Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Qupperneq 23
Að opna
veruleikann
Framhald af bls. 5.
pöka á bakinu með mat o.fl. handa
fjölskyldunni. Svo er það einu sinni,
að hann er á heimleið haustkvöld eitt.
Smám saman finnst honum pokinn
verða svo óviðráðanlega þungur og
það fara að sækja að honum nei-
kvæðar hugsanir. Hann fer að hugsa
um tilgangsleysi þessa strits og hug-
urinn hvarflar til árinnar. Væri ekki
bezt að láta ána drekkja öllum sinum
lífsins raunum? Svo leggst hann niður
við ána og veit ekki fyrri til en að
honum sækir óstöðvandi grátur, hann
var uppgefinn á sál og líkama og grét
lengi og fannst hann vera vonlaus
aumingi. En allt i einu fannst honum
eins og hvislað væri að sér: Gefstu
ekki upp, gefstu ekki upp, rístu á
fætur og haltu áfram! Og hann stóð
upp, fylgdi þessu volduga kalli og
hélt heim til sin, hann hafði öðlast
nýja von og nýjan kraft. Þessi nýji
veruleiki, sem brýst svo kröftugt og
óvænt inn i þessa Golgata-setmningu
er kraftur upprisunnar.
Að höndla eða
vera höndlaður.
Nú kunna að vera til ýmsar skýring-
ar á þessari reynslu norðlenzka
skáldsins, en ekki er fjarri lagi að
ætla, að flestir eigi slika reynslu i
fórum sínum. Jafnvel Rosenberg i
„Slönguegginu" þekkir þetta, þegar
hann vaknar eina nóttina eftir að
bróðir hans er dáinn og rifjar ósjálfrátt
upp atvik frá bernsku, þegar krakk-
arnir höfðu skorið hjartað úr rottu eða
mús og nú minnist hann þess hve
„kröftugléga það sló, svo kröftug-
lega". Það vitjar hans reynslu um
lifskraft þessa niðdimmu nótt sálar
hans. Danski guðfræðingurinn Lög-
strup kallar slíka reynslu „hinar vold-
ugu tilverutjáningar", sem eru „sterk-
ari en maðurinn sjálfur" og koma
óvænt til hans. Hér er átt við þann
kraft Guðs, sem maðurinn hefur ekki
á valdi sínu, heldur er hann fyrir
hendi, „á undan" i sköpunarverkinu,
eins konar „frumglæði" lifsins.
Existentialistarnir lýstu þindarlaust
yfir þvi, að maðurinn væri „kviði"
(Sartre), lif hans væri „absurd" eða
fjarstætt vegna þess, að það væri
tilgangslaust (Camus); þeir notuðu
gjarnan hugtök eins og rótleysi, eirð-
bræðranna og Rebekka boðin til
kaups. Hver hefði trúað þessu fyrir
nokkrum mánuðum? Slæmt að geta
ekki náð tali af stúlkunni; hennar var
ugglaust gætt eins og áður. Hann
steig fram úr rúminu og gægðist fram
á ganginn. Jú, herbergi Sigurjóns
stóð opið. Hann mundi ekki sofa fast.
Það var óhætt að bæla sig niður og
sofna þess vegna. En i sama mund
þurfti Loðmundur endilega að fá
hóstahviðu, sem engan enda ætlaði
að taka. Það leit út fyrir vökunótt á
Stóli. Svo smádró úr hóstakasti'Loð-
mundar og nóttin varð aftur hljóð úti
og inni. En þögnin varði ekki lengi.
Hundarnir ruku upp með gelti og
látum og klóruðu grimmdarlega í úti-
dyrahurðina. Gesturinn vaknaði með
andfælum eftir nokkra minútna
blund. Hann spratt á fætur. Hver
andskotinn, hugsaði hann. yEr hér allt
arleysi, tómleiki, tilgangsleysi, firring
o.s.frv. Og í guðfræðinni er sama
boðskap um tilverueðli mannsins að
finna hjá Kierkegaard og andlegum
niðjum hans með hinni látlausu
áherzlu á algjöra synd, firringu og
myrkur mannlegrar tilveru. En er
þessi skilningur á veruleikanum „rétt-
ur", þegar allt kemur til alls? Með
öðrum orðum: er þessi „opnun" veru-
leikans, sem hér hefur verið gerð að
umtalsefni, fullkomlega trú lífs-
reynslu venjulegs fólks — þar með er
ekki sagt, að Bergmann, Handke eða
Camus hafi sagt eitthvað rangt? Ber
mannlífið ekki traust, vilja til að líða
með öðrum? Jafnvel í mesta vonleysi
sínu uppgötvar maðurinn kraft, sem
honum var áður ókunnur, kraft til að
bera þjáningu, kraft til að vona og
elska, þar sem ekkert nema vonleysi
blasÍT við. Þetta ef ekki óþekkt í hinni
kristnu þjáningarmýstik miðaldanna,
þar sem dulhyggjumennirnir (t.d. Jó-
hannes á krossinum, heilög Teresia
o.fl.) sáu Ijós Guðs í mestu „nótt
sálarinnar" — og meinlætin áttu
m.a. að auka hyldýpi þjáningarinnar,
þvi að þar neðst niðri mætti þeim
Guð! Um þessa reynslu er hin verald-
lega list skiljanlega oft betri heimild í
nútímanum en hin kristilega list, sem
hafði átt von á slíkum krafti fyrirfram.
Hinn veraldlegi, trúlausi maður upp-
götvar líka þannan kraft til að vona
og elska en án þess að vita, hvaðan
hann kemur eða hvert hann fer og án
þess að hafa átt von á honum.
Ekki taldi Páll postuli sig hafa
þenóan kraft á valdi sínu, hann taldi
sig ekki hafa höndlað „það", heldur
var hann „höndlaður af Jesú Kristi"
(Fil. 3,13). Þetta „það", sem hann
talar um er „kraftur upprisu hans",
lífskraftur sköpunarinnar, sem opin-
beraðist í fyllingu sinni fyrir dauða og
upprisu Jesú Krists — en þar með er
ekki sagt, að sami kraftur hafi ekki
verið fyrir hendi áður!
Lausn og endurlausn
í hinum „voldugu tilverutjáning-
um" (von, trausti, kærleika) skynjar
hinn veraldlegi maður — ekki sízt í
listinni — einhverja þráða „lausn" í
þjáningum þessa heims Bergmanns
og Hallgríms Péturssonar. En lausn er
ekki sama og endurlausn. Lausn list-
arinnar dvelur ekki ævarandi við, hún
kemur og fer og kemur aftur leysandi
manninn úr viðjum vonleysis og þján-
ingar. Endurlausn er hið viðvarandi
ástand lausnarinnar i þessu lífi. Að
kristnum skilningi meðtekur maður-
inn endurlausnina fyrir kross og upp-
af göflum að ganga. Hann smeygði
sér i buxur og sokka og hljóp niður
stigann. Svalt útiloftið kom á móti
honum í ganginum. Sigurjón stóð við
opnar bæjardyrnar að hleypa hund-
unum út.
— Hvað gengur hér á, spurði
gesturinn.
— Hundarnir hafa heyrt eitthvað,
svaraði Sigurjón luntalega og hysjaði
upp um sig.
— Fara þeir oft í svona ham?
— Stundum núna i seinni tið.
— Hvað skyldu þeir svo sem
heyra?
— Eitthvað sem enginn sér, svar-
aði Sigurjón lymskulega og flýtti sér
að stiganum.
Nú hann er þá svona, pilturinn.
Liggurá þvi lúa laginu, að setja hér
einhverskonar reimleika á svið, hugs-
risu Jesú Krists, er líf hans verður
höndlað af „krafti upprisu hans". Þarf
einhver að efa, að hinn „leysandi",
hreini tónn, sem ber uppi segjum við
tónverk Jóhanns Sebastians Bachs er
tónn endurlausnarinnar? Ekki ófyrir-
synju, að Bach hefur verið kallaður
fimmti guðspjallamaðurinn. Engu síð-
ur ber ekki að vanmeta „lausn" hins
veraldlega manns, allra sízt, þegar
fátt ber vitni um endurlausnina í
raunverulegum skilningi, þar sem
henni ætti að vera vitni borið. Því
leita menn gjarnan þeirrar lausnar,
sem listin og sköpunarverkið hefur
upp á að bjóða Jesús vanmat heldur
ekki akursins liljugrös og fegurð
þeirra, ekki heldur fugla himins, held-
ur benti hann þvert á móti á þá lausn
og öryggi, sem sköpunarverkið er
útbúið með frá fyrstu hendi.
Spurning, hvort lifsreynsla fólks
eins og t.d. Theodórs Friðrikssonar,
dregur ekki réttilega í efa ýmsar full-
yrðingar heimspekinga og lista-
manna, sem segja líkt og Schopen-
hauer: „allt líf er þjáning". Það kann
út af yrir sig að vera rétt, ekki sízt ef
mið er tekið af þeirri lífsfirrtu tilveru,
sem er hlutskipti íbúa stórborganna.
En lítum aftur til Theodórs. Þegar
hann er búinn að lýsa þvi hvernig er
að vera strákur i Flatey á Skjálfanda
kringum 1 880 og hlusta kvöld eftir
kvöld á draugasögur, sögur um for-
ynjur og furðuskepnur, sjóskrimsli,
skessur og kynjaverur, sem hinir og
þessir höfðu séð eða heyrt um og allir
trúðu á, og þegar hann er búinn að
lýsa hinni þrúgandi hræðslu i heirhi
þessara fyrirbæra, náttúrlegra og yfir-
náttúrlegra, þá minnist hann þess
einnig, hversu glaður hann varstund-
um á morgnana, einkum á sumrin,
þegar hann fór út á hlað og signdi sig
og varð svo yfirkominn af innri gleði
yfir því einu saman að vera til og
mega sjá sólina og þessa fögru ver-
öld, að hann táraðist. Og brezka
skáldið W.H. Auden, sem var i fram-
an eins og landakort, hefur frá svip-
aðri reynslu að segja. Hann segist
stundum hafa staðið úti i garðinum
sinum og tárast yfir þvi einu saman
að eiga heimili. Kannski var það
vegna þess i og með, að skáld þetta
skildi lif sitt siðustu ár ævi sinnar
undir merkjum hins krossfesta og
upprisna, að veröldin með allri sinni
þjáningu og gleði laukst upp fyrir
honum á þennan hátt? Og hver veit
nema spámanninum Jesaja hafi farið
likt og þeim Theodóri og Auden,
þegar hann gat ekki stillt sig um að
segja: „Öll jörðin er full af Hans
dýrð"? En tár þeirra Theodórs og
aði gesturinn á leiðinni upp stigann.
6
Gesturinn lauk við að klæða sig og
hallaði sér í öllum fötum. Klukkan var
sex. Hann gerði ekki ráð fyrir að geta
sofnað það sem eftir var af nóttu, og
varekki viss um, hvort honum hefði
runnið í brjóst þegar grafan fór i gang
um morguninn. Það iskraði og gnast i
steinvegg hússins og kjaftur hennar
nérist við hann. Sennilega var enginn
kominn á fætur af heimafólki, hugs:
aði hann og fetaði sig hljóðlega niður
stigann. Niðri var allt hljótt. Hann
klæddist yfirhöfn sinni á ganginum,
opnaði bæjarhurðina og gekk út á
hlaðið. Svo hélt hann suðurtúnið,
sömu leið og hann hafði komið kvöld-
ið áður. Vélargnýrinn fylgdi honum
eftirfram að prestsetrinu. Óneitan-
Auden eru vissulega annars eðlis en
Gyðingsins Sol Nazermanns eða
Emanuellu Bergmanns. í báðum til-
vikum er samt um eitthvað uppruna-
legt og sammannlegt að ræða: að
tárast i þjáningu sinni og tárast i gleði
sinni — ekki út af neinu „sérstöku"
tilefni, heldur er orsakanna að leita
innst inni í manninum sjálfum við
sjálfar undirstöður lífs manns. Innri
merkingu þessarar tviþættu mann-
legu reynslu sér kristin trú i krossi og
upprisu Krists: „Mannsins" i fyllingu
sinni, guð-mannsins: þar er þvi ekki
aðeins um að ræða „kristileg" tákn
fyrir lífsreynslu hins kristna manns,
heldur undirstöðureynslu hinnar
mannlegu tilvistar sem slíkrar.
Hið veraldlega er trúarlegt
Jesús talaði „sæluboðanirnar" ekki
við hóp útvalinna lærisveina, heldur
við „alla", það er boðskapur hans til
mannsins, að hann muni verða hugg-
aður, muni verða rikur í andanum,
boðskapur um von innst inni. Sú
veraldlega list, sem hvað mest skil-
greinir hinar dekkri hliðar mannlifs-
ins, hefur túlkað þrá mannsins eftir
slikri „lausn", slíkum krafti og von.
Það er vissulega hlutverk kirkjunnar
að leita Krists meðal hinna minnstu
bræðra og systra — að sjá hinar
gegnumstungnu hendur allt í kring-
um sig. Það er hlutverk hennar að
líða með þeim þjáðu og lina þjáningar
þeirra — en aðeins sá, sem er höndl-
aður af hinum sanna og raunverulega
krafti „upprisu hans" hefur efni á
samlíðun með öðrum, annars verður
hann þjáningunni að bráð.
Kirkjan getur lært af heiminum,
hún getur lært auðmýkt og gleði af
hinni veraldlegu list — ef svo ber
undir. Hún getur samt fyrst og fremst
lært að spyrja sjálfa sig, hvar hennar
eigin auðmýkt, hennar eigin samlíð-
un með þeim, sem hafa gegnum-
stungnar hendur og hvar hennar upp-
risugleði sé. í augum ófárra guðfræð-
inga er öll list trúarleg list (ekki „kristi-
leg" eða „kirkjuleg") svo framarlega,
sem þar er fengizt við veruleika
mannsins og merkingu þessa veru-
leika.
Kross og upprisa eru grundvallar-
hugtök kirkjunnar á öllum tímum,
hennar dýpsti og dýrasti veruleiki —
slik hugtök verða aldrei skilin „endan-
lega". Því iðkuðu kirkjufeðurnir þá list
að búa til óskiljanlegar trúarjátningar
í simskeytaformi — aðeins til að
minna á og benda á atburðina, sem
endurspegluðu mannlega þjáningu
þeirra og neyð annars vegar og hins
vegar vonina, sem þeim var gefin.
lega var jörðin falleg og góð undir bú.
En hún var ofurefli fyrir einn og erfið
fyrirtvo. Áreiðanlega væri ekkert
gaman að vera þar útilegumaður þeg-
ar vetraði og allt fylltist af snjó. Hann
gekk áfram suður veginn og prest-
setrið hvarf úrsjónmáli. Sennilega
var ekki heldur mjög erfitt að losna
við það úr huga sér, hvað sem Re-
bekku leið?
Það var kominn föstudagur og sól-
ris i námd. Þarna blasti nýja brúin
við. Þeir voru víst að Ijúka við hana
og veginn þessa dagana. Aldrei fór
það svo, að hún ætti ekki eftirað
koma að einhverjum notum, hugsaði
gesturinn og glotti kalt. Hann hraðaði
nú göngunni að gömlu brúnni og yfir
hana að melnum, þar sem billinn
stóð. Hann yrði að vera kominn að
vinnustað i dag þegar kaupið væri
borgað út og helgin hæfist.