Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 8
Svonefnd Rakú-aðferð við leir- munabrennslu. Þetta er eldgömul japönsk aðferð. Hluturinn er lát- inn ofan f 800 stiga hita f ofni, en tekinn út eftir 10 mínútur, hvft- gióandi, og settur í sag. Þá kvikn- ar í saginu og kolefnið, sem við það myndast, þrýstir súrefninu í burtu. Við það koma málmgljái og ótal litbrigði á glerunginn og er vasinn sem hér sést, dæmi um það. Mikils virði að breyta um umhverfi Hjónin Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrimsson eru löngu þekkt hér á landi, hafa enda komið víða við á mynd- listasviðinu — við leirmuna- gerð, postulínsmálun, teikning- ar og höggmyndir. Þau' eru samhent í starfi, njóta eflaust stuðnings hvort af öðru og eru bæði einlæg og heiðarleg i af- stöðu sinni til verkefnanna. Bæði luku þau námi við Listaháskólann i Kaupmanna- höfn skömmu eftir heimsstyrj öldina siðari. Gestur starfar nú sem myndlistakennari við Kennaraháskólann en hefur jafnframt fengist við högg- myndir og leirmunagerð. Sig- rún eða Rúna eins og flestir kalla hana, hefur einkum stundað leirmunagerð og postulínsmálun og er þess skemmst að minnast að hún hlaut 1. verðlaun i samkeppni um veggskildi, sem efnt var til í tilefni 1100 ára afmælis bú- setu i landinu 1974. Hún hefur auk þess unnið að postulínsmálun fyrir hins heimsfrægu postulínsverk smiðju Bing og Gröndal í Kaup- mannahötn og það fyrirtæki hefur sent á markað nokkuð af framleiðslu hennar, en þrjú síð- astliðin sumur hefur hún unnið um tima á verkstæði fyrirtækis- ins og lagt fram verk sin i ..hugmyndabanka" þess. Um árabil hafa þau hjónin rekið leirmunaverkstæði í húsi sinu við Laugarásveg og hafa haldið rómaðar sýningar bæði þar og viðar Nú hafa þau kom- ið sér upp annarri vinnustofu á baklóðinni þar sem leirkera- mótunin og brennslan fer fram og þar vinnur Gestur einnig að höggmyndum sínum. Rúna hefur hins vegar komið sér fyrir í gömlu vinnustofunni, þar sem hún teiknar og málar á postu- línsflisar. Þetta tvennt er betra að hafa aðskilið, segjá þau, vegna þess að mikil rykmynd- un er samfara leirmunagerð- inni, sem getur skaðað postu- linsmálunina. Við erum sem sé komin á fund þeirra Gests og Rúnu til að inna þau fregna af dvöl þeirra siðastliðið ár i því góða landi Danmörku. Við höfum þegar litast um á vinnustofun- Frá skólanum f Kaupmannahöfn, sem fi verkanna, sem þau Rúna og Gestur skildu eft um báðum, virt fyrir okkur fagra gripi um borð og bekki og andað að okkur þvi óskilgrein- anlega, seiðandi lofti sem oft rikir i slíkum stofum — Allt ber þess merki að hér sé verið að vinna af mikilli gleði — hér njóti fólk þeirrar lífsfyllingar sem er í þvó fólgin að fást stöðugt við óskaverkefnið. . . „Ég fékk ársfri frá störfum við myndlistakennslu í Kenn- araháskólanum", segir Gestur, „og við ákváðum að dvelja þann tíma í Kaupmannahöfn. Rúna ætlaði að vinna við teikn- ingar og postulínsmálun en ég hugðist sækja námskeið við Kennaraháskólann þar og kynna mér m.a. gerð kennslu- efnis fyrir skólasjónvarp. Við tókum svo saman pjönkur okk- ur og héldum utan í fyrrahaust og allt fór eftir áætlun fyrri part vetrar, en það var eiginlega hending sem réði þvi að áætl- unin breyttist síðari hlutann. Frá sýningu þeirra Gests og Rúnu í Kaupmannahöfn. Frá sýningunni í Þrándheimi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.