Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Blaðsíða 9
IT fargjöld fyrir einstaklinga hafa verið lögð niður, en í þeirra stað er ferðafólki gefinn kostur á svonefndum sérfargjöldum fyrir einstaklinga og er talið að jafnvel sé hagstæðara að ferðast á þeim en IT kjörunum áður. Þegar flogið er utan til Evrópu. ar skemmst til Glasgow og Glasgow er um leiS sú stór- borg, sem nœst er íslandi. Venjulegt flugfargjald þangaS ar nú 57.760 bélhr leiSir, en verSur samkvæmt núgildandi sérfargjöldum 36.740 krónur. Til hægri: Gamlar og fagrar menningar- borgir eins og Vin og Prag hafa gersamlega veriS utanviS al- faraleiS islenzkra ferSalanga á undanfömum árum. Nú gera sérfargjöldin fólki kleift aS komast þangaS fyrir viSráSan- legt verS og hægt aS koma viS á mörgum stöSum án þess aS verSiS hækki fyrir þaS. Til dæmis væri hægt aS fljúga fyrst til Kaupmannahafnar. siSan til Frankfurt, þaSan til Prag. svo til Vínarborgar og heim um Brtissel og London. VerSiS yrSi þá miSaS viS flug til fjærsta áfangastaSar, eSa l þessu tilfelli Vínarborgar og yrSi samkvæmt sérfargjöldum 76.30 krónur á mann. ast til útlanda, yrðu verulega hag- stæð. Bent hefur verið á sérstöðu okkar, sem búum á eylandi og þar með þvi að hinn almenni borgari notar flugið til allskonar ferða, en ekki bara menn i erindum fyrir- tækja og opinberra aðila. Því er til að svara, að þetta hefur einmitt verið gert. Fargjöld frá íslandi til Evrópu eru stórum ödýrari en einstök fargjöld milli staða úti á meginlandinu. Kemur það bezt í ljós með þvi að bera saman, að meðalfargjöld milli ís- lands og Evrópu upp á 16.56 krónur á kílómetra, en meðalfar- gjöld á 10 flugleiðum innan Evrópu koma upp á 31.34 krónur á kílómetra. Meginstraumur ís- lenzkra flugfarþega liggur til Kaupmannahafnar og London. Hinsvegar hefur Luxemburg ekki orðið sá vinsæli áfangastaður, sem við mætti búast í ljósi þess, að borgin er bæði sérkennileg og fögur eins og landið i heild, — og eins hitt, að Luxemburg er vei í fyrir utanlandsferð núna en nokkru sinni áður. Þróunin í fólksflutningum að og frá íslandi hefur orðið sú, að einasta farþegaskip okkar er nú ekki lengur í förum. Svo að segja allir ferðast með flugi, utan örfá- ir, sem taka sér far með flutninga- skipum. Sumir hafa horn i síðu þeirrar þróunar, að flugfélögin skyldu sameinuð og tala um hringamyndun i einokun i þvi sambandi. Varla er ástæða til að hafa áhyggjur af þvi og ættu menn fremur að gleðjast yfir þvi, að smáþjóð eins og íslendingar skuli geta tryggt landinu sam- göngur. I ljósi þess hvernig auð- ugum þjóðum hefur á stundum gengið flugrekstur, sýnist ekki 2242 milur án aukagjalds. Það þýðir, að farþeginn getur byrjað á að fljúga til Kaupmannahafnar, þaðan til Frankfurt, þaðan til Prag, þaðan til Vínarborgar, það- an til Briissel og heim um Lon- don. Og samkvæmt sérfargjöldum fyrir einstakiinga mundi allt þetta flug ekki kosta 116.400 krónur, heldur 76.390 krónur. Þó er sá möguleiki fyrir hendi, að fargjaldið gæti orðið enn hag- stæóara. Til að svo megi verða, þarf hópur fólks að taka sig sam- an og verða samferða. Flugfélög- in hafa heimild til að selja 10—50 manna hópum sæti á sérstökum kjörum. Rétt er einnig að taka fram, að flugvallargjaid er ekki talið með i þeim fargjaldaupp- hæðum, sem nefndar hafa verið. Söluskattur bætist hinsvegar ekki á fargjöld i utanlandsflugi. Ódýrasti möguleikinn til að komast utan með flugi, er að sjálf- sögðu sá, að fljúga til Glasgow á sérfargjaldi eða með hópafslætti. Þaðan er til dæmis hægt að aka eða fara með lest suður England. Ferjusamgöngur eru yfir Ermarsund og má þvi segja, að ferðamaðurinn sé kominn i sam- band við meginlandið, þegar til Glasgow kemur. í ljósi þess, sem fyrr er frá greint, verður naumast sagt að flug sé dýr ferðamáti og langt i frá eins dýr og halda mætti, þegar venjuleg aðalfar- gjöld eru skoðuð. Það er hinsvegar alkunnugt, að fargjöld á stuttum flugleiðum milli Evrópuborga eru dýr. Þau fargjöld eru ekki miðuð við skemmtiferðafólk, heldur menn i allskonar erindrekstki, sem fara á vegum fyrirtækja eða opinberra aðila og kaupa farið hvort heldur það er dýrt eða ódýrt. Stundum hefur þeirri spurn- ingu verið varpað fram, hvort is- lenzku flugfélögin gætu ekki hyglað Islendingum á þann hátt, að fargjöld á einhverri leið, sem landsmenn gætu notað til að kom- sveit sett gagnvart Þýzkalandi, Sviss, Frakklandi og raunar Nið- urlöndum einnig. Af afsláttarfargjöldum öðrum en sérfargjöldum fyrir einstak- linga má nefna afslátt fyrir náms- menn og æskufólk, sem gildir allt áið, fjölskylduafslátt, sjómanna- afslátt, hópafslætti, sem eru þrennskonar, IT hópfargjöld, annarsvegar fyrir 10, 20 og 30 manna hópa og tvennskonar barnaafslætti. 1T ferðir (inclusif tour) einstaklinga hafa verið lagðar niður og verða nú að vera minnst 10 farþegar saman til að njóta 1T kjara. Birgir Þorgilsson hjá Flugleiðum, sem góðfúslega hefur gefið upplýsingar í þessa grein, taldi þó að ef nokkuð væri, mundi hagstæðara að ferðast á núgildandi sérfargjöldum fyrir einstaklinga en IT kjörunum eins og þau voru. Birgir telur að nú- gildandi afsláttarfargjöld séu svo hagstæð, að almenningur sé þrátt fyri allt fljótari að vinna sér inn Sjá nœstu síöu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.