Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 7
AÐ UÚKA UPP MUM STEINSINS meyjar". En fleira kemur þar til en hlutrænar myndir. Bókin flytur einnig Ijóðræna texta Kristjáns skálds frá Djúpalæk, sem bæði er gæddur innsæi skáldsins og skyggni dul- spekingsins. Og þótt hann að vísu sjái margt hið sama og vér hinir, þá verða myndir steinsins honum meiri opinberun. Hann gengur undrandi inn i veröld töfranna, og fyllist lotningu fyrir höfundi tilverunnar, sem þarna opinberar dýrð sína á svo sérstæðan hátt, og hann játar ,,að aldrei hefði okkur grunað slíka dásemd.” Vel mætti svo fara, að myndir þessar yrðu fleiri skáldum en Kristjáni inn- blásturs og yrkisefni. Textar Kristjáns eru merkilegir og opna oss hinum enn nýja sýn á þeirri töfraveröld sem fyrir augun ber. Ef til vili lyfta þeir fyrir oss örlitlu horni af tjald- skör, svo að vér fáum skynjað litið eitt af dásemd og mikil- leika skaparans og náttúrunn- ar. En gerir raunar ekki öll fegurð það? Ágúst Jónsson, trésmiða- mejstari á Akureyri, hefur lengi eins og margir aðrir haft gaman af að safna steinum úti i náttúrunni, verið athugull og fundvis á það sem sérkennilegt var við útlit þeirra og form og oft lagt á sig mikið erfiði við að leita steina uppi um fjöll og firnindi En hann fýsti að skyggnast dýpra en að gleðja augað við ytra form og liti, sem fram koma á yfirborðinu. Hann tók þvi upp þá tómstundaiðju að saga þá sundur og slípa. og kom þá margt nýtt i Ijós, sem engan hafði grunað. Ósjálegur moli var hinn lystilegasti grip- ur. En svo datt honum i hug að láta Ijós falla gegnum þunnar flögur og Ijósmynda það sem þá sæist. Árangurinn eru myndir þær, sem hér er að sjá. Það er naumast hægt að segja, að islenskt steinariki sé fjölskrúðugt ef litið er á teg- undir þess. Ekkert er hér af hinum svonefndu gimsteinum, sem hvarvetna eru eftirsóttir, sem hin mestu dýrindi. Fátt er um málmsteina, sem skapa sumum þjóðum auð og at- vinnu Miklu mestur hluti steinarikisins heyrir til hinna svonefndu kvartssteina, sem hlotið hafa nöfn og verið sundurgreindir eftir lit sinum, en litir þeirra eru fram komnir við iblöndum ýmissa efna, þar sem kvartsið sjálft er tær kýsill. Flestir eða allir verða kvarts- steinarnir til sem fyllingar í hol- um eða sprungum i bergi Myndirnar i bók þessari eru nær allar af steinum sem gler- hallar kallast en það nafn hafa þeir hlotið af þvi, að þeir hið ytra likjast ógagnsæju gleri, Fræðilegt nafn þeirra er chalcedones. Skal það ekki nánar rakið hér, þvi að fegurð eða fjölbreytni myndanna er á engan hátt tengd nöfnum steinanna." U,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.