Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 4
SAM- FÉLAG APANNA minnir í ýmsu á mannheima Um vísindalega rann- sókn á hegðun Macaque- apa í Japan Einn af æðri öpunum ávítar annan, sem eitthvað hefur brotið af sér. Japanskir macaqueapar eru einhverjir hinir greindustu allra prímata. Þeir eru skyldir rhesus- öpum, og Barbarföpunum í Norður-afrfku og Gfbraltar. Þeir fara sarnan í 50—150 dýra hóp- um. Þeir voru algengir f Japan áður fyrr, en þeim hefur fækkað talsvert á undan förnum ára- tugum — mest vegna þess, hve mjög hefur gengið á skógana í landinu. Nú eru macaqueapar al- friðaðir. Samfélagsskipan macaqueapa er allflókin. Hún er bæði af lff- rænum toga og félagslegum, eins og gengur og gerist hjá öðrum. En samfélag macaqueapa er sérstætt að þvf leyti, að félagslegur þáttur þess er gildari, en ætla mætti fyrir fram. Það er miklum erfiðleikum bundið að athuga hætti macaque- apa úti í náttúrunni, og reyndar ógerningur að heita má. Sá hópur apa, sem hér verður frá sagt, var fluttur frá Japan til Oregon í Bandaríkjunum árið 1965. Þaó voru 46 apar. Nú eru þeir orðnir 230 talsins. Það skal tekið fram, að aparnir 46, sem fluttir voru frá Japan voru saman i flokki; þeir voru ekki tindir saman hver úr sinni áttinni. Þeir höfðu ekkert verið athugaðir áður, en við fengum þá svo, að vandi er að vita, hver áhrif það hafði á háttalag þeirra, að þeir komust undir mannhendur. Við gerum ráð fyrir því, að öll samskipti þeirra innbyrðis hafi færst talsvert í vöxt, þó ekki væri nema af þvi, að ferðafrelsi þeirra er minna en var, og af þvf einnig að þeir eru fóðraðir núna og þurfa ekki að vera á matar- snöpum liðlangan daginn — hafa sem sé fleiri frístundir. Við höf- um tekið eftir því, sem kemur heim við þetta, að aparnir verða mun hægari og hljóðari en ella þegar korni er dreift um hólf Ástalífið setur svip sinn á hegðun apanna einu sinni á ári og karlaparnir hafa þá f frammi ýmiskonar kúnstir til að vekja athygli kvenapanna á fimi sinni og glæsi- leik. þeirra og þeir verða að fara á stúfana og tina í sig. Vanalega er þeim borinn matur á einn stað. Þá eru þeir fljótir að éta sig sadda og geta farið að huga að öðru. Tignarstiginn Macaqueapar hafa ákveðinn tignarstiga í sínum hópi. Æðstur er karlapi. Þeir, sem veljast til foringja eru vanalega orðnir 18 eða 19 ára, þegar þar að kemur. Næstir foringjanum koma fimm eða sex undirforingjar. Þeim næst koma flestallar apynjur hópsins. Eru þær i tignarstig- anum miðjum ásamt ungum sinum og hálfstálpuðum afkvæm- um. En þar fyrir neðan eru svo karlaparnir aðrir en foringjar. Röð þessi virðist ekki fara eftir árásarhneigð. Aftur á móti verða hæst settu aparnir fyrir fæstum árásum en siðan fjölgar árásum jafnt og þétt er neðar dregur og lægst settu dýrin sæta flestum árásunum. Árásarhneigð eykst ekki er ofar dregur I stiganum. Foringi apanna nýtur svo mikillar viröingar, að hann þarf lítið að berjast. Aparnir tveir næstir fyrir neðan hann eru hins vegar árásar- gjarnari, enda njóta þeir ekki jafnmikilla virðingar og þurfa meira að stugga frá sér. Foring- inn þarf varla nema að sýna sig. Æðstu aparnir virðast ekki eiga stöðu sína að þakka líkamsburð- um. Foringinn, sem við köllum Örvarodd, er einn minnsti allra karlapanna i hópnum. Hann er auk þess augntannlaus og vantar í hann annað augað. Tveir undir- foringjanna hafa ekki heldur neinar augntennur og einn hlaut tign sína áður en augntennur hans voru komnar upp. Staða apa i tignarstiganum virð- ist fremur fara eftir stöðu móður hans. Má oft sjá stöðu ungs apa ráðast er hann lendir i útistöðum við jafnaldra sina. Reki hann upp sársaukaöskur kemur móðir hans á vettvang og bítur andstæðing hans. Þá kemur móðir andstæð- ingsins óðara og slær nú í bardaga með mæðrunum. Lýkur honum svo, að apynjan sem hærra er sett og sonur hennar hrekja hin mæðginin á flótta. Gerist þetta nokkrum sinnum kemur að þvi, að sonur lægra settu apynjunnar fer að flýja óðara er hann kemur auga á son hinnar hærra settu. Fyrir kemur, að ungur api rífur sig með grimmd og frekju upp úr tignarstétt móður sinnar. En það er mjög fátitt. í hópum macaqueapa, sem leika lausum hala, komast einungis synir mjög hátt settra apynja i tignarstigann miðjann. Flestir hinir lenda í neðstu þrepunum. Þeir eru um fimm ára aldur þegar þetta ræðst fyrir fullt og allt, og rétt komnir til kynþroska. Þeir verða þá að berjast um sæti í stiganum neðan við miðju — og fer sú röð á endanum að mestu eftir stöðu mæðranna. Sérstakt hlutverk handa hverjum apa Macaqueapynjurnar valda sem sé miklu um skipanina í sínum hópi. En annað er það lika sem miklu ræður um heildargerð apa- samfélagsins. Það er það, að hver einstakur api velst til einhvers ákveðins hlutverks. Fer valið eftir kyni, aldri og tignarstöðu. Til dæmis um þessi hlutverk má nefna það að vera á verði og skyggnast um eftir óvinum, ell- egar ala upp unga. Hlutverkin eru mörg i stórum hópi. Og það er m.a. fyrir sakir þesarar hlut- verkaskiptingar, að aparnir telj- ast lifa í samfélagi en ekki ein- ungis samsafn einstaklinga. Völd og tign i hópi apanna fara 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.