Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 11
Sigurður Guðjónsson: Hugleiðingar um Jón Hrak „Einhvern tíma var maður einn uppi, er þótti hið mesta varmenni. Var hann því kallaður Jón hrak“. Þannig hefst saga alþýðunnar um Jón hrak eins og séra Skúli Gíslason skrásetur hana í Sagna- kveri sinu. Út af þessari frásögn yrkir Stephan G. Stephansson tiu erinda langt kvæði um Jón hrak. Braglínur í erindi eru allt frá fjórum og upp i sextán. Runurím er rikjandi í öllu kvæðinu en hátt- urinn er eins konar heimatilbúið afbrigði af stafhendu. Kvæði Stephans hafa þótt mjög þung í formi, máli og hugsun svo varla getur erfiðari og flóknari skáld- skap. Þessu er þó ekki til að dreifa með kvæðið um Jón hrak. Það er tiltölulega auðskilið og i hugsun og aðgengilegt að stíl, máli og formi. Kvæðið er frásögn af manni, frá fæðingu til dauða, en á milli hugleiðir skáldið ævi- kjör hans, örlög og aldarhátt. Raunar er söguþræðinum einatt ofið saman við hugrenningar og viðhöfn skáldsins. Stephan er fljótur að koma sér að efninu. Hann byrjar einfaldlega á fæð- ingu Jóns en Hann skauzt inn í ættir landsins utanveltu hjónabandsins. Þannig orðar skáldið það, nap- urlega en þó jafnframt háðslega og storkandi. Jón var því niður- setningur sem barn og unglingur, einn af mörgum ónafngreindum olnbogabörnum íslenzkrar bændamenningar allt fram á þessa öld. Og hann fer sannarlega ekki varhluta af miskunnarleysi margmennis gegn lítilmagnanum. En þar að auki var drengurinn einrænn í lund, vel gefinn, þrjózkur og uppreisnargjarn. Hann hefur litlar mætur á kristin- dómnum. Guð er honum greini- lega eitthvað sem er utan og neð- an við allt sem skynsemin fær kannað og greint. En Jón er ekki harður og óbilgjarn gagnvart hon- um heldur fullkomlega áhuga- laus. Eiginleikum guðs hann gleymdi, grautað um það sem hann dreymdi. Gáfur Jóns og áhugi er á hinum „veraldlegu" sviðum. Þekkingar- þráin verður honum leiðarljós og réttar staðreyndir meira virði en háspekilegar bollaleggingar. Mundi aftur auðveldlega allt það smáa og veraldlega: tölu lýðs, sem löndin ólu, ljós sitt fengi tungl frá sólu. En Jóni lætur ekki vel að vinna Tyrir brauði sínu. „Hugsandi þeg- ar átti að vinna". Örlög hans verða eins og flestra hæfileika- manna í hans aðstöðu á Islandi i nokkrar aldir. Hann varð félaus flækingur. Astæðurnar eru aug- ljósar og sagðar með orðum skáldsins: Hann varð fyrir öllu illu, allra skömm á rangri hillu. Þetta klúsaða orðalag er varla tilviljun. Þvert á móti er þaó í stil við erfiðleika Jóns og fjandskap umhverfisins. Svipað stílbragð er enn áhrifameira er skáldið lýsir áhuga og elju Jóns á að varðveita sögu þjóðar sinnar, þessa sama fólks og reyndist honum svo þungt i skauti. Gróf upp hverja gamla bögu, gleymda kafla úr þjóðarsögu. (Rytjur af því rusli leifði rásin tíða), en mörgu dreifði. Sjálfsagt var sá óraaldur átti skylt við svartagaldur. Jón fær á sig galdraorð en fyrir- mynd þjóðsögunnar mun hafa verið uppi á timum galdrafárs. Framkoma Jóns, orðafar og „málsgögn" eins og skáldið orðar það svo skemmtilega, stingur í stúf við fastar hugsunarreglur samfélagsins. Og æði hans þótti „sérlegt", frekar grunsamlegt en óvenjulegt, meira í ætt við eitt- hvað hættulegt en flónsku og af- glapahátt. Jón var vísindamaður i hugsun og hélt þvi fram að menn- irnir gætu náð tökum á náttúru- lögmálunum og létt sér lífsbarátt- una. Og heiðrikja hans var þeirr- ar tegundar er einkennir þá menn er mestu hafa valdió um framþró- un menningarinnar í visindum, heimspeki og jafnvel listum. Hugði ei sannleik hóti betri hafðar eftir Sankti-Pétri heldr en ef svo hending tækist húsgangurinn á hann rækist. Svona háþróað vitsmunalif er erfitt viðfangs venjulegu almúga- fólki og það nær ekki höggstaó á ofjarli sinum á þessu sviði. Þetta er of hátt uppi, of abstrakt, of ópersónulegt og óskiljanlegt til að hægt sé aó beita því gegn hugsuð- inum. Illkvittnin verður því að ná höggstaði á Jóni á annan hátt. Og það má segja að hann leggi mönn- um ,,vopn“ í hendurnar sem duga. Hann er lika skáld. Og hann yrkir hreinskilnislega um mannlega náttúru sem menn vilja ekki flíka nema svona í hálfum hljóðum heima og í veizlum góðum. i skáldskapnum brúast bilið milli Jóns og múgmannsins. Hann er kannski eini búningurinn sem venjulegt fólk getur skilið hugsun hans. Og fólkið skilur líka — sín- um skilningi. Eflaust hefur skáld- skapur Jóns verið talinn „klám og guðlast“, en þessi orð voru skáld- um horfinna tima hættulegri i bókstaflegri merkingu en þau eru nú. Hann fær viðurnefnið „hrak“. Þannig lýkir skáldið skapgerðar- lýsingu Jóns. En áður en það fjall- ar um endalok hans kemur merki- legur kafli sem er tvö erindi. Hið fyrra er aðeins fjórar braglínur. Og þess konar mótif kemur fyrir aftur tvisvar á mikilvægum stöð- um, er búið er að grafa Jón, og í kvæðislok. Það var svo sem sýnilegur sá, sem gekk hann, slysavegur, og hann stefndi í átt til fjandans á afturfótum tíðarandans. Þetta er útsmogin og snjöll lýs- ing umhverfis og aldarháttar er var ekki aóeins andlaus og misk- unnarlaus heldur einnig frum- stæðari, grimmari og djöfullegri en flestar aldir mannkynssögunn- ar. Á eftir þessu kemur tiu lina erindi sem felur i sér meginhugs- un alls kvæðisins: Þegar alþjóð einum spáir óláns, rætist það. — Ei tjáir snilli mikils manns né sómi móti fólksins hleypidómi. Falin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verri. Hún er aflsins heit að vinna, hnekki hinu kraftaminna. — Þó hann væri ei þjóðskálds maki, það gat rætzt á Jóni hraki. Þetta hrjúfa og samansnúna er- indi þar sem hugsunin er bundin aðeins lauslega, að því er virðist, en er þó mjög ákveðin og sterk er gott dæmi um það hve Stephan segir oft stóra hugsun í fáum orð- um. Erindið er bæði timabundið, að þvi leyti sem það snertir Jón sem einstakling og tímalaust hvað varðar hugleiðingu skáldsins sem sér hið almenna i hinu sérstaka. t þessu tilviki eru það örlög Jóns sem kveikja hjá honum eins kon- ar sýn i mannlegt eðli. En þetta er líka lokalýsing skapgerðar Jóns og fyllir út í þá mynd sem áður var komin og örlög hans og harrn- saga verður lesandanum allt í einu ljós. Hjá skáldinu kemur fram í þessum ljóðlínum næstum því óhugnanlega skarpur sál- fræðilegur og þjóðfélagslegur skilningur á því hvers vegna Jón hlaut viðurnefnið ,,hrak“ og varð olnbogabarn samtíðar sinnar. Flestum veitist örðugt að lifa i andstöðu við umhverfi sitt til langframa án þess að bíða við það tjón á sálu sinni. Mjög fáir ein- staklingar eru svo andlega sterkir að geta troðið eigin götur i lifi sinu i blóra við guð og menn en eiga jafnframt þá vizku sem gerir þeim kleift að lifa í sátt við guð og menn. Slíka sátt við sjálfa sig og aðra öðlast aðeins þeir er fylgja í raun sanneðli sínu og búa yfir sálskyggni á eigin huga og ann- arra. Þessir menn finna fullnæg- ingu í starfi sinu og njóta ríku- lega eigin uppskeru. Þó slíkur maður kjósi sér að hafa orðið meira ágengt út á við veldur það honum ekki angri af því hann hefur vald á sjálfum sér. Hann hefur glö^gskyggni til að meta og virða ævi sína i viðu samhengi sögu, aðstæðna og eigin skapgerð- ar. Með þvi móti verður honum ljóst að honurn hefur heppnast að gera eins mikið úr ævi sinni og hæfileikum og framast er kostur i þeim aðstæðum er hann býr við. Fegursta dæmið um slíkan sigur er líf og starf Stephans G. Step- hanssonar sjálfs er auðnaðist að virkja allan persónuleika sinn i jöfnum hlutföllum. En slikt and- legt þrek og heiðarleiki er aðeins nokkrum gefið. Það eru fáir út- valdir en margir kallaðir. I góðum kringumstæðum kunna hinir köll- uðu að fá að njóta sin af því þeir geta lagt rækt við sérgáfur sínar og sterkustu hliðar. Veikustu hliðar þeirra, sem oft eru ekki léttari á metunum, verða þvi minna áberandi. í vondum kring- umstæðum eru þeir neyddir til að búa við — og sætta sig við við hlutskipti sem þeim er ekki að skapi. Og hið ærlegasta og upp- runalegasta í skapgerð þeirra kemst jafnvel aldrei til nema hálfs þroska. Þá kemur klofning- urinn i ljós og veldur enn meiri árekstrum við umhverfið. Þetta er algengt með frumlega ein- staklinga sem gæddir eru miklu ímyndunarafli og djörfu en hafa óstöðugar tilfinningar og veikan og þollausan vilja. Slikur maður virðist Jón hrak hafa verið. Jón var ekki „þjóðskálds maki“. Hann var aðeins einn af mörgum sem á vondri öld voru gefnar sérstæðar og merkilegar sálareigindir sem við nú á dögum myndum kannski telja til „sérvizku". Jón sigrar ekki umhverfi sitt. Það er um- hverfið sem sigrar hann. í fram- angreindu erindi kemur fram sú skoðun skáldsins aö þungi al- menningsálitsins geti orðið svo stríður að orð þess og óskir verði að áhrýnisorðum. Þetta er mikill og bitur sannleikur. Sá, sem berst fyrir því að lifa og finna til á eigin máta í andstöðu við fjöldann, er ætið í hættu að ganga öfganna milli og tileinka sér imyndaða sjálfsmynd sem er honum eins óeiginieg og hin • kröfuharða ímynd umhverfisins. Dulvitund einstaklingsins gefst upp og sam- þykkir hugarfar almenningsálits- ins með þvi að dulbúa hana sem alls kyns kenjar, artkannahátt, þrjózku og jafnvel absúrd þanka- gang sem flestum er litt skiljan- legur. Á öld er andrúmsloft allt var mettað grimmd, ótta, fáfræði, dui, öhugnaði og göldrum gat þaö komið fyrir að greindir menn tækju að fást við einhvers konar kukl af því þeir vissu að náttúran starfar lögmálsbundiö og hægt er að vinna með henni ef þekking á þessum lögmálum er fyrir hendi. Það stækkar sjálfsímynd varnar- litils einstaæðings að sveipa um sig einhvers konar annarlegum hjúp og vera hálfgerður huldu- maður, sem almenningi stendur ógn og tortryggni af, í bland við hatrið og fyrirlitninguna. En þótt ævi Jóns og hans likra sé erfið og kannski oftasl misheppnuð eru þær þó hugdjarfar tilraunir til a lifa samkvæmt sannleikanum og sjálfstæðinu en ekki lyginni og undirgefninni. í kvæðinu kemur fram aðdáun Stephans á þeim er lifa og hugsa upp á eigin spýtur, eins og þeir eru menn til, en jafn- framt samúð og djúpur skilningur á þeirn örlögum sem er flestum slíkum fyrirbúin af umhverfinu. Dauði Jóns er jafn kuldalegur og líf hans. Hann verður úti í stór- hrið og frosti. Og hendingar skáldsins verða hrjúfar, karl- mannlegar, forneskjulegar og dá- litið brokkgengar er hann segir frá ævilokum Jóns og túlkar við- horf almenningsálitsins á lifi hans nteð orðum grafarmann- anna: Þá kvað einn: „Við úrráð höfum: Út og suður karlinn gröfum. Ei þarf lubbinn óvandaður eins að liggja og dánumaður". Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.