Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 7
hefur undursamleg stórvirki sem þið botnið ekkert í. Þið skríðandi og nag- andi ormar sem ættu að merjast undir hæl mínum, fótum þess manns er stefnir til stjarnanna". í þessari skyndimynd eru tvö mikil- væg atriði. Hið fyrra er vissa Schuberts um listræna yfirburði sína sem ávalt kom fram er verk hans bar á góma. Hitt er sú staðreynd að í augnabliksgeðshræringu vitnar hann til Lessing en ekkert af skáldskap hans færði hann í tónbúning þó hann hafi sannarlega verið honum gjörla kunnugur. s. 'annfæring um snilligáfu sína var sterk og ríkjandi einkenni í fari Schuberts og sjálfsmati. Að vísu var hún venjulega hulin bak við eðlisrunnið látleysi sem stundum hef- ur verið kallað feimni en var fremur náttúrleg hógværð. En þetta meðfædda sjálfstraust er mikilvægur þáttur til skilnings á öldungis nýrri listrænni eðlisgerð sem var nær óþekkt fyrir daga Schuberts. Nú er meðvitund listamanna um ágæti verka sinna auðvitað enginn ný bóla og var til að mynda meira áberandi hjá Beethoven. En mikillæti af þeim toga átti rætur i aldagamalli tengsla- og stéttaskipan þar sem tónlistar- menn skipuðu mjög hefðbundinn og sérstakan sess. Hvað Schubert við- víkur voru þessi tengsl að engu orðin. Hann fæddist árið 1 797, átta árum eftir að stjórnarbyltingin franska brauzt úr og lifði því bernsku sína og unlingsár á miklum umbrotatímum þegar forn lífsgildi hrundu að fullu og öllu en byltingarkenndar hugmyndir sóttu fram og skópu nýjan lífs- skilning. Schubert umgekkst jafnt all- ar þjóðfélagsstéttir. H:nn var nátengdur aðalsmönnum t.d. Franz von Schober og Josef von Spaun, en flestir vina hans voru þó úr miðstétt svo sem Jobann Mayrhofer og Huttenbrennerbræðurnir og lágstétt, en til hennar taldist Schubert sjálfur. Það sem batt saman þennan marglita kunningjahóp voru sameiginleg áhugamál, að nokkru leyti svipaður hugmyndaheimur og lífsstíll, en framar öllu maðurinn og tónskáldið Franz Schubert. s, 'em tónhugsuður var Schubert þó algjörlega óháður einstaklingum, hirð eða kirkju. Til allrar hramingju báru örfáar tilraunir hans til að öðlast „fasta" stöðu engan árangur. Áhuga- leysi hans hefur þar vafalaust vegið þungt á metunum. Schubert ætlaðist beinlínis til þess að sess hans og virðing í þjóðfélaginu væri í samræmi við gáfur hans og hæfileika og metin samkvæmt því. „Schubert er meira virði en einhver herra von Schubert" skaut hann að vini sínum Josef Huttenbrenner, er oft var honum inn- an handar í veraldlegum og fjárhags- legum efnum. „Ríkinu ber að sjá mér farborða. Ég var i heiminn borin einungis til að skapa tónlist". Þessar róttæku hugmyndir Schuberts um stöðu og mikilvægi listamanna eru í anda tuttugustu aldar en ekki eigin samtíðar. Hugsanafrelsi hans kemur skýrt og og fallegt í Ijós í músik hans. Hann samdi sjáldan tónverk eftir pöntun sem var þó enn algengt um hans daga. Nær öll stórverk hans voru samin án nokkurs sérstaks tilefn- is. Það gerði honum sannarlega erfití um vik að. koma þeim á framfæri. Kirkjuleg tónlist hans er þó undantekning að þessu leyti. Yfirleitt var hún samin af gefnum tilefnum og því oftast nær flutt undireins og hún var fullgerð. En þessa háttar beiðnir um músik komu ekki frá kirkjunni heldur einstaklingum. Einn slíkur var Ferdinand bróðir Schuberts sem oft varð að sjá um tónleikahald fyrir þá stofnun er hann veitti forstöðu. Af- staða Schuberts til kirkjunnar var alla ævi gagnrýnin og jafnvel fjand- samleg. Þegar hann tónsetti latnesku messuna sleppti hann undan- tekningarlaust þessum orðum úr trúarjátningunni: Et unam sanctam catholicam et apostolichan ecclesiam en það útleggst: Og (ég trúi) á eina heilaga almenna og postullega kirkju. V, iðhorf Schuberts til tónlistar gagnvart öðrum listgreinum og skyld- leika þeirra voru jafn byltingarkennd sem sérstaða hans sem tónsmiðs. Hann bjó til nýtt gildismat á þessu óhlutrænasta tjáningarformi manns- hugans með því að dýpka og vikka umtak þess. Sköpunarhugsjón hans — oft og tíðum form og innihald sjálfra tónferlanna — er knýtt örðlist og bókmenntum órjúfandi böndum. Að sjálfsögðu gildir þetta fyrst og fremst um sönglögin. Hinn 13. júní 1816 kynnti Schubert á góðra vina fundi tvö laga sinna: Amalia og Rastlose Liebe. Hann hripaði i dag-. bók sína: „Ég lék nokkur tilbrigði eftir Beethoven og eftir Goethe og Amalíu Schillers. Hið fyrra vakti óblandna aðdáun, hinu síðara var miður tekið. Þrátt fyrir það, að sjálfur telji ég Rastlose Liebe meira virði, olli hljóm- ræn skáldsnilli Goethes áreiðanlega miklu um hrifninguna". Tónskáldið metur því ekki áhrif lagsins eingöngu heldur orð og tóna sem jafnvæga heild. Þetta á ekkert skylt við hæversku heldur frumlega listgáfu. Margir vitnisburðir eru til um skilning og skoðanir Schuberts á skáldskap. Af þeim aragrúa kerlingabóka er náð hafa að festa rætur um þennan óvenjulega mann, er sú einna verst og lifseigust, sem útmálar hann sem einfaldan og barnalegan lagasmið er situr í eins konar leiðslu i kompu sinni og „framleiðir" músik við allt sem auga á festir. Ef við authugum vina- hóp Schuberts verður augljóst hve fáránleg þessi ranghugmynd er. Franz von Schober, Johann Mayrhofer og Eduard von Bauernfeld voru til dæmis vel að sér og ágætir smekkmenn á bókmenntir. Ef skyggnzt er til lauslegri kunningja. rekumst við á nöfn eins og Franz Grillparzer, frægasta leikskáld Austur- ríkis um sína daga og August Wil- helm von Schlegel, sem þýddi mörg þekktustu verk heimsbókmenntanna á móðurmál sitt með glæsibrag. Vina- hringur Schuberts mættist nokkuð reglulega ekki aðeins til að iðka músik heldur líka á lestrarkvöldum þar sem þeir kynntu frumsamin verk og nýjar útgáfur. „í bókmenntum var Schubert allt annað en grænjaxl", skrifar Bauernfeld. „Til eru i eigin- handskrift hans útdrættir sagnfræði- legra og jafnvel heimspekilegra rit- gerða. Dagbækur hans geyma hug- dettur hans, oft býsna frumlegar, einnig Ijóð og eftirlætis félagar hans voru listamenn og fagurkerar". En Schubert er auðvitað sjálfur bezta vitnið um það, að hann gleypti ekki gagnrýnislaust við öllum þeim Ijóðum er bárust honum í hendur til laga- smíða. Hann sagði eitt sinn við Anselm Húttenbrenner: „Léleg kvæði hræra engan streng. Ég píni sjálfan ' mig en útkoman verður andleysið tómt. Ég hef vísað frá mér mörgum kvæðum sem troðið hef ur verið upp á mig". S. 1 chubert var fátækur alla ævi. Hann hafði ekki efni á að kaupa bækur. Margar hefur hann þó eflaust fengið léðar hjá kunningjum sinum. Samt átti hann ofurlitið bókasafn er Franz von Scober útvegaði honum. Það var að meginhluta bókmenntaleg úrvalssöfn og sýntshorn. En þekking, skilningur og smekkur Schuberts á bókmenntum kemur langbezt fram i hans eigin tónverkum. Hann samdi lög við Ijóð yfir nítiu skálda — en alls ekki af hreinni tilviljun. Höfundar hans voru f fyrsta lagi skáld sem vinsæl voru fyrir daga Goethes. Þekktastir þeirra eru Hölty og Matthisson. Schubert sótti mikið og margt gott til þessa hóps á unglings- árum sínum. Mjög snemma kynntist hann Schiller og nokkru seinna Goethe, sennilega i október 1814 þegar hann samdi Gretchen am Spinnrade. Schubert leitaði til þess- ara tveggja mestu skálda samtíðar sinnar aftur og aftur. Fra þvi um tvítugsaldur urðu skáld hinna róman- tísku hræringa honum æ hugleiknari enda voru þau jafnaldrar hans og sálufélagar. Meðal þeirra má nefna Novalis, Rúckert og Walter Scott. Síðustu árin heillaðist loks Schubert af Wilhelm-Muller og Heine er fóru í mörgu aðrar leiðir en rómantikerarnir. En auk þessa samdi hann alla ævi sæg laga við Ijóð hagmæltra vina sinna og kúnningja. Það eru einkum þau kvæði sem hafa valdið þeim misskilningi að hann hafi samið músik við hvaða bull sem var. Þó mörg þessarra kvæða séu hinn arg- asti leirburður má ekki gleyma þeirri mikilvægu staðreynd, að oft og tíðum hefur hann kynnzt þeim fyrst í munn- legum flutningi höfundanna, mælt fram af hita og tilfinningu. Þau hljóta því að hafa rist miklu dýpra i sál hans en kvæði sem hann las í bók. í beztu lögum sínum (og reyndar lika þeim sem aðeins eru i „meðal- lagi") vefur Schubert saman orðum og tónum á þann hátt að úr verður áður óþekkt listfyrirbæri, eins konar tónskáldverk — lieder — þar sem orðin varpa Ijósi á tónana og tónarnir fylla út hugsun og tilfinningu orð- anna. Ósjaldan kafar hann miklu dýpra i efniviðin, mannlegt eðli og lifið yfirleitt, en orð fá megnað með takmörkuðum tjáningarmætti sinum. Schubert hengir sig aldrei i orðunum sjálfum eins og gamla Bachs var háttur. Það er hugblær Ijóðanna sem tendrar hugmyndaflug hans. Þess vegna tókst honum oft að skapa frumleg meistaraverk úr mynd, stemningu eða. óljósu hugboði kvæða sem frá bókmenntalegu sjónarmiði eingöngu eru hreinn óskapnaður Schubert-lieder er ekki bara músik þaðan af síður músik að Ijóði vic- bættu, þar sem hægt er að meta og njóta lags og Ijóðs óháð hvort öcru. Lieder hans eru sjálfstæður heimur sem er bæði tónrænn og Ijóðrænn. Framhald á bls. 16. Dfc* miione \1ulleHi 1 RKTfcft** um inui¦:\<xi.\\\ixi:Rc.u.i8i.my.*iv\o I fRANiZ SCHUBtKT: DUETS Janet Baker'- [ji(ftrich fischor-Dieikau I s janet eaM-r- iJHícncn nsa»vi*i-H«j*iiu j- I—>-••¦"¦¦¦'¦---------—. ¦ i »i ¦¦¦¦' .........-......—*-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.