Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Page 9
/ Einar 01. Sveinsson YATNASKIL ' ii Dregur augansdvöl að dauða móðu; seiðir hennar sýn svipult hjarta, glælit, húmleit, grá, til grafar heima. Getur megin manns á móti staðið? I Eg stóð við fjallsins himinháa tind, úr heljar skauti spratt upp kynleg lind. í hjarta mínu fann ég feigðar beig, ó fjall mitt! skyggja á þína björtu mynd. Ég starði. og ég horfði yfir heim. Þar hverfðust kvíslir móti áttum tveim, og önnur flæddi blint um dauðans dal, til dagsins heima önnur léttum sveim. Ég bát minn sá, sem bundinn lá við strönd, og bylgjur teygðu streng á hvora hönd. Hvort viltu þola þunga lifsins nauð? Hvort þráirðu í eilifs svefnsins lönd? Hvar er hljómur sá. sem hugann vekur af þeim dapra draum, sem draugar skópu? Hvar er reisnar raust, sem rofið getur þennan þunga seið. sem þrengir hjarta? Vakið löngun lífs til Ijósra vona, vakið hryggan hug af harma drunga, vakið andans afl til orkuverka, tendrað geislaglóð og gleði nýja. Dregur augu enn að auðnar móðu; þung er þessi naiið þreyttum huga; skal nú lönd og leið láta fara allt, sem inni bazt í óskir þinar? III Nei, nei, nei! Lifa skal þótt leikið sé eigi! Lifa skal! Hjuggu fyrr með hjörvi, hör greiddi flaug örva, létu vigra lita leið að seggja neggi, léku að hjörva leiki. létu fátt til sátta, gerðist hark, er herðir hryngjarnar rauf brynjur. Höggum hörðu sverði! Hlifumst litt við drifu (látum bjarta bita blaðs egg!) i geirs hreggi! Hart skal mæta hörðu! Hvergi undan skunda! Böl skal mæta bitru bölvi og leiftri heiftar. IV Nei, nei, nei! Eigi skal bölva! Blessa skal! Blessa skal barn i vöggu blessa háran öldung, blessa allt, sem blessun tekur, blessa alla, sem hennar þurfa. Blessa einkum hinn auma og snauða! Blessa skal brúði og svein, Blessa lúinn mann. blessa þreytta konu, Blessa. blessa skal! Blessa skal allt sem lifi lifir, alla menn, allar skepnur, allt sem hlær, allt sem grætur, Hest á engi, en i haga kú. allt sem lifir, allt sé það blessað! Blóm í brekku. björk í skógi, allt sem vex, allt sem fölnar; allt sé það blessað að eilifu! Guði gefin sé gjörvöll jörð. .Lesendum til upplýsingar má geta þess, að Hallfríður Sehneider er dóttir hins.þjóö- kunna manns, Guðbrandar Magnússonar, sem-lörigum var kerindur við Afengið. Guð- brandur var um tíma kaup- félagsstjóri í Hallgeirseyv i Landeyjum og fjölskyldan bjó þar. Þess vegna vitnar Hall- friður í prestsfrúna á. Bei-g- þórshvoli. Hallfríður giftist til Bandarikjanna og býr þar. en er sanit tryggur og trúr islend- ingur og hefur hún áður stung- ið niður penna i Lesbók. Haninn og Jenný Æskuminning frá Reykjavík eftir Hallfríði Schneider Við fluttum til Reykjavíkur vorið 1927 og leigðum aðal- hæðina í gömlu timburhúsi, Ingólfsstræti 5. Uppi í litlum súðarherbergjum bjuggu tvær gamlar konur og ein ung meó barn. 1 kjallaranum bjuggu mýs. Ég var fimm ára og mér fannst aUt nýstárlegt í höfuð- borginni, en hrifnust var ég af glugganum á leikfangabúðinni á Laugaveg 1. bangað hljóp ég næstum daglega. Ágúst hafði verið vinnumað- ur hjá foreldrum niínuin í sveitinni en var nú kominn á fiskibál. 1 hvert sinn, sem hann kom í land, færði hann inömmu nýjan fisk í soðið. Hann var mjög góður við okk- ur krakkana og sérstáklega við mig, ef til vill af því, að það var hermt eftir okkur báðum, þar sem hann var þvöglumælt- ur en ég smámælt. t þetta sinn hafði hann feng- ið útborgað og haði eitthvað glatt sig því að vínlykt var af honuni. Og nú vildi hann gleója niig líka og heimtaði það, að ég kæmi með sér að leikfangabúðarglugganum og veldi hvað það, sem ég vildi, hann skyldi gefa mér það. Auðvitað var ég til, en riiamina var eitthvað treg og þegar við Gústi fórum út, beygói hún sig niður að mér og hvíslaði: „Veldu þér ekkert dýrt.“ Gústi leiddi mig á meðan ég valhoppaði alla leiðina. Hvað ætti ég aó velja? Auðvitað langaði mig mest í Jenny, en skyldi hann eiga nógu niikla peninga: ég vissi að hún var dýr. t gluggakistunni stóðu tvær herdeildir af tindátum i alls konar stellingum, þeir í bláu jökkunum á móti þeini í rauðu jökkunum. Fyrir aftan þá voru bátar og skip, sum upprekt. Þetta var fyrir stráka. A næstu hillu var kubbakassi, seni mig langaði dálítið í, því að það var hægt að búa til sex skemmti- legar myndir úr kubbunum. Og þarna voru boltar, harmonikur, spiladós, flauta, karlinn í kassanum, uppvafið sippuband o.fl., o.fl.. Efsta hillan var mest spenn- andi. Þarna voru dúkkustell, nokkrar bleikar babydúkkur í mismunandi stærðum, berar eða klæddar eða í vöggu. Ég átti eina heima, sem var öli i tannaförum; mér fannst gani- an að bíta í hana. 1 niiðjunni stóð svo Jenny. Ég kallaöi hana það í huganum, því að mér fannst hún lík prest- frúnni á Bergþórshvoli, Jenny Skagan. En auðvitað var dúkk- an fallegri. Hún var há og grön , með sítt, liðað brúnt hár, blá augu, sem gátu lokast, löng og þ.vkk augnhár, þunnt kvenn- legt nef og rauðar varir. Kjóll- inn var bleikur með blúndu og hún var i svörtum lakkskóm. Ég starði á liana. „Hvað viltu, þú mátt velja þér Jivað sem þú vilt“, sagði Gústi. Skyldi hann meina Jepny líka, en um leið mundi ég hvað maninia liafði sagt. Þvi lengur sem við stóðuni þarna, þvi meir hvarf allt nema hún. „Veldu þér eitthvað, barn, ég þarf að fara aftur niöur í bát“, sagði Gústi, sem nú var orðinn óþolinmóður. „Ég vil lianaiin", sagði ég loks og kom sjálfri mér alveg á óvart. A annarri hillunni úti í horni stóö lítill hani úr þunn- um rauðum og gylltum glans- andi niálmi, en stélfjaðrirnar voru allavegalitar og mjúkar og beygðust eins og fjaðrir á lifandi liana. „Ertu viss um það?" spurði Gústi hálf hissa. Ég marg kinkaaði kolli, en beit sainan varirnar. A meðan að Gústi borgaði horfði ég löngunar auguin á baksvipinn á Jenny, en samt var ég glöð þegar ég valhoppaði aftur heim með hananil í hendinni. Því skyldi þetta vera mér svona eftirminnilegt eftir öll þessi ár? Trúlega vegna þess, að þetta er eina sinnið, sem ég man eftir aö vera verulega góö og hlýðin á þessum árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.