Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 7
J. Paul Getty var álitinn auðugasti maður heimsins, þegar hann lézt ekki alls fyrir löngu. Hann auðgaðist einkum af olíuleit í Texas, en bjó á síðari árum í rammlega afgirtri höll í Englandi. Getty var prýðilega ritfær og skrifaði oft í blöð, m.a. í Playboy: „Hvernig ég eignaðist fyrsta milljarðinn 7. Hann hefur látið eftir sig endurminningar og er hér gripið niður í þeim, þar sem hann segirfrá eiginkonum sínum. gæru?“'„Þú hefur örugglega verið með þessari ljós- hærðu einhvern tíma!“ Slfkum og því líkum spurning- um og athugasemdum varð ég oft að sæta við þessi tækifæri. Það gagnaði mér lítt að andmæla og því sfður, þeim mun minni ástæðu, sem Jeanette hafði til tortryggninnar. George sonur okkar var ekki einu sinni orðinn tveggja mánaða, þegar Jeanette lýsti yfir þvf, að mælirinn væri fullur, og hún þyldi ekki við í hjónabandinu stundinni lengur. Hún óskaði svo eftir skilnaði og var hann staðfestur í febrúar árið 1925. Hjónaband okkar hafði enzt í hálft annað ár. Ég var miður mín í nokkra hrfð á eftir. En þegar ég fór að jafna mig skildist mér, að það hafði verið mér að kenna mestan part, að illa fór. Við Jeanette vorum nokkuð beizk í lund eftir skilnaðinn Beizkjan hjaðnaði þó smám saman og okkur hefur verið mjög vel til vina allar götur upp frá því. Hún giftist aftur fyrir mörgum árum, og gladdi þaó mig mjög, að það hjónaband varð hið hamingjuríkasta. Ég vildi, að ég gæti sagt hið sama um annað hjónaband mitt! Stytzta gamanið Framan af árinu 1926 stóð ég í mjög ströngu. En ég hlaut líka ríkuleg laun erfiðis mfns. Olía fannst á morgum stöðum þar, sem ég hafði látið leita. Þegar leið á vorið þótti mér tími til kominn að taka mér smáhvíld frá störfum og fara eitthvað mér til skemmt- unar. Mig hafði lengi langað til Mexíkó. Mig hafði líka langað að læra spænsku alveg frá þvi, að ég var á Spáni árið 1924. Ég ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi. Ég fór til Mexíkóborgar, innritaði mig á spænskunámskeið, og fór að sækja fyrirlestra í sögu Mexíkó við háskólann. Það reyndist afdrifaríkara en mig hafði grunað. Það kann að vera, að viðbrigðin eftir sambúð okkar Jeanette og skilnaðinn, hafi ruglað mig eitthvað f ríminu. Kannski hef ég verið búinn að taka einhverja hjúskaparsýki. Ég veit ekki hvað halda skal. En nokk- uð er það, að þarna í Mexikó kvæntist ég öðru sinni. 1 hópi stúdenta við háskólann var hávaxin, spengi- leg og vel gefin ung stúlka, Allene Ashby að nafni. Hún var ekki nema 17 ára gömul. Hún var bóndadóttir frá Texas. Þar sem hún var uppalin á búgarði við mikla vfðáttu var hún framúrskarandi hestamaður. Það atvikaðist þannig, að við fórum stundum f út- reiðartúra. Og ekki leið á löngu þar til við urðum ástfangin hvort af öðru. Allene var ung og lítt reynd; hún heillaði mig gersamlega. En hvorugt okkar áttaði sig á því, að ást okkar var ekki til frambúðar, heldur aóeins stundarhrifning, skammvinnt sumarævintýri. Það varð okkur ekki ljóst fyrr en seinna meir. Við þóttumst viss í okkar sök og — einn góðan veðurdag stuttu eftir að við kynntumst héldum við til Cuerna- vaca og létum pússa okkur saman. Þetta var fljótfærn- islega ráðið og mikil skyssa. Það rann upp fyrir okkur áður en mánuður var liðinn. Þegar rómantfkinni í Mexíkóborg sleppti áttum við alls ekkert sameiginlegt, eða nærri ekkert, Við skildum fljótlega að borði og sæng og skömmu sfðar sótti Allene um lögskilnað. Hann var staðfestur árið eftir, 1928. En um það leyti var ég orðinn ástfanginn enn einu sinni og í þann veginn að kvænast í þriðja sinn... Árið 1927 tók ég þá ákvörðun, að búa framvegis í Bandarikjunum sjö mánuði á ári hverju en hina fimm í Evrópu. Ég hélt þessum sið alveg fram að 1939. Evrópudvalir mínar áttu ekki að verða nein fri frá störfum. Þó ætlaði ég mér að reyna að fara heldur hægar þar en heima í Bandarfkjunum svo, að ég gengi ekki alvcg fram af mér. En um þetta leyti var ég farinn að hugsa til umsvifa i ýmsum Evrópuríkjum. Ég fékk mér aðsetur í París, ágæta piparsveinsíbúð við St. Didierstræti. Þar sat ég um kyrrt milli þess, að ég fór viðskiptaferðir. Og nú er að segja frá ferð, sem ég fór til Vínarborgar. .. Það var eitt kvöld, er ég sat að snæðingi f matsalnum i Grand Hotel í Vin, að ég fór að veita athygli fólki, sem sat við borð dálitið frá mér i salnum. Það voru tvær ungar stúlkur og roskin hjón. Stúlkurnar voru báðar aðlaðandi, en önnur þó sýnu fremur, að mér fannst. Hún var með hörgult hár, og mér þótti hún heillandi. Ég gat varla haft augun af henni meðan stóð á máltfðinni. Ég spurði þjón um hana svo, að lítið bar á og hann sagði mér, að hún héti Adolphine Helmle. Bosknu hjónin væri foreldrar hennar, en hin stúlkan vinkona hennar. Faðir Adolphine, Dr. Otto Helmle, væri yfirverkfræðangur verksmiðja í Karlsruhe og væru þau komin til Vínarborgar vegna þess, að verk- fræðingaþing væri að hefjast. Ég horfði á eftir fólkinu, þegar það gekk frá borði sfnu og unz það hvarf mér inn í lyftuna! Adolphine var unaðsfögur. Hún var f meðallagi hávaxin, svipurinn fjörlegur og hún bar sig þannig, að hún stafaði ómeng- aðri lífsgleði og lífsmagni. En nú liðu tveir dagar. Er bezt, að Adolphine lýsi því eigin orðum, sem þá gerðist: „Við vinkona min vorum saman í herbergi á hótelinu. Eitt kvöldið kom þjónn upp til okkar og fékk okkur nafnspjald og skilaboð með. Á nafnspjaldinu stóð J. Paul Getty, og hann bauð okkur að koma að borði sinu niðri í veitingasalnum. Við vinkonurnar vorum rétt nýorðnar 18 ára og höfðum aldrei komið út fyrir landamærin fyrr. Við komumst í uppnám, og þótti okkur þeitta heilmikið ævintýri. Við sögðum foreldrum minum, að við værum hálfþreyttar og ekki lausar við höfuðverk og ætluðum að fara f háttinn. Svo læddumst við niður. Hr. Getty bauð okkur til kvöldverðar. Ég þáði boðið strax. Gætti ég þess að líta ekki á vinkonu mína, þvi að við vorum nýbúnar að borða kvöldverð og ég vildi ekki eiga það á hættu, að hún afþakkaði. Hr. Getty pantaði nú dýrasta mat og vfn, sem þarna var á boðstólum, og þegar máltiðinni lauk var ég komin með höfuðverk- inn, sem ég hafði skrökvað upp við foreldra mina. Þökkuðum við vinkonurnar fyrir okkur og fórum upp. En við vorum varla komnar inn i herbergi, þegar þjónn barði að dyrum, kom inn, rétti mér blaðsnepil og sagði: Afsakið, ungfrú — hér er reikningurinn. Ég var æf af reiði, en borgaði reikninginn þó. Foreldrar mínir voru nýbúnir að gefa mér dálitla peninga til fatakaupa og varð ég að láta þá alla. Þegar ég hitti Getty niðri morguninn eftir rauk ég á hann og sagði honum f stuttu máli, að hann væri erkifantur og svindlari. Hann sagði mér þá, að hann hefði að sjálf- sögðu látið færa gjaldið fyrir máltíðina á sinn reikn- ing. Reyndist þetta rétt og fékk ég peningana mína aftur ásamt með hástemmdum afsökunum forráða- manna hótelsins. Eftir á fannst mér þetta stór- skemmtilegt". A fáeinum dögum gekk saman með okkur Adolphine, eða Fini, sem hún var oftast kölluð. En þegar hún kynnti mig foreldrum sinum og við báðum þau leyfis að mega ganga i hjónaband, varð uppi fótur og fit. Dr. Helmle varð blátt áfram æfur, og hann fór ekki dult með það. Hann vakti athygli mfna á þvi, að Adolphine væri helmingi yngri en ég. Auk þess kærði hann sig sizt um það, að dóttir sin giftist-Bandaríkja- manni og kvaðst aldrei mundu láta hana úr landi. En Fini stóð uppi i hárinu á föður sínum. í október gekk lögskilnaður okkar Allene í gildi, og við Fini héldum til Havana, þvert gegn vilja foreldra hennar, og vorum gefin saman þar. Við fórum stutta brúð- kaupsferð og settumst síðan að í Kaliforniu. Fini var ekki mælandi á ensku. Ég vildi þvi ekki skilja hana eina eftir heima, þegar ég fór viðskipta- ferðir, og kom henni þá fyrir hjá foreldrum minum. Þeim féll strax sérlega vel við hana og móðir mín taldi jafnvel, að þarna væri loksins komin kona, sem væri mér samboðin, þótt ótrúlegt væri! Fini féll lfka vel við foreldra mína.“ Foreldrar Pauls komu fram við mig eins og dóttur sina“, sagði hún seinna meir. „Mér þótti vænt um þau og ég held, að þeim hafi þótt vænt um mig.“ Ég gat því miður ekki sagt hið sama um foreldra hennar. Þeim gramdist það ákaflega, að hún giftist gegn vilja þeirra. Voru þau sffellt að skrifa henni og róa í henni. Á það er að lfta, að þau voru þýzk, og Þjóðverjar voru allstrangir uppalendur. Börn í Þýzka- landi, og einkum stúlkur, voru alin þannig upp, að vilji feðra þeirra var þeim lög. Eg er handviss um það, að það var fyrst og fremst þeim Helmhjónum að kenna, að við Fini skildum að skiptum. Árið 1929 varð Fini þunguð. Dr. Helmle heimtaði þá, að dóttir sín (ekki konan mín!) kæmi „heim“ til Þýzkalands og æli barnið þar. Lagði hann hart að henni. Reri hann í henni þar til hún fór að láta sig. Varð hún brátt altekin sektarkennd og fannst hún hafa svikið foreldra sína. Kom þar, að hún bað mig þess, að við flyttumst búferlum til Þýzkalands. Um þetta leyti gekk mikið á í viðskiptum mfnum og voru ýmsar blikur á lofti. Ég sá mér alls ekki fært að fara úr landi að svo stöddu. Fini ákvað þá að fara ein, en ég skyldi koma seinna, þegar ég mætti vera að. Fini fór svo síðsumars. Það var komið fram I miðjan október, þegar ég komst loks til New York. En það vildi hvorki betur né verr til en svo, að ég var varla fyrr kominn til borgarinnar, en verðhrunið fræga varð í Wall Street. Varð ég nú önnum kafinn að bjarga því, sem bjargað varð. Það tók þó enda áður langt leið; ég komst til Berlínar í tæka tíð og var viðstaddur er barnið fædd- ist. Það var drengur. Hann var skírður Ronald, en við kölluðum hann Ronnie. Drengurinn vakti mér bæði stolt og gleði. En Dr. Helmle fann ráð við þvi: hann setti mér úrslitakosti. Sagði hann aðeins um tvennt að ræða. Annað hvort settist ég að í Þýzkalandi með Fini og drenginn ellegar við Fini skildum! Var hann ekki viðmælandi um annað. Eg reyndi þó að komast að samkomulagi við hann og stóð enn í þófi, þegar mér barst skeyti þess efnis, að faðir minn hefði fengið hjartaslag i annað sinn. A þessum árum voru ekki flugsamgöngur milli meginlanda. Ég gat því ekki betur gert en fara með næsta skipi. A leiðinni til New York fylgdist ég með liðan föður mins; fékk skeyti á reglulegum fresti. Þegar ég kom loks til New York var veður svo vont að ekki var flogið út á land og varð ég að fara í lest til Los Angeles. Ég kom í tæka tið. Faðir minn lifði í mánað- artíma eftr þetta. En það varð mér mikið áfall, er hann dó. Hafði mig ekki hent verra um ævina. Ég hafði svo sem haft ærnar áhyggjur fyrir, og nú varð ég að hugga móður mfna og reyna að vera henni til styrktar. En við það bættist að skattyfirvöld steyptu sér yfir dánarbú föður míns eins og hrægammar og varð ég einn til varnar. I árslok 1930 var mér orðið ljóst, að þriðja hjóna- band mitt var farið út um þúfur og þvi varð ekki bjargað. Helmle „stjórnaði aðgerðum" í Þýzkalandi og gaf lögfræðingum fyrirmæli um málareksturinn. Var lögð fram kæra á hendur mér, eins og siður er. Sýndi Helmle lofsverða nákvæmni og samvizkusemi í málinu og var allt tíundað og tínt til, sem að gagni mátti koma. Þótti mér Helmle allóvæginn og harðdrægur í við- skiptunum. Fór hann fram á geysimiklar miskabætur handa dóttur sinni. Skilnaðurinn var staðfestur með dómi i ágústmánuði árið 1932. Fini giftist ekki aftur. Við höfum haldið vinskap frá því, að við skildum, og hefur okkur komið mjög vel saman. Hún hefur oftlega heimsótt mig. En það hefur stundum hlægt mig, að Fini fluttist aftur til Banda- ríkjanna settist að i Kalifornfu og hefur búið þar upp frá því. Það er vissa mín, að hjónaband okkar hefði enzt, ef faðir hennar hefði látið okkur f friði. Fám mánuðum eftir skilnað okkar Fini kvæntist ég i f jórða sinm. Ann Rosk hét stúlkan, og við vorum gefin saman í Mexíkó. Ég stóð á fertugu, þegar þetta var, en Ann var helmingi yngri. Ann var fjörug og lífsglöð stúlka. Hana langaði að verða kvikmyndaleikkona. Við settumst að á Malibuströnd, f húsi, sem ég hafði látið byggja þar nokkrum árum áður. Framan af hjónabandinu lék allt í lyndi. Ann ól mér dreng, og var hann heitinn Eugene Paul. Við undum glöð heima og ekki bar neinn skugga á lengi vel. En þegar frá leið sótti i gamla horfið. Umsvif mín jukust stöðugt. Ég þurfti æ oftar að bregða mér burt að heiman. Ann fór að kvarta sáran um það, að ég skildi hana alltaf eina eftir. Hún sagði, að annir minar væru alveg óþarfar. Ég væri oróinn ríkur og þyrfti ekkert að vinna framar! Okkur fæddist nú annar sonur. Hann var skírður George. En skömmu eftir að hann fæddist fór Ann að verða óþreyjufull. Henni Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.