine Heime var númer þrjú: „Ljóshærð og hrff- andi kona, hreyf- ingar hennar og útlit vitnuðu um mikinn lifsþrótt" Ann Rork var númer fjögur: „Ég var þá fertugur, en hún tvftug, leikkona brún á brá, gædd miklu fjöri". Louise Lynch, eigin- kona númer fimm: „Þegar ég sá hana fyrst hugsaði ég: „Þarna er ein handa þér. — Fegurðardfs með kastanfubrúnt hár, mikla persónu- töfra og skopskyn." höfðum þekkzt f nokkra mánuði áður. Hjónavigslan fór fram í Ventura; það var f október árið 1923. Trúlega hef ég verið orðinn hálfþreyttur á pipar- sveinslífinu og viljað stofna til langærra og alvarlegra sambands en þeirra, sem piparsveinar eiga að venjast. Mig minnir þó, að Jeanette hafi verið áfjáðari að giftast mér en ég henni. Ég held satt að segja ekki, að ég hafi nokkurn tíma leitt hugann að því, hvort kona, sem ég hugðist kvænast, bæri af öllum öðrum konum, sem ég hafði kynnzt. Ég var piparsveinn, fyrst og fremst, ég þekkti fjölmargar konur, og í þann tíð giftust allir, sem áttu þess nokkurn kost. Það var einfaldlega alsiða. Auðvit- að giftust flestir, þá rétt eins og nú, fyrst og fremst af ást — eða því, sem þeir töldu ást, þegar það kom yfir þá. Og þannig fór mér líka. Ég var vissulega ástfang- inn af Jeanette. Þegar við vorum komin í hjónabandið tókum við á leigu hentugt hús við Wilshirestræti í Los Angeles, og bjuggumst þar um. Framan af var allt í lukkunnar velstandi. Þegar tæpir tveir mánuðir voru liðnir kom í ljós, að Jeanette var barnshafandi. Við þóttumst hafa himin höndum tekið og biðum barnsins eftirvænting- arfull. Það reyndist drengur og var hann skírður í höfuðið á föður mínum — George Franklin Getty. En skömmu eftir, að drengurinn fæddist, fór hjónaband okkar Jeanette að rofna smám saman og slitnaði svo alveg upp úr með okkur. Það varð auðvitað ekki af sjálfu sér. Það var okkur báðum að kenna, og tvær ástæður ollu mestu. önnur var atvinna mín. Um þetta leyti var ég að láta bora eftir olíu víða í Kaliforníu. Ég þurfti víða að fara og var oft að heiman, stundum dögum saman. Ég var reyndar ekki einungis að leita olíu í Kalifornáu heldur Iíka í Oklahoma og Nýjamexíkó. Ég vildi alls ekki þvæla Jeanette svo langar leiðir, þar sem hún var ófrfsk. En auk þess er á það að líta, að maður, sem kvænist í fyrsta sinna 31 árs gamall bregður venjum sínum varla samdægurs; maður breytist ekki, þótt hann riti undir hjúskaparsamnine. Jeanette hafði mjög ákveðna skaphöfn. Hún hafði lfka talsvert háleitar hugmyndir um hjónabandið. Hins vegar var hún afskaplega afbrýðisöm og fór aldrei í launkofa með það. Þá, er við fórum út að skemmta okkur, gat varla hjá því farið, að við rækj- umst á einhverjar gamlar kunningjakonur mfnar. Fékk ég þá oft orð í eyra af litlu tilefni. „Hvernig geturðu fengið af þér að heilsa þessari blindfullu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.