Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMINJAR Þór Magnússon þjöðminjavörður BAÐSTOFAN í REYKJASAFNI Þegar í rádi var, að Húnvetn- ingar og Strandamenn kæmu sameiginlega á fót byggða- safni að Reykjum í Hrútafirði var meðal annars ákveðið að athuga, hvort ekki mætti finna einhvers staðar sýnishorn af einstökum húsum frá sveita- bæjum frá síðustu öid til að setja upp í safninu og búa þeim munum, sem hæfðu. Þá höfðu menn einkum ■ huga baðstofu og stofu, nafnkennd- ustu húsin úr gömlu bæjun- um. Þessara húsa tókst að afla, þótt erfitt ætlaði að reynast að fá baðstofu, sem hæfði að stærð og gerð, því að fiestir torfbæirnir voru þá horfnir eða svo illa komnir, að jafnvel varð ekki bjargað baðstofuvið- um. En baðstofan, sem fyrir valinu varð, fannst á eyðibýl- inu Syðstahvammi i Kirkju- hvammshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu. Bærinn hafði þá verið í eyði um langt árabii og var allur fallinn nema bað- stofan, sem stóð öftust bæjar- húsa að norðlenzkum sið. Hún hafði verið vandlega byggð í öndverðu og þótt stórir partar hennar væru eyðilagðir eða svo illa farnir, að endursmið þeirra væri nauðsynleg, var stærð og gerð hússins einmitt eins og bezt hentaði og þvf var hún valin. Húsið var síðan tekið ofan, viðirnir vandlega merktir og þeir fluttir til safnsins. Það sem endursmíða þurfti var gert nákvæmlega eins og verið hafði, en Magnús Gestsson smiður sá um að endurreisa baðstofuna og smíða í það, sem með þurfti, svo að nú verður ekki séð nema með gaumgæfi- legri athugun, hvað er nýtt og hvað er gamalt. Baðstofan stóð þversum fyrir enda ganganna, sem lágu gegn um bæinn endilangan. Gengið var tvö þrep úr göng- unum og upp á timburbólf, en í göngunum var moldargólf. Það var hentugt að hafa bað- stofuna þannig ögn hærri en göngin. Hlýja loftið leitaði því ekki niður heldur hélzt við í baðstofunni, þar sem fólkið dvaldist við vinnu sina og svaf um nætur. Baðstofan frá Syðstahvammi er 4‘A stafgólf sem kallað er, en stafgólf er bilið milii stoða eða stafa i grindinni og mark- aði það rúmlengdina. Fyrst var komið inn í endahús, sem var f suðurenda, og var eitt stafgólf að lengd. Það var yfir- leitt ekki haft til ibúðar, en þar var settur upp vefur á vetr- um og geymdar kistur með fatnaði og öðrum hlutum heimilisfólksins. Stundum var haft þarna lausarúm fyrir gesti. Næst fyrir innan kom svo miðbaðstofan, þar sem vinnufólkið svaf. Hún var tvö stafgólf, gluggar aðeins á súð- inni að sunnanverðu og þar voru rúm vinnukvennanna. Þær þurftu meira á birtunni að halda vegna vinnu sinnar við saumaskapinn, en sjaldan mun sá lúxus hafa verið við- hafður, að gluggar væru á báð- um baðstofuþekjum. Yfir rúm- um voru hillur þar sem menn gátu geymt ýmislegt smálegt. Innst var svo hjónahús, þar sem húsráðendur sváfu, hálft annað stafgólf að lengd, glugg- ar á báðum þekjum. Hurð var á þilinu fram í miðbaðstofu og á fremra þili einnig. Baðstofan var öll ómáluð, eins og venja var, súðin slétt að innan en sköruð utan svo vatn drypi síður inn þótt þekj- an læki. Þetta var nokkuð óvenjulegt, að súðin væri slétt á innra borði. Yfirleitt var baðstofusúð með reisifjöl, sem virðist gamla lagið, eða að borðin var sköruð á venju- legan hátt, þannig að bil myndaðist milli borðanna neðst og sperranna. Þar mátti stinga í hníf eða halasnældu eða öðru, sem með þurfti. Þessi baðstofa er samt ágætt sýnishorn af haðstofu á meðal- jörð á síðara hluta síðustu ald- ar. Syðstihvammur þótti góð jörð og heimilið þar lengi ann- álað rausnarheimili. Þar bjuggu lengi fyrir og um alda- mótin systkini og einn bróðir- inn, Stefán Jónsson, sem síðar bjó lengi á Kagaðarhóli á As- um í Austur-Húnavatnssýslu, reisti baðstofuna árið 1873. Það ártal sást skrifað á nokkr- um stöðum og hlýtur að eiga við byggingarárið, enda kemur það heim við það, sem annars staðar er vitað um byggingu hússins. Stefán Jónsson þótti góður smiður. Hann var sigldur og hafði lært trésmíðar í Kaup- mannahöfn. Því var hann kall- aður „snikkari“, en það voru þeir trésmiðir almennt kall- aðir, sem forframazt höfðu ytra. Hér á myndinni sést baðstof- an í endursmíð í safninu á Reykjum árið 1966. Búið er að reisa grind og verið er að setja súðina á sperrurnar. Hér sést vel einföld trégerð hússins og hversu það lítur út innan munu þeir þekkja, sem skoðað hafa safnið á Reykjum. Kristjön frö Djúpalœk Hún móðir mín bjó í moldarkofa hún gat kveikt þar jól á litlu kerti einu sinni sýndi álfadrottningin henni bústað sinn fegurð hans bjó siðan í augum þeirrar konu ég fékk að gæjast undir hönd hennar. Sýningarsalurinn Gall- ery Háhóll á Akureyri hef- ur uppá síðkastið unnið stórvirki í þá veru að kynna góða nútíma myndlist fyrir Akureyring- um og öðrum Norðlend- 'ngum, sem hafa átt erfitt um vik að fylgjast með því sem sýnt er hér syðra. En Óli G. Jóhannsson, sem stýrir Háhóli, lætur ekki við svo búið standa og enn færir Háhóll út kvíarnar. Næst verður það með bók, sem mikið er í lagt og telja verður með því frumlegra, sem gert hefur verið í hérlendri bókaútgáfu. Forsaga málsins er sú, að maður er nefndur Ágúst Jóns- son, kunnur borgari og bygg- ingameistari á Akureyri. Um langt árabil hefur Ágúst verið steinasafnari og m.a. safnaði hann sérkennilegum steinum, sem glerhallar nefnast, á Austurlandi. Þeir eru fagrir á að sjá, en Ágúst fann þó aðferð til þess að opinbera innri fegurð á þann hátt sem ekki sést á venjulegan hátt. Hann hefur sagað þessa litríku steina í ör- þunnar flögur og tekið litmynd- ir af flögunum með Ijós á bak við Útkoman verður kynja- myndir sem eru þó beint úr ríki náttúrunnar. En þar með er sagan aðeins hálfsögð. Kristján skáld frá Djúpalæk hefur ort Ijóð með hverri mynd og birtir Lesbókin hér eitt af þessum Ijóðum Krist- jáns ásamt myndinni, sem það á við. Bókin verður i stóru broti og prentuð á myndapappir til þess að myndirnar njóti sin sem best og Ijóð Kristjáns munu bæði birtast i uppruna- legri gerð skáldsins og á ensku í þýðingu Hallbergs H all-• mundssonar. Myndin gefur dágott dæmi um þá kynjaveröld, sem við' blasir í myndum Ágústs. Þegar litið er á myndina, sem hér fylgir með, likis.t Ijósa formið í miðju myndarinnar fóstri i í móðurkviði, —syndir fiskur að andliti þess hægra megin, en út úr brjósti þess stendur kind- arhöfuð með fuglsgogg. Ugg- laust má sjá þarna ýmis fleiri súrrealisk fyrirbæri, en hér skal staðar numið, en gripið að lok- um niður i formálann, sem Steindór Steindórsson frá Hlöð- um hefur skrifað. Hann gerir myndmálið að umtalsefni og segir meðal annars: „Vitanlega fer það eftir hug- myndarflugi hvers og eins, hvaða myndir hann þykist sjá, hvort þar birtist t.d. málverk af skógarjaðri við blátæra tjörn, skonnorta undir fullum segl- um, siglandi utan úr Ijóma mið- nætursólarinnar, eða jafnvel opinn, glóandi eldgígur, þar getur einnig að líta mannsand- lit, „skrípitröll og skjald- TÖFRAHEI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.