Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 3
Um sumartimann taka fáir eftir þeim eða þær eru álitnar vera úr eiginn hópi, og sá, sem yfirgefur vatnið um leið og sumarið kveður, mun aldrei skynja þær. En þegar hausta tekur, fara þær að taka á sig skýrari mynd. Sá, sem kemur seinna eða dvelur lengur, sá, sem veit ekki lengur, hvort hann er einn af gestunum eða einn af vofunum, mun geta greint þær. Því einmitt i haustbyrjun koma dagar, þegar munurinn er frekar greinilegur. Þarna er maðurinn, sem gat ekki slökkt á bátsvélinni rétt áður en hann ætlaði að leggja að landi. í fyrstu hugsaði hann meðsér, að þetta væri ekki svo slæmt, og til allrar hamingju væri vatnið stórt, og hann sneri við og hélt frá austur- ströndinni til vesturstrandarinnar, þar sem fjöllin rísa brött úr djúpinu og stóru gistihúsinu eru. Kvöldið var fagurt, börnin hans veifuðu til hans Aihinger frá bryggjunni, en honum tókst ekki að stöðva vélina og hann lét sem hann ætlaði sér alls ekki að leggja að landi og hann hélt á ný i áttina að flatri ströndinni. Hér í roða sólar- lagsins, sem sveipaði austurströnd- ina, meðal fjarlægra seglbáta, stranda og svana, sem höfðu hætt sér langt út, brauzt svitinn út um hann allan, þvi enn tókst honum ekki að stöðva vélina. Hann kallaði glaðlega til vina sinna, sem sátu á svölum gistihússins og drukku kaffi, að hann ætlaði sér að sigla um stund og þeir kölluðu til hans, að hann skyldi umfram allt gera það. Þegar hann kom í þriðja sinn, hróp- aði hann, að hann ætlaði séraðeins að sækja börnin sín og hann hrópaði til barnanna, að hann ætlaði bara að sækja vini sina. Hann hafði uppgötvað, að benzin- geymirinn var lekur, benzinið var fyrir löngu uppurið, en vatnið knúði vélina áfram. Hann hugsaði nú ekki lengur með sér, að þetta væri ekki svo slæmt og að til allrar hamingju væri vatniðstórt. Siðasta ferjan sigldi fram hjá honum og fólkið kallaði til hans i gáska, en hann svaraði engu, hann hugsaði núna: ,,Bara það kæmi nú enginn bátur framar". Og það kom lika enginn. Skúturnar höfðu fellt seglin og lágu i vikunum og Ijósin frá gisthúsunum spegluðust í vatninu. Dimma þoku lagði uppfrá vatninu, maðurinn sigldi um vatnið þvert og endilangt en síðan meðfram ströndinni. Ein- hvers staðar synti stúlka og fylgdi fast i kjölfarið, en óð siðan í land. En meðan á ferðinni stóð, tókst honum ekki að þétta lekan geym- inn og hann hélt stöðugt áfram. Nú veitti sú hugsun honum fróun, að einhvern tíma mundi geymirinn hafa þurrausið vatnið og hann hug- leiddi, hversu furðulegt það væri, að sökkva á þennan hátt. Þurrausa vatnið og sitja i bátnum á þurru landi. Skömmu síðar fór að rigna og hugsanir hans voru ekki lengur á þessa leið. Þegar hann fór aftur fram hjá staðnum við húsið, þar sem stúlkan hafði áður synt, sá hann Ijós í glugga, en upp með ströndinni var ekkert Ijós í herbergj- unum, þar sem börnin hans sváfu. Og þegar hann sigldi aftur framhjá i skyndi, hafði stúlkan lika slökkt Ijós- ið hjá sér. Regninu slotaði, en það var honum litil huggun. Næsta morgun vakti þaðfurðu vina hans, sem sátu að morgunverði á svölunum, að hann skyldi vera svo snemma úti á vatninu. Hann kallaði glaðlega til þeirra, að sumri væri tekið að halla, það yrði að notfæra sér sumarið og sömu orð kallaði hann til barnanna sinna, sem stóðu árla morgunsá bryggjunni. Og þeg- ar þau ætluðu að senda út björgunarleiðangur eftir honum næsta morgun, þá bandaði hann honum frá sér, þvi varla gat hann farið að láta bjarga sér einmitt núna eftir að hafa notað ánægjuna sem fyrirslátt i tvo daga. Umfram allt vildi hann það ekki i augsýn stúlk- unnar, sem beið daglega, er kvölda tók, eftir öldunum frá bátnum. Á fjórða degi tók hann að óttast, það yrði gert gys að honum, en huggaði sig við þá tilhugsun, að það mundi líka líða hjá. Og sú varð raunin á. Þegar tók að kólna í veðri,' fóru vinir hans frá vatninu, og börnin snéru líka afturtil borgarinnar, skól- inn var byrjaður, Það dró úr vélar- skröltinu við strendur vatnsins, nú mátti aðeins heyra hljóðið i bátnum hans úti á vatninu. Þokan milli fjalls og skógar varð þéttari með degi hverjum og reykurinn frá eldstæð- unum umlukti trjátoppana. Stúlkan yfirgaf vatnið siðust allra. Utan að vatninu sá hann hana setja töskurnar í bilinn. Hún kyssti á hönd sér til hans og hugsaði: „Þó hann væri i álögum, hefði ég dvalið leng- ur, en hann er of sólginn í skemmt- anir." Rétt á eftir sigldi hann bátnum í örvæntingu sinni upp í mölina. Báturinn rifnaði eftir endilöngu og vélin gengur núna fyrir lofti. Á haustnóttum heyra íbúarnir hann þjóta yfir höfði sér. Eða konan, sem hverfur, þegar hún tekur ofan sólgleraugun. Því var ekki alltaf þannig farið. Sú var tiðin, þegar hún lék sér í sandinum í björtu sólskininu, og þá hafði hún engin sólgleraugu. Og sú var tíðin, þegar hún setti upp sólgleraugu um leið og sólin snart andlit hennar og tók þau ofan um leið og dró fyrir sólu — samt án þess að hverfa. En það eru löngu liðnir dagar, ef hún væri spurð, hversu langt væri síðan, mundi hún ekki geta svarað þvi. Og slíkri spurningu mundi hún lika visa á bug. Sennilega byrjaði öll ógæfan dag- inn, sem hún hætti að taka ofan sólgleraugun i skugganum, þegar hún fór i ökuferðina snemma sumars, það dimmdi allt i einu og allir tóku ofan sólgleraugun nema hún. En fólk ætti aldrei að vera'með sólgleraugu i skugga, þau hefna sin. Þegar hún skömmu síðar tók ofan sólgleraugun rétt sem snöggvast á siglingu á snekkju vinar sins, fann hún allt í einu, hvernig hún varð ekki að neinu, handleggir og fót- leggir leystust upp i austangolunni. Og austangolan, sem þeytti hvítum froðutoppunum eftir vatninu, hefði örugglega feykt henni fyrir borð, ef hún hefði ekki verið svo snarráð að setja undireins upp sólgleraugun. En sem betur fer flutti austangolan lika með sér gott veður, sólskin og steikjandi hita, og þannig vakti kon- an enga athygli næstu vikurnar. Þegar hún dansaði á kvöldin, út- skýrði hún það fyrir hverjum, sem heyra vildi, að hún hefði sólgler- augun til að verjast sterkri birtunni frá bogaljósunum, og brátt tóku margir þetta upp eftir henni. Reynd- ar vissi enginn, að hún var með sólgleraugun líka á nóttunni, þar eð hún svaf við opinn glugga og hún hafði enga löngun til að vera feykt út um gluggann eða vakna næsta morgun og vera ekki lengur til. Hún reyndi enn einu sinni að taka ofan sólgleraugun, þegar dimmviðri og rigning stóð yfir um tima, en um leið náði upplausnin tökum á henni eins og fyrr, og hún lét þau orð falla, að vestanvindurinn væri lika til í að feykja henni burt. Eftir það reyndi hún aldrei aftur, heldur hélt sig afsiðis og beið þar til sólin skein á ný. Og allt sumarið skein sólin á ný. Þá sigldi konan á snekkjum vina sinna, lék tennis eða synti með sólgleraugun spölkorn út i vatnið. Og hún kyssti hina og þessa og tók Framhald á bls. 4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.