Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 20
Maðurinn rölti í hægðum sinum
ofan melinn niðurað plankabrúnni
yfir ána í enginu. Dagur á förum.
Bleikur haginn að hverfa inn í hálf-
rökkur hausts og kviða. Brúarsmiðirn-
ir hættir vinnu þennan dag. Þögnin
algjör. Maðurinn steig hægt og var-
færið út á brúargólfið, likt og hann
óttaðist að traustleiki hennar væri
ekki sem bestur. Það brakaði feigðar-
lega í viðunum. Hann greip fálmandi
i handriðin beggja vegna, en sleppi
þeim svo aftur. Undarleg ósköp,
hugsar maðurinn, að láta brúargarm-
inn skjóta sér skelk í bringu, eftir allar
þessar ferðir yfir hana út að Stóli.
Taugarnar að láta sig? Jú, þvi ekki
það. Einhverntimann kom að þvi. Svo
hélt hann út með ánni eftir sléttu
enginu, þangað til hann kom að
veginum frá nýju brúnni út að Stóli.
Hann klifraði upp brattan vegakant-
inn. Sá átti nú ekki að leggjast undir
fönn. Og yfirborð hans minnti á breið-
götu í borg. Ég er svo aldeilis hissa,
hugsaði maðurinn og slóg á lær sér.
Þeir börðu nú ekki vindhöggin þegar
þeir voru að fara fyrir sig, bræðurnir á
Stóli. Þarna var þá vegurinn og brúin
sama sem komin, fullbyggð, handa
þessum eina bæ þeirra og eyðijörð-
inni, sem þeir höfðu fengið á leigu
sumarið áður. Systir þeirra hafði sig
heldur minna í frammi og bar líka
minna úr býtum. Að réttu lagi átti
hún bæði jörð og búpening til jafns
við þá. Hún greiddi sín opinberu
gjöld til sveitar og rikis, meðan
bræðurnir voru gjaldfríir ár eftir ár. En
þá var það líka upptalið, aðra peninga
hafði hún ekki handa á milli.
Rebekka hét hún.
Lengi höfðu ósýnilegir þræðir legið
á milli hans og hennar. Þau vissu
tæplega sjálf hvenær þeir urðu til,
áleit hann. Kannski á meðan hann
dvaldi þarna i fásinni daísins fyrr á
árum og hirti skepnur. Og ekki var
margra kosta völ. Svo skildu leiðir
eins og gengur og bæði hugsuðu ráð
sitt. En siðan hafði hún þraukað í hug
mannsins af sjaldgæfum stöðugleika
þótt heiðar og ár skildu á milli og fleiri
konur sýndu á sér andlitið. Hann gat
vel hugsað sér samleið með henni
eftir einhverjum vegi og þurfti ekki að
vera breiður. Þau höfðu spjallað um
þetta sín á milli bæði i gamni og
alvöru, en alltaf rekið sig á sömu
hindrunina: hagsmuni þeirra bræðra,
beggja ógiftra. Enn varð honum litið
heim að eyðibýlinu, sem nú varað
baki og kirkjunni þar, þessari jörð
sem guð hafði gert góða handa prest-
um sínum. Þegar guðsmaðurinn flutti
burtu eins og Ijúfur draumur með orf
sitt og bækur, hafði manninum flogið
í hug, að þetta prestsetur væri gott
undir bú fyrirsig og Rebekku. Hlæj-
andí ástúð prestsins mundi áreiðan-
lega fylgja þeim og staðnum eins og
guðsblessun og hvað var þá að ótt-
ast? Hann hafði gengið á fund kirkju-
yfirvalda og beðið um hana til ábúð-
ar, og fengið loforð um velviljaða
athugun. Nokkra mánuði hvildi þögn
yfir málinu. Svo bárust þau tíðindi, að
annar bróðirinn á Stóli hefði fengið
staðinn og nú var þar enginn maður.
Jörðin sem í svefni, bíðandi eftir
þolanlegu fólki með fórnfúsar hendur
til að leysa sig úrálögum.
Rökkrið þyngdist og myrkvaðist.
Maðurinn þokaðist gleðilaust út veg-
inn frá brúnni. Húsið á Stóli bar nú
fyrir sjónir. Það kom ekki á móti
honum útúr myrkri sinu og þögn
fremur en þeir bræður. Nei. Stóð
bara þarna og spyrnti í jörð sína,
dökkt og grafið eins og fjöllin fyrir
ofan, og hýrnaði sjaldan við komur
hans. En hvað var nú þetta, hugsaði
maðurinn og staðnæmdist. Vélarhljóð
og Ijósagangur niður á túni rauf nú
allt í einu þögn og myrkur dalsins. Já
og önnur vél með einhverri glætu rétt
fyrirofan bæinn. Naumast, að véla-
menningin hafði lent i þjónustu
staðarins. Gesturinn fylltist áhuga og
spurn. Allur tómleiki hvarf. Hann
hraðaði sér heim að bænum og gerði
vart við sig með þremur höggum á
útidyrahurð, eins og siður var. Nokkr-
ar mínútur beið hann i ofvæni eftir að
lokið yrði upp. En það kom enginn til
dyra og ekkert hljóð barst að innan.
Hvar var Rebekka? Og hvar í djöflin-
um voru bræðurnir? Höfðu þeir
kannski hundskast eitthvað frá bæn-
um undir kvöldið i öllum umsvifun-
um, þannig að þau Rebekka gætu
talað fáein orð saman, án þess þeir
væru á hælum þeirra með allar hlustir
opnar upp á gátt.
Skítt með það. Best að ganga niður
á túnið og heyra hvað ýtumaðurinn
hefurað segja. Hin vélin, — graftól-
ið, var með ferlega tenntum kjafti að
róta til, rétt við bæjarvegginn. Éld
þeim bræðrum segi fyrir með alla
hægðina og aðburðaleysið, ályktar
hann á leiðinni niður túnið. Stórt
þúfnastykki var komið þar i flag. Svo
þeir þurftu þá aðra jörð undir rassgat-
ið til að koma sér á stað með að bylta
þessum þúfum hugsar gesturinn og
hlær.
Ýtumaðurinn stöðvaði vélina, þeg-
ar gestinn bar i Ijósgeislann. Öll tross-
an, vélin, herfið og grindin stóðu
kyrr. Ýtumaðurinn steig út á beltið
með skrúflykil í hendi og hálfreykta
sígarettu í munnviki.
— Sæll, hreytti hann út úr sér.
— Sæll, svaraði gesturinn. Hérer
mikið um að vera, þykir mér.
— Mikið um að vera. Ekki and-
skoti. Þetta ersvosem ekki neitt.
Einn af þessari sortinni, hugsaði
gesturinn. Lætursér fátt um alla hluti
nema sjálfan sig.
— Hvar er fólkið, spyr hann loks?
— Fólkið! Það voru einhverjar
hræðurað riða upp í rétt þegar
dimmdi. Annars varðar mig ekki um
það. Mér finnst það skipta ósköp litlu
máli, fái ég matinn á réttum tima og
kaupið mitt þegar ég fer.
— Það veit ég, svaraði gesturinn
og spurði ekki um fleira.
— Hvaðan ert þú annars, lagsi,
spurði þá ýtumaðurinn og skirpti
0
• •
sigarettustubbnum ofan í moldina.
— Ég gekk yfir fjöllin sjö, sagði
gesturinn og snéri frá til að ganga
heim að bænum.
— Hvar eru þessi sjö fjöll Þú ert
líklega farinn að slæpast, heyrði hann
kallað á eftir sér frá vélinni. Nokkrum
augnablikum seinna skrölti trossan af
stað. O, jæja, greyið. Ætli vélar-
skömmin sé ekki búin að gleypa úr
honum sálina.
2
Rebekka stóð i dyrunum þegar
gesturinn kom heim að húsinu.
— Þú kominn eftir allan þennan
langa tíma. Hvar hefurðu verið, vin-
ur?
— Sæl, Rebekka min, sagði
gesturinn og kyssti hana einn koss á
munninn.
Vandræðaleg þögn.
— Eru bræðurnir heima, spurði
gesturinn loks.
— Þeir voru upp við rétt, en koma
bráðum heim.
Það var svo sem auðvitað hugsaði
gesturinn. Komur hans hingað, til að
finna Rebekku, höfðu fæstar orðið
honum til ánægju, eða vakið hjá
honum mikla bjartsýni. Bræðurnir,
annarhver eða báðir lasnir og Reb-
ekka á þönum i kringum þá að veita
þeim einhverja þjónustu. En hvað
veikir sem þeir voru og niðurdrepnir,
— eftir því sem þeir sjálfir sögðu, —
gátu þeir samt fylgt þeim eftir með
hnýsnum augum og fótum. skref fyrir
skref, hvarsem þau leituðu i hvarf
með stundarlangt afdrep.
— Þú verður i nótt, vinur, sagði
Rebekka.
— Ætli það hafi mikið upp á sig.
Ég er farinn að þekkja næðið hérna á
Stóli.
— Við skulum koma i bæinn og
sjá hverju fram vindur. Hann tyllti sér
í sóffann í stofunni en hún tendraði
Ijós á lampanum. Nýmóðins húsgögn
og allt fágað og prýtt.
— Hvar eru bræðurnir veikir í
V.