Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 13
FRITZCHE sýknaður jvon NEURTAH SCHACH' sýknaður lífstíð SEYSS INQUART 20 ár (er á bak yið jGáring) henging von PAPEN sýknaður JODL henging SAUKEL henging von SCHIRACH 20 ár RAEDER' lífstíð FUNK DONITZ 10 ár STREICHER henging FRICK henging Mfrank | ROSENBERGIhenging henging KALTENBRUNNER IGORINGL |henging || (sjálfsmorð) henging von RIBBENTROP KEITEL henging Um réttarhöldin í Numberg að styrjöldinni lokinni og ævilok nasis taforingjanna, sem þar voru dæmdir. — Fyrri hluti John Woods, böðullinn, sem hengdi strfðsglæpa- mennina. „Ég er stoltur af verki mínu“, sagði hann. „Því miður gekk Görning mér úr greipuin". Göring framdi sjálfsmorð í fangelsinu. 21 af æðstu mönnum Þi-iðja rfkisins á sakabekk f NUrnberg. Réttarhöldin stóðu frá 14. nóvember 1945 og fram í endaðan september 1946. Dómar féllu þannig að 11 skyldu hengdir, 7 sæta mislangri fangavist, en þrfr voru sýknaðir. sjálfsmorð stuttu eftir, að hann var tekinn; hann skar á slagæðina á vinstri handlegg sér. Vakti þetta strax grun um það, að hann þættist ekki eiga von á góðu ef hann yrði yfirheyrður og var nú gengið á hann. Reyndist þetta þá vera Hans Frank, einn helzti lögspekingur nasista, sá er illræmdastur varð fyrir landstjórn sína i Póllandi. Þegar bandarískur herlæknir hafði gert að sári hans og dælt í hann blóði reyndist hann hinn samvinnu- þýðasti. Vísaði hann á safn dýr- mætra listaverka, sem hann hafði fólgið og ætlað að hafa sér til fram- færslu, ef hann slyppi. Enn fremur visaði hann á dagbækur, sem hann hafði haldið og töldu orðið 38 bindi. Voru öll hans illvirki samvizkusam- lega skráð þar. Dr. Robert Ley, sem verið hafði nokkurs konar verkalýðsráðherra Hitlers i stríðinu fannst i selkofa uppi í Bæjaraölpum suður af Berchtesgaden. Það var 16. mai, og hafði Ley tekizt að dyljast í nokkra daga. Hann var heldur illa á sig kominn, þegar hann fannst, veikur og skalf af köldu og auk þess utan við sig af geðshræringu. Hann var og fremur óvirðulega búinn: i nátt- fötum en vaðmálsúlpu utan yfir, hafði fjallgönguskó á fótum en Týrólhatt á höfði. Var ekki hátt á honum risið, er hann var færður til Berchtesgaden. Hann hafði þó rænu á því að segja ranglega til nafns. Þóttist hann heita Ernst Distelmeyer og titlaði sig doktor, sem var að visu samkvæmt sannleikanum. En það dugði Ley ekki lengi að Ijúga til nafns; það komst upp um hann, þegar þeir voru leiddir saman hann og Xavier Schwarz, fyrrum aðalfé- hirðir nasistaflokksins. Schwarz hafði ekki hugmynd um það, að Ley hefði logið til nafns og sagði strax deili á honum. Auk þess staðfesti Franz Schwarz framburð föður sins. Stuttu síðar sló þeirri fáránlegu hugmynd niður i Ley að Bandaríkja- menn mundu taka þvi fegins hendi, ef hann byði sig fram til starfa við endurreisnina í landinu. Hann hefði getið sér frábært orð fyrir verkalýðs- stjórn í þjónustu Foringjans og nú væri mikil þörf slíkra manna. Ley varð forviða, þegar Bandarikjamenn höfnuðu þessu kostaboði. En eftir sem áður var hann mjög áfram um það að öðlast virðingu þeirra og viðurkenningu og reyndi ýmislegt til þess; voru þær tilraunir heldur ámáttlegar. Ley hafði aldrei haft af miklum manni af má og var í litlum metum jafnvel þegar hann mátti mest, en vesælastur var hann þó undir lokin. Það fór svo, að hann bugaðist alveg og stytti sér aldur áður en hann kæmi fyrir rétt. Sáu fáir eftir honum og sumir urðu jafn- vel fegnir, þ.á.m. Göring. Göring hafði gefið félögum sínum ströng fyrirmæli um það, er þeir komu í fangelsið, að segja ekkert illt um Foringjann; á hann mætti enginn skuggi falla! Hefur hann eflaust ekki treyst Ley nema mátulega. Alfred Rosenberg, sem farið hafði með málefni Austurevrópu- þjóða í ráðherratíð sinni (frá 1941) var handtekinn í Flensburg þann 19. maí. Það voru enskir hermenn sem handtóku hann. Þeir voru reyndar ekki að leita hans, heldur Heinrichs Himmlers, en rákust á Rosenberg í sjóliðsforingjaskólanum í Flensburg. Honum hafði verið breytt í sjúkrahús. Rosenberg hafði komið þangað meiddur á ökkla og verið þar si ðan. Hann átti hvort eð var ekki í mörg hús að venda. Dönitz flotaforingi hafði neitað að hafa hann með í nýju, þýzku „rikis- stjórninni", sem nýstofnuð var. Rosenberg var illa liðinn, átti sér fjölmarga óvini í nasistaflokknum og hafði reyndar átt í vök að verjast í ein tuttugu ár, þótt ekki tækist að klekkja á honum. Svo illa var hann séður af félögum sínum, að þeir höfðu hann jafnvel útundan í fangelsinu. Baldur von Schirach. leiðtogi Hitleræskunnar gaf sig fram sjálfur. Bandaríkjamenn höfðu alls ekki leitað hans, þvi að hann var talinn af. Sú saga hafði komizt á kreik, að Schirach hefði fallið í bardögunum um Vinarborg. En þetta var úr lausu lofti gripið. Schirach hafði farið til Tiról samkvæmt skipun. Hann var staddur i Schwaz skammt frá Inns- bruck þegar hann heyrði þær fregnir i útvarpinu, að búið væri að mynda bráðabirgðastjórn i Vinarborg; enn fremur, að Dönitz væri að semja um uppgjöf við bandamenn, og leitar- flokkar færu um landið og hand- tækju nasista hvar, sem þeir fyndust. Sá nú Schirach eitt óvænna. Hann losaði sig við einkennisbúning sinn, útvegaði sér borgaralegan klæðnað tók sér dulnefni — Richard Falk, og þóttist vera skáld- sagnahöfundur. Einn daginn heyrði hann frá þvi sagt í brezka útvarpinu, að Baldur von Schirach væri talinn látinn. Eftir það var hann óhræddari um sig. Fór hann jafnvel að um- gangast bandaríska hermenn. Vakti hann þeim engar grunsemdir, því að hann talaði lýtalausa ensku með bandarískum hreimi. Á daginn sat hann við skriftir uppi á kvisti yfir verkstæði einu og vann að saka- málasögu, sem hann nefndi „Leyndarmál Miru Loy". Bækur fékk hann i bæjarbókasafninu í Schwaz, skrifaði sig þar undir dulnefninu og bar enginn kennsl á hann. Vissi enginn hvar hann var niðurkominn, nema aðstoðarforingi hans, sem var honum innan handar. Hinn 4. júní kom sú fregn í út- Framhaid á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.