Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 4
Nú er aftur komið í tizku að fara riðandi i réttirnar. Hér eru nokkrir reiðskjótar við fossinn, sem þarna verður i Tungufljóti og ýmist er nefndur Gýgjufoss eða Vatnsleysufoss. Sungið af krafti og innlifun: Gisli Bjarnason frá Lambhústúni, Sigurður Þorsteinsson bóndi á Heiði og Sveinn Kristjánsson bóndi á Drumboddsstöðum. Heimasæturnar sitja að sjálfsögðu ekki heima þennan dag, þótt vatanlega sé það bezta eftir — rétta- ballið. Hressir öldungar. Talið frá vinstri: Ingvar Jóhannsson á Hvitárbakka, áttræður og fór á fjall norður yfir Kjöl i haust eins og jafnan áður. Sigurður Greipsson i Haukadal. átt- ræður, Kristján Loftsson á Felli, ni- ræður og nýlega hættur að fara á fjall, Sigurður Jónsson i Úthlið 76 ára og Einar Helgason i Holtakotum. áttræður. Hann var fjallkóngur Tungnamanna um langt árabil. Fremst á myndinni: Ingvar Ingvarsson á Hvhárbakka. traustur liðsmaður, hvenær sem lagið er tekið iTungunum, og til hægri: Gunnar Ingvarsson bóndi á Efri Reykjum. Frá vinstri: Sigurður Erlendsson bóndi á Vatnsleysu, Sigurður Þorsteinsson bóndi á Heiði, Eiiiar Þorsteinsson frá Vatnsleysu, sem stjómaði söngnum; hann syngur tenór i Fóstbræðrum og hefur verið formaður kórsins. Þarnæst koma Sveinn Kristjánsson bóndi á Drumboddsstöðum og lengst til hægri er Guðmundur Gislason bóndi og tamningamaður á Torfastöðum. SUNGIÐ í TUNGNA- RÉTTUM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.