Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 5
Aparnir hafa sinn þjóðfélagsstiga
og einn hefur óskorað vald
VerSi erjur og áflog, eSa einhver sem ræðst á unga eSa
Iftilmagna, bregst ekki, aS einhver api, sem hátt er settur í
þjóSfélagsstiganum blandar sér I málið af myndugleik.
alls ekki eftir velgengni í ásta-
málum. Ýmsir lægst settu karlap-
anna hafa mök viö miklu fleiri
apynjur en sumir foringjanna. Og
hátt settar apynjur viröast ekki
gera mun á karlöpum eftir tign í
þessum efnum. Hins vegar virðast
apynjurnar alveg ráöa þvi, hverja
þær eiga mök við; þær neita oft
einum en reynast fúsar til viö
þann næsta, sem kemur að. Karl-
arnir reika svo um og reyna fyrir
sér þangað til einhver þýöist þá.
Stundum fella þeir svo hug til
einhverrar apynju, aö þeir elta
hana dögum saman, þótt hún sé
þeim alveg fráhverf. Erfitt er að
henda reiður á faðerni meðal ap-
anna en þó virðist ljóst, að þeir
hæst settu, foringjarnir, eigi ekki
öllu meiri þátt í viðkomunni en
aðrir.
Um fengitímann eykst karl-
öpunum kynhormón, testosterón,
og jafnframt eykst þeim árásar-
hneigð. Sambandið þar á milli er
þó flókið og í því félagslegir
þættir, sem ekki eru ljósir. í mæl-
ingum hefur komið á daginn, að
engin bein tengsl eru með testo-
sterónmagni í karlapa og valda-
stöðu hans. Testosterónið á vafa-
laust einhvern þátt í aukinni
árásarhneigó karlanna um fengi-
timann, en þó virðist mega ætla,
að félagsleg áreiti eigi ekki minni
þátt i henni — og sennilega meiri.
Háttalag apanna breytist mjög
aftur um það bil, er fengitiminn
er á enda. Karldýr og kvendýr
hætta að draga sig saman og karl-
arnir hætta mikið til að slást, en
fara að leika hver við annan. Full-
orðnu karlarnir leika gjarna við
hálfstálpaða unga og leyfa þeim
þá ýmislegt, sem ekki yrði liðið
um aðrar mundir. Yfir leitt eru
karlarnir hinir föðurlegustu og
þolinmóðustu um þetta leyti. Þeir
leika ekki einungis við ungana,
en þrifa þá líka, lofa þeim að kúra
hjá sér, og bera þá á baki sér um
hólfið.
Að þvo kartöflur
og hnoða
Menn hafa veitt því athygli, að
hinir ýmsu hópar villtra macaque-
apa temja sér ýmsa ólíka siði; þeir
hafa ekki sömu venjur i öllum
greinum. T.d. eru tveir hópar í
Japan frábrugðnir í því, að annar
étur hrísgrjón af ökrum bænda og
lifir á þeim mestan part, en hinn
lítur ekki við grjónunum, þótt
hann eigi leið yfir akur. Þá má
nefna það, að ung apynjan í enn
öðrum hópi, sem hefst við á eyju
nokkurri, tók upp á því að fara
með kartöflur niður að læk og
skola af þeim sandinn, sem loddi
við þær úr jörðinni. Hinir aparnir
tóku þetta svo upp eftir henni, og
brátt var það orðið alsiða i hópn-
um.
Um veturinn 1970—1971 veitt-
um við athygli óvanalegum,
nýjum sið í hópnum okkar. Einn
lægst settu apanna tók upp á því
að búa til snjókúlu og velta henni
eftir jörðu þar til hún var orðin
40—50 sm að þvermáli. Aðrir
tóku þetta upp eftir honum, að
alla vetur siðan hafa einhverjir
apanna gert þetta endrum og
eins. Ungarnir virðast hafa hið
mesta gaman af snjóboltunum,
leika sér og ærslast á þeim. Hinir
fullorðnu sitja aðeins á þeim.
Þar sem okkar apar eru um-
girtir og komast ekki langt má
ætla, að meira sé um bardaga í
þeirra hópi en gengur og gerist
hjá öpum, sem ganga'alveg lausir.
Við höfum búið svo um hnútana,
að dýr gætu forðað sér, ef I hart
færi. Við komum stáltunnum
fyrir inni i hólfinu og höfðum
handföng í þeim innanverðum.
Dýrin geta þá flúið niður í tunn-
urnar, ef að þeim er sótt, og
haldið sér í handföngin, ef reynt
verður að draga þau upp úr. Leita
aparnir oft hælis i tunnunum og
hafa þær gefið góða raun.
Fyrir kemur, að mörg dýr ráð-
ast á eitt. Ástæðuna til þess vitum
við ekki. Varla verður þetta af
því, að of þröngt sé um dýrin; það
hefur verið prófað. Girt var lítið
hólf við hlið aðalhólfsins og dýrin
rekin inn í það. Þetta var endur-
tekið nokkrum sinnum og dýrin
höfð í litla hólfinu nokkurn tima I
hvert sinn. Ekki riðlaðist félags-
skipan apanna, þótt þrengt væri
svona að þeim, og virtist valda-
kerfið og tignarstiginn raunar
enn traustari í þrengslunum en
stóra hólfinu. Bardögum, og of-
sóknum margra dýra á hendur
einstökum fjölgaði í fyrstu en
fækkaði, þegar fram í sótti. Það,
að illindi jukust í hópnum fyrst
eftir bústaðaskiptin, var senni-
iega aðeins viðbrigðunum að
kenna.
Samfélög prímata eru áhuga-
verð í sjálfum sér og gild ástæða
til að rannsaka þau þess vegna.
En auk þess kann að vera að þær
athuganir varpi einhverju ljósi á
samfélag manna, enda þótt það sé
miklum mun flóknara en hin. Lif
allra skepna er undir því komið,
að þær lagi sig að aðstæðum sín-
um. Takist mönnum að komast til
botns i því, hversu macaquea-
parnir laga sig að breyttum og
gerólikum aðstæðum kann að
vera, að þeir geti dregið af þvi
einhvern hagnýtan lærdóm fyrir
sitt leyti. Lif manna, ekki siður en
annarra dýra, er komið undir að-
lögunarhæfni þeirra.
Foringinn virðist hafa það hlut-
verk að stjórna ferðum hópsins og
verja hann. Aparnir, sem hér um
ræðir eru í afgirtu hólfi og foring-
inn, Örvaroddur, þarf þvi ekki að
hugsa um ferðir hópsins. Hins
vegar ver hann hópinn enn, ef
honum þykir þurfa. Kemur hann
t.d. undir eins á vettvang, ef við
þurfum að taka nokkra apa út úr
hópnum til skoðunar. Hann tekur
sér stöðu milli þeirra og okkar,
ógnar okkur og lætur hægt undan
siga. Þurfum við að taka veikt eða
sært dýr úr hópnum fær örvar-
oddur nokkra lágt setta karlapa
eða einn eða tvo undirforingja og
fullorðnar apynjur með sér og
ógna þau okkur en hinir undirfor-
ingjarnir slá hring um mæður og
unga. Yfirleitt bregðast fullorðnu
karlaparnir sérlega illir við, ef
ungum er ógnað.
Undiroringjarnir hafa einkum
það hlutverk að skerast i bardaga
og binda endi á þá. Þeir hafa
þann hátt á að hrekja grimmari
áflogasegginn á flótta. Þeir
veitast sem sé að hinum minni
máttar. Það mun þó ekki vera af
„siðferðisþroska", að undirfor-
ingjarnir gera þetta. Þetta eru
annars konar viðbrögð: þegar
tveir apar berjast grettir sá
grimmari sig að líkindum illúð-
legar og öskrar heiftarlegar.
Hinn, sem fer halloka, ber sig
aumlega og hniprar sig saman.
Grimmdarlæti þess sterkari
hleypa illu blóði í undirforingja,
sem á horfir. Þess vegna ræðst
hann á þann, sem verður ofan á í
bardaganum.
Sérhæfing apanna i hlutverk-
um virðist fara sjálfkrafa eftir
stéttarstöðu þeirra. Sumt verða
þeir þó að læra af reynslunni.
Einn apanna i hópnum okkar,
Stóri þristur, reif sig upp úr lág-
stétt og komst til undirforingja.
Þegar til kom reyndist hann ekki
kunna jafn vel til verka og þeir,
sem voru „fæddir til undirfor-
ingja“. Hann var nokkra mánuði
að læra hlutverk sitt til fullnustu,
en nú er hann orðinn einn sá
færasti allra undirforingjanna.
Þar, sem macaqueapar ieika
lausum hala hafa lægst settu karl-
aparnir það hlutverk helzt að
gæta að rándýrum og hjálpa for-
ingjanum að verja hópinn. Þeir
leika lika við unga apa og aga þá.
Læra ungarnir án efa mikið af
því. En auk þess flakka lágstéttar-
apar nokkuð milli hópa og verður
af þvi heppileg blóðblöndun í
stofninum. í hólfinu hjá okkur er
þessu nokkuð öðru visi háttað;
þar komast þessir apar ekkert
burt og blanda sér því fremur í
aðalhópinn. Er þeim betur tekið
Tvær mæSur meS
unga stna, sem yfir-
leitt fæSast t aprtl og
maf. MæSurnar gæta
unganna mjög vel og
aSrar mæSur eSa
kvenapar fá ekki aS
koma viS þá.
Hér er sjálfur höfS-
inginn t japönsku
apanýlendunni, sem
hér er greint frá.
Hann er nefndur
Örvaroddur. Hann er
farinn aS eldast, orS-
inn 25 ára, búinn aS
missa tennur, er ein-
eygSur og einn af
minnstu öpunum. En
vald hans véfengir
enginn.
þar en gengur og gerist úti í nátt-
úrunni.
Fullorðnar apynjur hafa það
hlutverk að ala upp ungana og
vernda þá. Nýfæddir macaque-
apar eru ekki burðugir og verða
mæðurnar að halda á þeim fyrstu
dagana. Þeir fara þó fljótlega að
reyna að skríða burt, en
mæðurnar eru sérlega lagnar að
halda þeim hjá sér þótt þær séu
jafnframt önnum kafnar við ann-
að, og komast ungarnir aldrei
langt. Þegar þeir eru svo sem
hálfs mánaðar gamlir er farið að
kenna þeim að ganga. Mæðurnar
setja þá niður, ganga spölkorn frá
og reyna að lokka þá til sín. Mæð-
urnar eru að vísu misjafnar og
sést það oft glöggt, er þær eru
með unga sína. Sumar hafa ung-
ann á baki sér, aðrar láta þá
hanga framan á brjósti sér og
draga þá jafnvel eftir jörðinni.
Aðrar apynjur en mæðurnar
eru yfirleitt hinar áhugasömustu
um ungana. Einkum gefa systur
unga sig mikið að þeim, svo og
barnlausar apynjur. En mæð-
urnar eru flestar hræddar um af-
kvæmi sin og beita hinar apynj-
urnar stundum furðulegustu
brögðum til þess að komast að
ungum og snerta þá.
Dætur halda tryggð
við mæður sínar
alla ævi
Mismunur kynjanna kemur
fram í hegðun strax er ungar fara
að hætta sér burt frá mæðrum
sínum. Ungir karlapar vilja helzt
fljúgast á og leika við jafnaldra
sína og sér eldri apa, en ungar
apynjur halda sig fremur hjá
mæðrum sínum og systrum. Klóra
þær þá og láta vel hver að ann-
arri, leita lúsa og gera annað það,
er til þrifnaðar horfir. Fyrir kem-
ur, að ungar apynjur slást í hóp
karlapa, sem eru að leik, en þær
hverfa þá oftast fljótt frá og snúa
sér aftur að einhverju „kven-
legra". Ungir apar þrífa sjaldan
aðra apa, en hins vegar þrifa þeir
sjálfa sig oftar en apynjurnar
gera.
Systkini verja hvert annað og
öll verja móður sina ef þarf. Karl-
apar hætta þó að koma mæðrum
sínum til varnar, er þeir komast á
kynþroskaaldur. Með mæðrum og
dætrum eru aftur á móti náin
tengsli alla ævi.
Fullorðnar apynjur halda lika
hópinn og styðja hver aðra miklu
fremur en óskyidir karlapar.
Kann það að vera orsök þess, að
margir karlapar verða út undan í
hópi, ýmist hraktir burt (gangi
aparnir lausir), eða lágt settir
(séu þeir i haldi). Slái í bardaga
með karlapa og apynju koma
ævinlega einhverjar stallsystur
apynjunnar henni til hjálpar.
Karlapar hjálpa hins vegar sjald-
an hver öðrum. Stundum lendir í
heiftarlegum brýnum milli hópa
apynja og endar það stundum
þannig hjá villtum öpum, að
nokkrar fjölskyldur taka sig út úr
flokki og fara annað. Vináttu-
tengsl og samstaða apynja virðast
þvi ráða miklu um samhald hóps
og t.d. meiru en samdráttur kynj-
anna, sem er árstíðabundinn og
stendur stutt hverju sinni.
Þó er það til, að karlapi bindist
apynju og taki að verja hana við
árásum. Gamma, ein apynjan okk-
ar, nýtur t.d. verndar tveggja
undirforingja. Annar þeirra,
Brúnó, tók hana i fóstur, þegar
hún missti móður sína. Hinn
verndarinn er Stóri þristur. Hann
hefur getið unga við Gömmu en
hann ver hana jafnt um fengi-
timann sem utan hans. Brúnó
hefur aldrei átt mök við Gömmu.
Nú er blóðskömm forboðin hjá
macaqueöpum. En þar, sem
Brúnó er óskyldur Gömmu má
álykta, að það forboð gangi ekki
að erfðum heldur sé það öðru vísi
til komið.
Tilhugalíf i ð
byrjar á haustin
Macaqueapar makast í október
og nóvember. Ungarnir fæðast
Framhald á bls. 16.