Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 12
=r Uppgjörið við herra Þriðja ríkisins HINN 16. október árið 1946 var flokkur bandarískra hermanna saman kominn bak við lík- brennsluhús í Heilmannstrasse i Múnchen í Þýzkalandi. Lík- brennsla þessi var á vegum banda- ríska hernámsliðsins. Hermennirnir höfðu meðferðis öskuna af likum 11 manna. í viðurvist yfirmanns sins. Rex Morgans majórs, er hafði umsjón með öllum greftrunum á vegum hersins, helltu þeir öskunni i dálitinn læk, sem rann þarna hjá. Þetta varð stutt athöfn. Hermennirnir voru vanir að gera það, sem fyrir þá var lagt og spyrja einskis. Þeir, sem helltu öskunni i lækinn þarna bak við likbrennsluna hugsuðu sem svo, að þetta hlyti að vera askan af likum bandarískra flugmanna, sem farizt hefðu. Nöfn hinna látnu gáfu þeim ekkert til kynna. Eitt var „Georg Munger"; annar hafði heitið „Abraham Gold- berg, greinilega af Gyðingaættum En það vakti hermönnum engan grun. Gyðingar eru fjölmennir í Bandarikjunum og nafnið Goldberg algengt; t.d. var fyrirliði knatt- spyrnuliðsins i Pennsylvaniuháskóla þar sem Rex Morgan stundaði nám á sínum tíma, alnafni Goldbergs þess, er fór í lækinn. Hermönnunum kom ekki annað til hugar en nöfnin væru rétt. Það voru þau þó ekki; askan var af líkum þeirra forsprakka nasista, sem dæmdir höfðu verið til dauða og teknir af lífi stuttu eftir miðnætti um nóttina áður. Þeir höfðu verið dæmdir hálfum mánuði áður, 1. október, en hengdir um aðfararnótt þess 16. í æfingasal fangelsisins. Reyndar hafði „Georg Munger" séð um sig sjálfur, ef svo má að orði komast, og framið sjálfs- morð áður en hann kæmist undir hendur böðulsins. Það var Hermann Göring, rikismarskálkur og yfir- maður þýzka flughersins, sem fékk þetta nafn dauður. „Abraham Gold- berg" hefði sennilega unað því nafni heldur illa meðan hann lifði. Hann hét í lifanda lífi Julius Streicher og voru fáir meiri hatursmenn Gyðinga. (Streicher gaf um skeið út sérstakt blað, „Der Sturmer", sem stefnt var gegn Gyðingum, og er það hin fáránlegasta lesning. Gyðingar eru þar bornir sundur- leitustu sökum, þeir vændir um „al- heimssamsæri", fórnarmorð og ekki sizt kynferðisglæpi). Hinum níu höfðu einnig verið gefin dulnefni eftir dauðann. Þeir voru Wilhelm Keitel yfirmarskálkur, Alfred Jodl hershöfðingi, Alfred Rosenberg, landstjóri í Póllandi, Hans Frank, einn helzti lögspekingur nasista, Wilhelm Frick innanríkisráðherra, Joachim von Ribbentrop, utanríkis- ráðherra. Ernst Kaltenbrunner SS- Nasistaforingjar árið 1934 á ör- uggri leið upp á valdatindinn. Þá hrifust margir af eldmóði þeirra og enginn sá fyrir þær hörmung- ar, sem þeir áttu eftir að leiöa yfir þjóðina. llcr er sjálfur „for- inginn", Adolf Hitler og heilsar með nasistakveðju, en næst á myndinni standa Itöhm, sem þá var næstur foringjanum að völd- um, og til hægri, Hermann Gör- ing, skrýddur orðum að vanda. foringi, Fritz Sauckel, fylkisforingi i Thuringen, og Arthur Seyss- Inquart, landstjóri (kanzlari) í Austurríki. Opinberlega var svo sagt, að ösku þeirra fyrrverandi valdhafa Þriðja ríkisins, er náðst hefðu og verið teknir af lífi, hefði verið varpað í fljót „einhvers staðar í Þýzkalandi" Bandamenn þóttust hafa gildar ástæður til þessarar leyndar Þeir vildu sem sé forða við þvi að grafir hinna líflátnu stríðsglæpamanna yrðu hálfgildings helgistaðir, og höfðu þeir nokkuð fyrir sér í því. Það er alveg áreiðanlegt, að fjölmargir Þjóðverjar sáu eftir ellefumenning- unum. Hefði þeim örugglega verið ýmis sómi sýndur látnum, ef þeir hefðu verið grafnir einhvers staðar þar, sem almenningur átti aðgengt. Þess má geta til dæmis, er stríðs- glæparéttarhöld urðu í Tókíó nokkru seinna og sjö japanskir herforingjar og stjórnmálamenn voru dæmdir til dauða og teknir af lífi, Kom þá i Ijós, að þessir menn höfðu ekki aldeilis verið einir um skoðanir sínar í landinu; þeir voru ekki fyrr allir, en þotin voru upp minnismerki um pislarvætti þeirra. Sjömenningarnir höfðu tekið á sig alla ábyrgð en keppt hver við annan að hreinsa keisarann, Hirohito, af allri sök. Þeir voru grafnir á tindi Sanganafjalls og þar var eitt minnismerkið reist. Á þvi er þessi áletrun: „Grafir píslarvott- anna sjö". Það var ætlun bandamanna að eyða öllum minjum um hina líflátnu stríðsglæpamenn, sem höndum varð yfir komið. Jafnvel snörunum, sem þeir voru hengdir i og hettun- um, sem dregnar voru á höfuð þeirra áður en þeir voru líflátnir var brennt. Það þótti vissast: safnarar höfðu nefnilega boðið böðlinum John Woods allt að 2500 dollurum fyrir eina snöru! Um leið og Þjóðverjar voru sigraðir hófst mikil smölun um landið. Leitarfiokkar bandamanna fóru um Hamborg og Flensborg (þar sat stjórn Dönitz flotaforingja), Munchen og Berchtesgaden, þar sem flestra nasista var að vænta, og urðu þeir fengsælir. Fyrst og fremst átti vitanlega að reyna að ná þeim háttsettum nasistum, sem enn væru á lífi: Hans Frank, Robert Ley, Alfred Rosenberg, Julius Streicher, Joachim Ribbentrop og öðrum á borð við þá. Þessir menn voru taldir bera höfuðábyrgð á glæpum Þriðja ríkisins. En auk þeirra voru fleiri en milljón manna eftirlýstir fyrir stríðs- glæpi smáa eða stóra. Varð veiðin mjög víðtæk og rekin af ákafa mikl- um Voru þá ýmsir teknir, sem ekki höfðu neina stríðsglæpi á samvizk- unni. Margir voru gripnir af því einu, að þeir voru í einkennis- búningi og í þeim hópi bréfberar, burðarmenn, lyftuverðir og aðrir þvilíkir. Voru þessir menn reknir saman í fangabúðir ásamt með hermönnum af ýmsum tignar- gráðum og leizt ekki á blikuna, sem vonlegt var. Hinn 6. maí um vorið 1945 var 36. herdeild bandaríska fótgöngu- liðsins búin að taka fleiri en 2000 manns til fanga og safna^þeim saman í búðum í Berchtesgaden. Margir fanganna voru skilríkjalausir; margir aðrir lugu til nafns og stöðu. Einn fanginn gerði tilraun til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.