Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 11
Það var fyrir þó nokkrum árum að ég settist niður eitt skammdegiskvöid og ætlaði að fara að bródera í kaffidúkinn minn, sem ég hafði haft í igripum seinustu tuttugu árin. En nú brá svo við, að ég sá ekki nógu vei til þess aö sauma þessi ffngerðu spor með ein- földu „áróragarni". Var ég nú orðin svo gömul, að ég þyrfti lesgleraugu? Ég brá mér til augniæknis- ins, en hann sagði að ég þyrfti cngin lesgleraugu næstu tvö árin. ég væri nú lfka svo ung ennþá. Léttfætt skokkaði ég út frá honum, en vafði kaffi- dúkinn saman og stakk honum upp í skáp og reyndi að gleyma honum. Lesgleraugu Næstu tvö árin las ég mín blöð og bækur skammlaust en ansans ári gekk mér alltaf iila að þræða nál. Brátt fór Ifka að bera á þvf að báglega sá ég í sfmaskrá og mér hætti til að hringja í skökk númer. Og þegar svo var komið, að ég gat ekki á dimmum skammdegis- morgnum lesið framhalds- söguna f Mogganum mfnum, hvað langt, sem ég teygði handlcggina frá mér, fór ég aftur til augnlæknisins og nú varð þessu ekki frestað lengur. Ég var nú orðin ein af þessum virðulegu miðaldra konum með lesgleraugu. Mér tókst að ljúka kaffi- dúknum, sem ég hafði byrjað á fyrir 23 árum og persónur Marfu Lang í framhaldssögu Moggans hurfu ekki lengur í þoku, þegar ég sat yfir morgunteinu. Það var aldeilis munur að lifa. Ennþá hætti ég mér samt ekki með gleraugun á almannafæri. Ég hafði þau aldrei með mér í hús og þegar mér voru sýndar myndir verð ég nú að viðurkenna að ég sá þær bara í þoku, þó að ég reyndi að rétta þær sem lengst frá mér. Á söngæfingunum þraukaði ég gleraugnalaus eftir þetta heilan vetur. Það var furða hvað nóturnar voru skýrt prentaðar. En næsta haust var það vonlaust. Nú varð ég að hafa gleraugun, öðruvísi var vitavonlaust að sjá nóturnar. En á móti varð ég lfka að sætta mig við að sjá söngstjórann aðeins f móðu. Nú er svo komið, að ég fer ekki út úr húsi án þess að stinga gleraugunum f veskið. Ég set þau upp, þegar ég þarf að skrifa ávísanir, en fram að þessu hefur mér tekizt að skrifa nafnið mitt gleraugna- laust og meira að segja nafn- númerið ef birtan er góð. Ég stirðna ekki í handleggn- um á málverkasýningum, þvf að langi mig til að sjá nöfn myndanna f sýningarskránni verð ég skilyrðislaust að setja upp gleraugun, en rffa þau jafnóðum aftur, þegar ég fer að skoða næstu mynd. Nú skil ég konuna, sem taut- aði: „Hvað er að sjá gleraugun mín, það er eins og ég hafi stungið þeim í sykurkarið." Ég er nefnilega farin að þurfa að nota þau f eldhúsinu þá sjald- an ég er svo myndarleg að baka eða búa til rétt eftir uppskrift svo og til að sjá skammlaust á búrvigtina. Ósjaldan vill þá setjast á þau smjörlfkisklessa og sykur- eða hveitiský, því að sffellt er ég að þrífa þau ofan á milli þess, sem ég lít í uppskriftina. Furðulegt var, hvað mér fannst lítiö aukazt við andlits- hrukkurnar á undanförnum árum. En fyrir skömmu var mér litið í spegil — gegnum gleraugu. Ég held að ég geri það ekkert aftur í bráð. Það er Ifka ansi óþægilegt að fremja andlitssnyrtingu með gleraug- un á nefinu. Enn er ég ekki komin á það stig að leita dyrum og dyngjum að gleraugunum og finna þau svo á nefinu eða i svuntuvasanum. En kannski Ifða ekki svo mörg ár, þangað til að því kemur. Anna Marfa Þórisdóttir. Guðrún Svava Svavarsdóttir kvaddi sér líka hljóðs í fyrsta sinni með sýningu í Gallery SÚM. Emnig hún hefur kosið sér einskonar raun- sæi, sem ekki er þó komið i fastan farveg og verkin á sýningunni voru álíka misjöfn að gæðum og oft vill verða á fyrstu sýningum. Þau beztu voru þó bæði athyglisverð og eftir- minmleg og það er meira en nóg til að gleðjast yfir. Guðrún Svava málar fólk og landslag, stundum með rómantísku ívafi eins og myndirnar af Þorstemi frá Hamri í blómskrýddri brekku, ellegar með súrrealísku ívafi eins og myndina af dansmærinni, systur listakonunnar, sem kom fagur- lega svífandi til jarðar í Hollandi. . . Með þessu hefur Guðrún Svava hasl- að sér völl í myndgerð með margvis- lega þróunarmöguleika; í því húsi eru margar vistarverur svo notuð sé göm- ul og góð samlíking. Áhrifin eru að hluta komin úr popplist og að hluta úr nýraunsæi. Mér sýnist Guðrún Svava bæði hafa nægilega hæfileika og kunnáttu til að geta spunnið sinn eigin vef úr þvi á áhugaverðan og persónulegan hátt. Jóhannes Kjarvai er ennþá jafn hugstæður, sérstæður og hrifandi og þá er hann var á meðal okkar. Það hefur enn einu sinni orðið Ijóst og kannski aldrei betur. Sýnmg á myndum úr eigu Reykjavikurborgar og úr einkaeign er framúrskarandi og það er hollur skóli að gaumgæfa vinnubrögð Kjarvals i þessum myndum. Þar er ekkert til sparað í vinnu og fyrirhöfn að árangurinn verði sem beztur og til- finning Kjarvals er svo fín og mögnuð í senn, að myndir hans verða aldrei stirðlegar, hversu mikið sem hann vinnur þær. Þessi sýning mun standa fram i ágúst og verða henni gerð nánari skil í Lesbók á næstunni og skal þvi ekki fjölyrt frekar um hana hér. Jónas Guðmundsson hefur verið mikilvirkur að undan- förnu og haldið sýningar, sem spanna svæðið frá Hvammstanga til Frank- furt. Á sýningu hans að Kjarvalsstöð- um voru nálega einvöiöungu vatns- litamyndir og gætu ýmsir lært af Jónasi i tækni, sem velgdu bekki i listaakademíum, meðan hann var enn að stýra togurum. Tækni er gott vegarnesti; undirstöðuatriði, sem menn ættu að læra í skólum, en virðist vera vanrækt nú orðið. Jónas hættir sér ekki út í neinar óviðráðanlegar ófærur og kemst vel frá sínum viðfangsefnum, sem eink- um eru hús og skip. Hann er í mikilli framför og það er út af fyrir sig markverður áfangi að hljóta samþykki listráðs á Kjarvalsstöðum eftir ekki lengri feril. Einar Þorláksson sýndi bæði í Galleri Sólon íslandus og á ísafirði, en það voru minm háttar sýningar; millikafli, sem ekki markar tímamót á ferli listamannsins. Að þessu sinni sýndi Einar pastelmyndir; margar þeirra hugljúfar og litfagrar. en af reynslunni virðist mega ráða, að málarar hafi takmarkaðan ávinning af að vinna með pastellitum til lengdar. Abstraktmyndir Einars frá síðustu sýningu hans, unnar i acryl, höfðu stórum meiri slagkraft. Þegar bezt lætur og Einar hittir naglann á höfuð- ið, gerir hann athyglisverðari abstraktmyndir en flestir hérlendir málarar. Grafíksýningin i Norræna Húsinu var merkur list- viðburður. Það er komið upp sterkt lið í þessari grein og þar er leikið á skemmtilega ólika strengi. Mér virtist ungt fólk vera í miklum meirihluta meðal sýmnargesta og áhugi þess gefur fyrirheit um enn frekari land- vinninga þessarar listgreinar. Greini- legt er að ýmislegt, sem nútima lista- mönnum er hugleikið, næst betur fram i grafík, en á annan hátt, enda mikill misskilningur að öll myndræn viðfangsefni verði bezt leyst með oliu- lit á léreft. Bragi Ásgeirsson opnaði sýningu i Norræna húsinu um miðjan mai og er henni lokið. Bragi sýnir myndir, sem telja verður í beinu framhaldi af því sem sést hefur frá hans hendi að undanförnu; mynd- verk unnin á plötur, þar sem ákveðið og sérstætt ..andrúnY' er myndað fyrir tilstuðlan fundinna hluta, litar og jafn- vel eftirprentana. Bragi hefur um ára- bil þróað þessa myndgerð; hann hef- ur skipað þann bás einn hér á landi eftir því sem ég veit bezt. Bragi hefur alltaf náð mjög persónulegum tökum, hvort heldur hann vann i grafik eða málaði. Þó hér sé ekki um málverk að ræða í venjulegum ’skilningi þess orðs, tekst Braga að skapa merkileg- an myndheim, sem þróast getur i ýmsar áttir: Sumum kann að virðasi myndir af þessu tagi dálitið strembn- ar við fyrstu kynni, en þær vinna á eins og allt sem vel er gert Listasafn Ríkisins eða öllu heldur nefndm, sem sér um innkaup á listaverkum til safns- ins, hefur sannarlega átt þess kost að festa kaup á ágætum verkum á þess- um vetri. Hinsvegar hefur háttalag nefndarinnar ekki vakið litla athygli — og þá fyrir það sem siður skyldi. Stundum virðist svo sem þessi nefnd sé búin að ákveða það áður en sýmng er opnuð, hvort ómaksins virði sé að líta þar inn og margir hafa látið i Ijósi furðu á vali nefndarinnar Að sjálf- sögðu á safnið að kaupa myndir á hverri einustu sýningu, sem haldin er að Kjarvalsstöðum og i Norræna hús- inu, — minnugt þess, að þar eiga að vera þröskuldar, sem einungis fram- bærileg list kemst yfir Samt var nefndin beinlinis rekin til að koma á sýningu Gunnlaugs Stefáns i Nor- ræna Húsinu og án þessa hefði safnið ekki eignast mynd eftir hann frá þessari athyglisverðu sýningu Nefndin smðgekk allar beztu myndir Þorbjargar Höskuldsdóttur og festi kaup á mynd, sem stóð þar flestum að baki. Á sýningu Baltasars kom nefndin ekki fyrr en næst siðasta daginn og festi kaup á mynd, þegar ekkert úrval var lengur til Ef Lista- safn íslands á að verða meira en nafmð tómt, er nauðsynlegt að ástunduð verði önnur og betri vin’nu- bröðg i þessu efni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.