Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Qupperneq 7
Myndskreyting eftir Hring Jóhannesson Tvö Ijóð eftir Heiðrek Guðmundsson JOLAMINNING Þegar berast glæstar gjafir góðra vina heim til þín, viltu sjá til samanburðar sextíu ára jólin mín. Mamma bar á borðið heima beztu föng, sem voru til, lagði svo í lófa mína litið kerti og barnaspil. Enginn mátti, Guð minn góður, grípa í spil á jólanótt. Aður en kertið út var brunnið að mér læddist svefninn hljótt. Meðan draumadísin góða drenginn bar um fjöll og höf, gleymdi hann i læstum lófa lengi þráða jólagjöf. Hún var smá, en hefur ornað hjarta minu i sextiu ár. — Þó er mörg úr gildi gengin gjöf, sem metin var til fjár. HEIÐURSLAUN Nú er flest, sem leikur i lyndi, lengi þráður atburður skeði. Vini mínum hlotnaðist heiður, hjartað fylltist þakklátri gleði. Langa tið i ævinnar önnum orti hann um nætur sin kvæði, þar til loksins launaði stefin Ijóðelsk þjóð, — og gaf honum næði. Fær hann nú að yrkja sinn akur, auka litskrúð fegurstu rósa, hlúa þar að þroskuðum fræjum, — þegar jörð er byrjuð að frjósa. ritarinn, hefði hann lifað, mundi hafa leyft birtingu þeirra. Margt er skrifað í fljótræði, bæði bréf og greinar, og ntarg- ir mundu kosið hafa, að sumt af því hefði aldrei farið lengra en í ruslakörf- una. Þetta eru nánast hugrenningar- syndir, sem ættu að vera friðhelgar. Hitt er svo annað mál, að sagnfræðingar kynnu að þurfa á slíkum gögnum að halda í grúski sínu siðar meir. — Nú eru liðin fimm ár síðan þú sendir frá þér Ijóðabókina Langferðir. Ekki get ég á mér setið að spyrja, hvort þú sért enn að yrkja, og hvort von sé á nýrri bók? — Jú, ég yrki enn eitt og eitt smáljóð. Þegar ég var ungur þá orti ég mikið, aðallega á nóttunni. Þetta voru oftast löng kvæði. Mér lá svo mikið á hjarta, og ég þurfti þvi margt að segja. En ljóð mín eru alltaf að styttast. Ætli þau endi ekki að lokum sem eitt stórt spurningar- merki. Ég hefi leitað að niðurstöðu alla mína ævi. Enn hefi ég ekki komist að henni. Kannske yrki ég þar til mér tekst það. Þá þarf ég þess ekki lengur. Ég er efa- semdamaður, þarf helst aö þreifa á stað- reyndum eins og Tómas forðum. Liklega skortir mig trú. Ég er ekki öfundsjúkur maður, en þó þykja mér þeir menn öfundsverðir, sem eiga óbilandi trú, bæði þessa heirns og annars. En galli minn er sá, að ég get ekki orðið fyllilega sáttur við neina grundvallarkenningu, ekki fylgt neinum flokki gegnum þykkt og þunnt. Ég er hræddur við að binda mig. Þá óttast ég þröngsýni, að ég sjái ekki hlutina, menn og málefni, nógu vel frá öllum hliðum. Ég vil ekki lokast inni i hringnum. Ég hef lengi verið hræddur við „steinbarnið". Mér er vafalaust legið á hálsi fyrir það að skipta um skoðanir, kannske með hverju túngli. Það köllum við eldri mennirnir lifsreynslu. En hún á ekki upp á pallborðið nú um sinn. Ekki er heldur von til þess, að ungt fólk taki mikið mark á henni, þvi ^ífið er svo fagurt, einfalt og eðlilegt i augum ungra manna. En hvað um það, ef til vill geta þó góðir og heiðarlegir lesendur fundið ákveðna lífsskoðun í ljóðum minum eða lesið hana milli linanna. Og i fullri hreinskilni sagt, þá líkar mér ekki vel sú árátta nútíðarhöfunda að skilja lesendur sína eftir gjörsamlega áttavillta i sögu- lok. Leiðsagnar er þörf. En vitaskuld má ekki hafa þar í frammi beinan áróður, prédikunartón eða að skrifa guðspjalla- stíl. Þú fyrirgefur, prestur göður, en nú er ég víst kominn nærri hálum is. — Ég sé ekki ástæðu til annars en að fyrirgefa þér. Hins vegar er raunar ekk- ert að fyrirgefa, því þótt kirkjan vilji gjarnan hafa styrk af iistum og hafi sannarlega oft notið þeirra í aldanna rás, þá býst ég við, að prestum sé óljúft að skáldin taki af þeim allt ómak. Oft lffgar Ijóðið þurra prédikun, en boðun prestsins verður að vera klár og kvitt af óákveðnum vangaveltum. Prédikun er áróður. Því hygg ég að þér sé óhætt að fikra þig lengra út á isinn. — Ja'ja, aðeins þó nokkur skref. Ég minntist á leiðsögn og efasemdir. Þurfa ekki efasemdarmenn að þreifa á staðreyndum til að geta trúað? Þú ert prestur og þar með leiðtogi. Eiga ekki slikir menn að frelsa sem flestar villu- ráfandi sálir og gefa þeim trú, ef mögu- legt er? Þurfi ég og minir likar að þreii'a á staðreyndum til að geta öðlast slika trú, ber þá ekki prestunum að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að svo megi verða? Þurfti ekki Kristur sjálfur að sanna vantrúuðum upprisu sína, svo að augu þeirra mættu uppljúkast? Er sú þörf ekki enn til staðar, engu siður nú á tímum efnishyggju, raunsæis og efa- semda? Getur nokkur gefið sér trúna sjálfur, ef liann verður ekki fyrir opin- berun. Heilbrigðir þurfa ekki læknis við, fremur hinir. Ég ætlast ekki til að þú svarir þessu, þvi það er vist ég, sem sit hér fyrir svörum, ekki þú. — Rétt er það, en eigi að síöur vil ég gjarnan hafa síöasta oröið í þessum þætti viöræðu okkar án þess ég telji þaö svar við stórum spurningum. Mér kemur þá til hugar Ijóö þitt, Sálmaskáld. Annaö erindi þess endar á þessa leið: „Því efinn er kveikja/ og eldur og Ijós/ í andrikum sálmum og kvæöum". Værir þú gott skáld ef þú þvrftir ekki aö berjast innri baráttu og allt lægi í aug- um uppi? Mér virðist trúin æösta og sannasta Ijóðið, sem sprettur af bar- áttunni við efann. En eigum við ekki aö víkja aftur aö Ijóðum þfnum? — Þá kemur mér í hug hugmynd, sem fram hefur komið, að safna þyrfti ljóðum minum saman og gefa út sýnis- horn af þeim eða úrval, ef nöta mætti svo stór orð. Vonandi lifi ég það, að af því verði. En ég er farinn að reskjast, eins og þú veist, og þá er ekki lengur hægt að yrkja um nætur af því heilsan er ekki heldur sem allra best. — Hvaö segiröu um þá dóma, sem þú hefur hlotiö fyrir skáldskap þinn? — Þeir voru góðir fyrst, þegar gall- arnir voru mestir á ljóðum mínum, en lakari eftir þvi sem framleiðslan skán- aði. En það er ekkert nýtt fyrirbrigöi. Kröfurnar aukast með hverri nýrri bók, en enginn er nýr nema einu sinni. Að- eins goðasagnapersónur og ofurmenni eru hafin yfir gagnrýni og varla þó til eilifðar. Annars skipta ritdóniar mig litlu máli nú orðið. Það er liðin tíð. Og ég hef þar að auki aldrei haft sérstaka ánægju af þvi að vera i sviðsljósinu. En flestir listamenn hafa hins vegar gaman af því. Og nú getur þú séð, hve fráleitt það er, að kalla mig Framhald á næstu siöu © Hús skáldsins, Eyrarvegur nr. 23 á Akureyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.