Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 14
Uppgjörið við herra þriðja ríkisins Hermann Göring í yfirheyrslu. Göring hafði hneigzt til hóglífis og jafnvel eiturlyfja- neyzlu á síðari árum og var honum mjög aftur farið, þegar hann var tekinn höndum. En úr því var eins og hann hresstist og var hinn brattasti um tíma. Þegar hann var spurður um atvinnu í fyrstu yfirheyrslunni svaraði hann hátt og virðulega: „Yfirmaður flughersins, Flugmálaráðherra, Forsætisráðherra Prússlands, Þingforseti, Skógmála- ráðherra og Ríkismarkskálkur“. Framhald af bls. 13 varpinu, að allir foringjar Hitlers- æskunnar, háir sem lágir, yrðu handteknir og ákærðir. Þegar Schirach heyrði þetta afréð hann að gefa sig fram. Hann reit yfirmanni bandarísku herdeildarinnar í Schwaz bréf þar sem hann kvaðst mundu ganga á vald bandamanna og svara til saka frammi fyrir dómur- um þeirra. Bandaríkjamenn lögðu engan trúnað á bréfið, er það var lesið þeim, og töldu þeir það einungis lélega fyndni. En þegar Schirach birtist í aðalstöðvunum í eigin persónu voru þeir til neyddir að trúa, og var hann handtekinn og færður í fangelsi. Joachim von Ribbentrop sem verið hafði utanríkisráðherra frá 1938 var staddur í Flensburg um þær mundir, er Dönitz var að mynda ríkisstjórn sína. Þegar Dönitz hafnaði honum hélt hann til Hamborgar. Hann fór alls ekki dult þar, en sprangaði um í áberandi klæðnaði, leit inn til gamalla kunningja sinna og rabbaði við þá, eins og ekkert hefði í skorizt. Það var sonur eins kunningja hans, sem sagði að lokum til hans. Var Ribben- trop handtekinn í íbúð sinni snemma morguns 14. júní. Július Streicher, fyrrum leiðtogi í Franken fannst í Waldring nálægt Berchtesgaden. Þar nefndi hann sig „Seiler" og þóttist listmálari. Banda- rískir hermenn höfðu uppi á honum og gerðu honum heimsókn. „Seiter" málari sat úti á verönd, þegar þeir komu, og vann að vatnslitamynd. Hann var kvæntur fyrir rúmum mánuði, þegar þetta var. Eiginkona hans, Adele, hafði verið einkaritari hans árum saman. Tók hún á móti hermönnunum. Þeir komu fjórir saman. Tveir þeirra. höfuðsmaður og majór, gengu út á veröndina, þar sem Streicher sat, og voru báðir með skammbyssur á lofti. Majórinn vék sér að Streicher og spurði á lýtalausri jiddísku (jiddíska var mál Gyðinga í Þýzkalandi, blendingur þýzku og hebrezku): „Ertu í nasista- flokknum?" Streicher reyndi að tefja tímann, þótt til lítils væri. Gerði hann sér upp heyrnardeyfu og varð kona hans að endurtaka spurn- inguna fyrir hann. Þá svaraði hann játandi. Majórinn spurði hann þá að nafni. Streicher þóttist ekki heldur heyra það og varð kona hans enn að koma til. „Júlíus Streicher" var svarið og þar með var leiknum lokið. Liðsforingjarnir voru hálfundrandi, að svo vel bar i veiði, en áttuðu sig fljótt og annar sagði: „Come on!" Fóru þau svo inn. Streicher stakk við, og fékk þvi að taka með sér göngustaf. En liðsforingjarnir gengu úr skugga um það, að ekki væri vopn falið í stafnum; ætluðu ekki að láta Streicher ganga sér úr greipum! Streicher var svo leiddur út og ekið með hann til Berchtesgaden. Þar fékk hann forsmekkinn að refsingu sinni. Sagði hann síðar, að Gyðingar hefðu ofsótt hann og reynt að gera sér allt til miska, sem þeir gátu. En hann hafði unnið til þessara vin- sælda sinna. Hann var einhver ákaf- asti Gyðingahatari í nasistaflokkn- um, og er þá mikið sagt. Áður var minnzt á „Der Sturmer", það fárán- lega blað, sem Streicher ritstýrði og stefnt var gegn Gyðingum. Wilhelm Keitel, hershöfðingi var lýstur „stríðsfangi" 13. maí. Hann hafði farið frá Dobbin til Plön í Holstein á fund Dönitz flotaforingja þann 30. apríl. Honum sagðist síðar svo frá: „Hinn 8. maí 1 945, eftir að Jodl hershöfðingi kom aftur frá aðal- stöðvum Eisenhowers hershöfðingja í Reims, flaug ég í erindum Karls Dönitz stóraðmíráls, æðstráðanda hersins og ríkisleiðtoga, til Berlínar með samningsuppkast þeirra Jodls og yfirmanns herforingjaráðs Eisenhowers. Við héldum til Karlshorst og þar var okkur fengin vist í litlu íbúðar- húsi. Þangað komum við um eittleytið um daginn. Stuttu fyrir miðnætti, þegar upp- gjafarskilmálarnir áttu að taka gildi héldum við til herskálans. Okkur var vísað inn i gildasalinn um stórar hliðardyr. í því bili var klukkan að slá tólf. Okkur var vísað til sætis við mikið langborð og var þá þéttsetið við það. Salurinn var nærri troð- fullur af mönnum. Athöfnin hófst með stuttum inn- gangi. Því næst spurði Shukoff hershöfðingi mig, hvort ég væri bú- inn að kynna mér uppgjafar- samninginn. Ég svaraði þvi játandi. Hann spurði mig þá hvort ég væri reiðubúinn að viðurkenna skilmál- ana með undirskrift og játaði ég því einnig. Hófust svo undirskriftir og því næst svardagar. Þegar athöfn- inni var lokið héldum við aftur upp í íbúðarhúsið. Við vorum vel haldnir í mat og drykk; fyrst var okkur boðið „kalt borð" og nokkrar víntegundir með, en í eftirrétt kæld jarðarber, hið mesta sælgæti. . . Að kvöldi sunnudagsins 12. maí kom bandarísk sendinefnd til Flens- borgar og tók hún sér aðsetur um borð í lystiskipinu „Patria". Dönitz var kallaður fyrir fyrstur, en ég átti að koma hálftíma síðar. Dönitz fór frá borði um hálfeittleytið og var ég þá sóttur. Bandaríski yfirmaðurinn Rooks majór, tilkynnti mér, að ég væri hér með orðinn stríðsfangi og yrði ég færður til fangavistar eftir tvo tíma. Við lögðum af stað um tvöleytið. Flogið var til Luxemburgar. Þar var ég færður i gæzlu í Park-Hotel í Mondorf. Var Seyss-I nquart kominn þangað á undan mér. Ur þessu var farið með mig sem hvern annan stríðsfanga. í Flensburg hafði ég verið alveg frjáls ferða minna og ók jafnvel í eigin bíl út á flugvöllinn. Tveir tímar höfðu liðið frá því, að mér var tilkynnt, að ég væri orðinn stríðsfangi og þar til við lögðum af stað til Luxemburgar. Mér hefði verið í lófa lagið a fyrirfara mér. En mér hafði ekki komið það til hugar. Mig grunaði ekki þá að hverju fór." Karl Dönitz flotaforingi og sam- starfsmenn hans í hinni nýmynduðu „rikisstjórn", Alfred Jodl, Albert Speer, Schwerin von Krosigk greifi og fleiri voru allir handteknir í Flens- burg og farið með þá eins og hættu- lega glæpamenn. Aðsetur stjórnar- innar, þar sem Dönitz hafðist við með leyfi bandamanna, var umkringt 23. maí. Þótti ekki duga minna en tvær fótgönguliðsdeildir og skriðdrekasveit. En Dönitz hafði verið tilkynnt, er hann fór um borð í „Patria" eins og fyrr sagði, að ríkis- stjórn hans yrði sett af og ráðþerrar hennar og yfirmenn hersins hand- teknir innan nokkurra tíma. Þegar Dönitz og fylgdarmenn hans voru farnir frá borði, höfðu brezkir hermenn ráðist inn í húsa- kynni „utanríkisráðuneytisins". Þar hafði átt að hefjast fundur eftir skamma stund. Hermennirnir skipuðu öllum Þjóðverjunum að af- klæðast og var leitað mjög nákvæm- lega á þeim — eða í þeim öllu heldur. Liðsforingjar og einkaritarar voru færð afsíðis til skoðunar. Brezku hermennirnir stungu á sig úrum, hringjum og öðrum verðmæt- um fanganna. Síðan var föngunum skipað að rétta hendur upp og þeir reknir út úr húsinu. En þar biðu blaðamenn og Ijósmyndarar, og þóttust þeir hafa himin höndum tekið, er fangarnir komu út: herfor- ingjar og ráðherrar Þriðja ríkisins allsberir. Birtist fregnin af þessu I öllum blöðum daginn eftir. „Þriðja rikið leið undir lok i gær ', hljóðaði fyrirsögnin í „New York Times" 12 dögum síðar, hinn 5. maí 1 945 tóku bandamenn sér opinber- lega æðstu völd i Þýzkalandi. Niðurlag i næsta blaði. Alfred Jodl h.ershöföingi var hengdur. Hann bar sig hermannlega fyrir aflökuna og hrópaöi: „Ég heilsa þér, Þýzkaland, ættjörö mín!“ er snaran hafði verið lögð um háls honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.