Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 3
erum stundum svo útslitin og uppgef- in, að við erum að gefast upp. Við óskum þess líka á stundum, að stjórnmálamenn og þeir, sem sýsla með fjármál ríkisins, ákveða fjárvéit- ingar, hvað á að ganga fyrir og að hve miklu leyti — að þeir eignist sjálfir þroskaheft börn. Þá hljóta þeir að skilja? Ef þeir reyndu það sjálfir hvað angistin og örvæntingin getur orðið mikil? Þá yrði réttlætið e.t.v. aðeins meira. Eitt af því versta við að eiga þroska- heft barn er, að maður hefur eigin- lega ekkert leyfi til þess að deyja. — Hugsið ykkur ef við sem foreldrar gætum orðið gamlir og dáið, og um leið vitað með fullri vissu, að barnið okkar væri í öruggum höndum, og fengi möguleika til þroska og lífsfyII- ingar án okkar." Þetta er örvæntingarhróp höfundar til samtíðarinnar, til samfélagsins, til yfirvalda — það er bæn um hjálp og aðgerðir. Hann segir áfram frá því, þegar Dagur komst á lítið heimili, sem foreldrunum tókst um síðir að koma á stofn með góðu starfsliði. Dagur fékk tækifæri og möguleika, sem fáir hans líkir fengu. Hann hélt áfram að þroskast og styrkjast, þó að bæði hann og foreldrar hans ættu margar andvökunætur af áhyggjum og kvíða, þegar honum leið sem verst. Á unglingsárunum þroskaðist Dagur mikið, segir höfundur. „En það dapurlegasta er bara, að á þeim aldri hafa flestir gefist upp." En Dagur lærði að segja orð og orðasambönd. Hann hefur mest yndi af dansi og hljómlist. Oft setur hann plötur á plötuspilarann, þegar hann kemur heim um helgar og spilar uppáhalds- plöturnar sínar. Hann hefur líka alltaf haft yndi af söng, bæði trúarlegum og þjóðlögum. Höfundur segist viss um það á kvöldin, þegar Dagur sofn- ar, að það séu „englar allt um kring" eins og þau syngi stundum um. Hann segir, að þau hafi verið heppin — en það eigi fleiri þroskaheft börn en þau. Þess vegna „Ég vona þess vegna, að skrif min verði ekki til þess, að auka sektar- kennd þeirra, sem ekki hafa verið eins heppin og við. Nógir eru erfið- leikarnir og ábyrgðjn samt . . . Mig hefur langað að skrifa, til þess að benda á, að það getur hjálpað hinum þroskaheftu að fá möguleika til þroska — hvort sem þeir eru ungir eða fullorðnir. Sagan af Degi er skráð til þess að stuðla að því, að fleiri geti átt góða daga." Þrjú ljóð eftir Myndir: Árni Elfar. Þýðing: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir Snorri Sturluson Einar Þambaskelfir JORGE LIJIS BORGES Þú, sem lézt eftir þig goðsagnir af ís og eldi til minnis óbornum, þú, sem skráðir ögrandi frama þins vilita germanska ættstofns, fannst þér til undrunar nótt eina þegar sverð voru á lofti að vesælt hold þitt skalf. Þessa nótt sem fékk engan morgun skildist þér að þú varst heigull. í náttmyrkri Íslands tryllir saltur stormurinn hafið. Hús þitt er umkringt. Þú hefur drukkið i dreggjar hina ógleymanlegu smán. Yfir fölt andlit þitt fellur sverðið eins og það féll svo oft i bók þinni. Þú ert ekki hinir Ekki mun bjarga þér það sem þeir skildu eftir skrifað þessir sem ótti þinn ákallar; þú ert ekki hinir og skynjar þig núna miðpunkt þess völundarhúss sem skref þin skópu. Ekki bjargar þér þjáning Jesú eða Sókratesar né hinn sterki Siddhartha úr gulli og mætti dauðanum i garði. er degi var hallað. Duft er einnig orðið skrifað með þinni hendi eða sögnin sögð fram af þinum munni. Ekki finnst miskunn i Örlögunum og nótt Guðs óendanleg. Viðfangsefni þitt er timinn. hinn sifelldi timi. Þú ert hver einmana andrá. Óðinn eða Þórhinn rauði eða Hvitikristur. . . Litlu skipta nöfnin og guðir þeirra; eina skyldan drengskapur og hann átti Einar, geiglaus fólkstjóri. Hann var fyrsta bogskytta Noregs og fimur i meðferð sverðsins bláa og skipanna. Úr för hans gegnum timann bergmálar eitt tilsvar og Ijómar i ritsöfnunum. Hann mælti það i orustugný á hafinu. Ferðin til einskis orðin. stjórnborðinn opinn fyrir árásum. Siðasta örin braut bogann hans. Konungurinn spurði hvað hefði brostið svo fast að baki sér. og Einar Þambaskelfir mælti: NOREGUR ÚR HENDI ÞÉR KONUNGUR. Öldum siðar bjargaði einhver sögunni á íslandi. Ég endurrita hana hér og nú. svo fjarri þessum höfum og þessu æðruleysi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.