Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 2
Friður á jörðu, þvi faðirinn er fús þeim að likna sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. (Svbj. Egilsson). Hin líðandi stund er alla daga, en engin líðandi stund í lífi kristinna manna, er jafn dýrðleg sem jólahátíðin, sem haldin er til minningar um fæð- ingu Krists. Hún er líka kölluð „Ijóssins hátíð", því að þá birtir í sálum allra kristinna manna og geð þeirra verða Ijúf af innra friði. Þessa liðandi stund finna þeir til nálægðar guðsfriðar og um þá andar blær eilífðarinnar og alviskunnar. Friðarhátíð! Þekkið þér fegurra orð? Að þessu sinni er sérstök ástæða til að gleðjast. Aldahvörf eru framundan, líkt og sagt er frá í Nýjatestamentinu og kölluð þar „endurkoma Krists". Trú og vísindi munu bráðum taka saman höndum eftir að hafa verið á öndverðum meiði í þrjár aldir. í staðinn fyrir efnavisindi verður aðal- áhersla lögð á andleg visindi, og þá mun birta mjög á þessari jörð. Árni Óla er aldursforseti islenzkra blaða- manna, fæddur árið 1888 og er þvi 89 ára. Fyrsta grein hans i Lesbókinni birtist þegar á fyrsta ári blaðsins, 1925. Siðan hefur Árni skrifað meira i Lesbókina en nokkur annar og einatt haft fram að fœra skemmtilegan fróð- leik og glöggar athuganir. Jafnframt hefur Árni skrifað margar bœkur um frœðileg efni. Um langt árabil var hann ritstjóri Lesbókar og ekkert ár hefur liðið svo að Árni œtti ekki eitthvað iblaðinu. Þrátt fyrir háan aldur hefur Árni verið mikilvirkur uppá siðkastið; hann hefur ort Ijóð og skrifað um sundurleitustu efni. t meðfylgjahdi grein, sem skrifuð er i tilefni jólanna, kemur hann viða við. Mættu œði margir, sem eru helmingi yngri, öfunda Arna 'Óla af óbrigðulu minni og andlegu atgerfi. Myndina tók Ólafur K. Magnússon. / / Fyrsta þekking, sem mannkyni jarðar hefir áskotnast, hlýtur að hafa verið tímaskyn. Þau undur gátu ekki farið fram hjá neinum. að hér skiptist stöðugt á Ijós og myrkur með jöfnu millibili. Sólin kom upp, sveif yfir loftið með jöfnum hraða, hvarf svo og þá skall á myrkur. Þessu náttúrufyrirbæri varð eigi aðeins maðurinn að lúta, heldur öll hin lifandi náttúra. Bjarti tíminn var kallaður dagur, en myrkrið var kallað nótt. Þarna voru tvenn dægur, sitt með hvoru móti, en órjúfanlega samtengd og því kölluð sólarhringur einu nafni. Þarna hafði maðurinn uppgötvað tímann, og sú uppgötvun stendur stöðug enn í meðvitund manna, því að allt sitt jarðneska lif miða þeir enn við þetta tímatal. Og seinustu aldirnar hefirtíminn verið einn af máttarstólpum í heimsbyggingu vísindanna. Upphaflega hugðu menn að jörðin væri mið- depill og kjarni alheimsins, og hún er það enn í augum sumra manna. Oss hættir við því, að miða allt við hana, og svo er um tímann. Hann er jarðneskur og miðast við möndulsnúning jarðar og afstöðu hennar til sólar. En I sólhverfinu eru 8 reikistjörnur aðrar, og á engri þeirra gæri verið sama tímaskifting, þvi að veltuhraði þeirra er allur annar og breytilegur eftir hverri stjörnu. Og vera má, að þessi tími vor eigi ekki við á neinum af þeim milljónum jarðhnatta, sem eru í Vetrarbraut vorri, né á jörðum í öðrum vetrarbrautum. Það var því yfirsjón að hafa hinn jarðneska tíma fyrir grundvallar viðmiðun i alheimi, enda hallast, Efnavísindin eru köld og hversdagsleg, þrátt fyrir margar furðulegar uppgvötvanir og opinberanir En þegar vísindin fara að fást við vitsmunalífið og and- leg lögmál í alheimi, þá mun birta mjög í hugum manna og þeim hlýna um hjartarætur. Arni Ola LIÐANDI STUND viðsindamenn nú að þvi, að í alheimi sé enginn tími til, hann sé aðeins afstætt jarðneskt hugtak. Timinn er ekki annað en hin líðandi st'md, sem vér köllum nú eða augnablik, þvi að hann á sér hvorki upphaf né endir og er mönnum því alveg óskiljanlegur. Þeir geta ekki enn gert sér grein fyrir þeirri „svipstund sem aldrei liður". Nú ber þess að geta, að í heimsmynd visind- anna eru tími og hraði samtvinnaðir. Öll þau fyrirbæri, sem maðurinn verður var við, eru sköp- uð sameiginlega af tíma og hraða. Þess vegna varð hraðinn lika að vera einn af máttarstólpum heimsbyggðarinnar. Einstein komst að þeirri nið- urstöðu, að hraði Ijóssins væri sá mesti hraði, sem til væri í alheimi, og á þvi byggði hann heimsskoð- un sina. En til þess að sýna afstöðu tima og hraða, má geta þess, að meðan þú deplar augunum fer Ijósgeislinn 300.000 kilómetra leið. Siðan Einstein var uppi hafa fundist i jarðnesk- um frumeindum neistar eða öreindir, sem geta farið með billjón sinnum meiri hraða heldur en ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.