Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 4
Sigurður Anton Friðþjöfsson VOR Mér barst sú fregn með blænum sem kom af hafi, að bráðum vorið kæmi til mín að nýju. Að fregnin sé sönn, nú virðist mér enginn vafi, því vorið kom til mín í dag með sólskin og hlýju. Það hljóðlega læddist með birtu um bæjarins stræti og barði að dyrum hvers manns á vegferð sinni og vakti í brjóstum manna þá kynlegu kæti, sem kemur þeim til þess að brosa mót veröldinni. Þá allt virtist breytast á örskömmu andartaki augu hvers barns voru döggvuð nýfæddri hlýju, en verkamaðurinn rétti úr bognu baki, bölvaði hátt og hóf síðan starf að nýju. Nú landið heilsar þeim léttstfgu dætrum og sonum, sem leitandi augum skima mót framtíð sinni. Um andlit þess vors, sem ilmar af ferskum vonum fer örlftið bros að nýju f sálu minni. Heiðrekur Guðmundsson FELU- LEIKUR Ég fór með þér forðum daga f feluleik, manstu það? Og þú varst mér fremri f fyrstu aðfinna þérgóðan stað. Ég leitaði að þér og þú að mér. En þig gat ég ekki fundið nema stundum. Þú varst Ifka eldri að árum og áttir leyndari þrá. En nú er ég færari en forðum og fel mig betur en þá. Ég leita að þér og þú að mér. En aldrei framar finnum við hvort annað. VOFUR Framhald af bls. :i ekki af sér sólgleraugun á meðan. Hún komst að því, að það var haegt.að gera flest allt, þrátt fyrir sólgleraugun. eins lengi og sumarið entist. En nú er farið að hausta. Flestir vinir hennar hafa snúið aftur til borgarinnar, aðeins örfáír hafa orðið eftir. Og hún sjálf — hvað ætti hún að gera við sólgleraugu í borginni ? Hérna eru erfiðleikar hennar túlkaðir sem vandamál persónulegs eðlis, og á meðan dagarnir eru sólríkir og © síðustu vinir hennar eru hjá henni, mun allt haldast óbreytt. En vindur- inn verður naprari með degi hverj- um og vinum og sólríkum dögum fækkar stöðugt. Og það er útilokað, að hún geti nokkurn tíma tekið ofan sólgleraugun. Hvað verður, þegar veturinn kem- ur? Þá voru það líka stelpurnar þrjár, sem stóðu aftur i skut ferjunnar og gerðu grin að eina hásetanum, sem var um borð. Þær komu um borð, þar sem ströndin var flöt og héldu að klettóttri ströndinni til að fá sér kaffi, en siðan aftur að flötu strönd- inni. Hásetinn veitti því undireins eftirtekt, hvernig þær hlógu, héldu hendinni fyrir munninn og kölluðu sín á milli ýmislegt, sem hann gat ekki skilið vegna hávaðans frá ferj- unni. En hann grunaði nú samt, að það snerist um hann og ferjuna. Þegar hann steig niður úr sæti sinu við hliðina á skipstjóranum til að taka við farmiðunum og kom til stelpnanna, óx kátina þeirra og sannfærði hann um að grunur hans væri á rökum reistur. Hann byrsti sig og spurði um farmiðana þeirra, en þvi miður höfðu þæi miðana til taks, og hann átti einskis annars úrkosta en að taka við þeim. Um leið spurði ein stelpan, hvort hann hefði engan annan starfa en þenna á veturna, og hann svaraði: ,,Nei" Strax á eftir fóru þær aftur að flissa. En eftir það hafði hann á tilfinn- ingunni, að húfan hans hefði misst einkennismerkið, og hann átti erfitt með að taka við hinum farmið- unum. Hann fikraði sig aftur upp til skipstjórans, en i þetta sinn tók hann ekki börn skemmtiferðamanna með sér upp í brú eins og hann var vanur. Og hann virti fyrir sér vatnið fyrir neðan, grænt og slétt, og horfði á, hvernig bógurinn risti djúpt — hafskip hefði ekki rist dýpra —, en það róaði hann lítið í dag. Ef til vill gramdist honum skiltið við káetu- innganginn með áletruninni: ..Gætið að höfðinu", Ef til vill var það svart- ur reykurinn, sem þyrlaðist frá eld- stónni aftur i skut og sverti blakt- andi fánann, eins og það væri hon- um að kenna. Néi, hann gerði ekkert annað á veturna. Þegar hann nálgaðist þær aftur, spurðu þær hann, hvers vegna ferjan sigldi líka á veturna. ,.Til að halda uppi póstsamgöng- um". Eitt andartak sá hann þær tala rólega saman og hann huggaði sig við það um stund. En þegar ferjan lagðist að bryggju og hann fleygði tauginni yfir pollann á litlu bryggj- unni, byrjuðu þær aftur að flissa, þótt hann hitti staurinn nákvæm- lega og gátu ekki stillt sig meðan hann horfði á þær. Klukkustundu síðar komu þær aftur um borð, en í millitíðinni hafði þykknað upp, og þegar komið var út á mitt vatnið, skall óveðrið á. Ferjan fór að velta og nú sætti hásetinn færi á að sýna stelpunum, hvað væri í hann spunnið. Oftar en nauð- synlegt var, klifraði hann í sjó- stakknum yfir handriðið á þilfarinu og aftur inn fyrir. Af þvi að regnið jókst stöðugt, rann hann til á blautu timbrinu og féll fyrir borð. Og þar eð honum var það sameiginlegt með hásetum hafskipanna, að hann kunni ekki að synda og úr þvi að vatnið átti það sameiginlegt með sjónum, að það var hægt að drukkna í því, þá drukknaði hann líka. Hann hvílir i friði, eins og ritað er á legstein hans, þvi hann náðist. En stelpurnar þrjár fara stöðugt með ferjunni, standa aftur í og halda hendinni yfir munninn og hlæja. Sá, sem sér þær, ætti ekki að láta þær villa sig. Þetta eru alltaf sömu stelpurnar. Þýð. Hrefna Beckmann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.