Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 5
Kristbergur Jónsson á Laug og Ró- bert Róbertsson á Syðri Reykjum. Réttir Biskupstugnabænda standa á gullfallegum stað und- ir kjarri vaxinni brekku nálægt Tungufljóti og þegar horft er upp eftir fljótinu, blasa Jarl- hettur við og Langjökull. Sá siður hefur sem betur fer ekki enn af lagzt, að réttadagurinn sé einskonar þjóðhátíð og kem- ur f jöldi fólks til rétta, hvort heldur það á fjárvon þar eða ekki. Að flestu leyti mun óhætt að segja að Tungnaréttir ganga fyrir sig líkt og aðrar réttir, utan því að þar hefur lengi tfðkast að hafa söng í hávegum og þætti þeim Tungnamönnum þunnur þréttándi ef ekki væri tekið lagið. Sveitin hefur liaft góðum söngmönnum á að skipa og um skeið starfaði þar karla- kór undir stjórn Þorsteins heit- ins á Vatnsleysu. Þorsteinn var raunar sjálfsagður í það hlut- verk að stjórana söng f Tungna- réttum og gerði það svo mörg- um er eftirminnilegt. Þótt Þor- steins njóti ekki lengur við, hafa Tungnamenn haldið Gróðurhúsabóndi og fjárbóndi: Hjalti Ó. Jakobsson i Laugargerði og Björn Sigurðsson í Úthlið. Arabi i Tungnaréttum? Jú, reyndar, en hann reyndist tala lýtalausa is- lenzku og hafði verið vinnumaður þar i sveit. þeirri venju að syngja radd- skipt gömlu góðu lögin; sum þeirra við fáheyrða texta eins og til dæmis: „Kristján í Stekk- holti í kaupstað með nautin sín ríður“ eftir Pál skáld á Hjálm- stöðum — og sungið undir sálmalagi. Þessi hefð stendur föstum fótum og unga fólkið virtist vera prýðilega vel með á nótunum. Og óhugsandi væri að Ijúka réttasöng án þess að taka af krafti og mikilli innlifun nokkrar ferskeytlur: Nóttin vart mun verða löng, — Ég hef selt hann yngra Rauð, eða: Nú er hlátur nývakinn, nú er grát- ur tregur. Og að einu leyti eru réttirnar orðnar líkari þvf sem var fyrr meir. Fleiri og fleiri skilja bílinn eftir heima og rfða í réttirnar. GS. Margir brottfluttir Tungnamenn fara f réttirnar. Þar á meðal voru bræðurnir Örn og Hreinn Erlendssynir frá Dalsmynni. „Allir fjallmenn að reka inn" var einu sinni kallað. Nú ganga i það bæði fjallmenn og aðkomumenn. þar á meðal konur og böm. í baksýn er brúin yfirTungufljót og Jarlhettur. Þá er bara eftir að halda heim. Hver hópurinn á fætur öðrum er rekinn til sins heima; hér er reynt að koma einum yf ir T unguf Ijótsbrúna. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.