Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Síða 5
viðfangsefnum sínum og skoðunum á lífinu og samtíðinni. Gísli Sigurðsson skráði
spilum á sálarlff og tilfinningar fólks.
Kannski er það hvergi eins augljóst
og í sjónvarpinu, enda gefur kvik-
myndin aukna möguleika til þess.
Þulurinn sem flytur texta auglýsingar-
innar þarf að hafa aðlaðandi rödd, —
eða eigum við að segja sexappíl —
kyntöfra — í röddinni. Því miður er
oft misbrestur á þessu og rödd getur
orðið svo ógeðfelld, að hún spilli
fremur fyrir því sem auglýst er. En
það er viðurkennd staðfeynd, að kyn-
hvötin skiptir miklu máli í þessu sam-
bandi og alveg sérstaklega í sjónvarp-
inu.
Þetta er engan veginn ný bóla og
má sjá af auglýsingaplakötum frá því
um aldamót, að menn voru búnir að
uppgötva hlutverk kyntöfranna. Hver
kannast ekki við auglýsingar á alls-
konar hlutum, sem eru gersamlega
órómantiskir og ókvenlegir í venjuleg-
um skilningi, — hlutir eins og tré-
smiðavélar eða bíldekk, og aðalatriði
auglýsingarinnar er mynd af fallegri
og gjarnan léttklæddri konu. Stund-
um hefur verið talað um ofnotkun,
eða öllu heldur misnotkun á konulík-
amanum í þessu sambandi. Eg er
ekki sammála þvi. Það eru karlmenn,
sem kaupa hluti eins og trésmiðavél-
ar og bildekk og samkvæmt kenn-
ingunni ætti sá bíldekkjaframleiðandi
að eiga mesta möguleika til að koma
sinni vöru út, sem birtir mynd af
fallegasta kroppnum. Á sama hátt
ætti að vera betra að hafa mynd af
fallegum mönnum með þeim vörum,
sem konur kaupa. Kynhvötin hefur
ótrúleg áhrif á gerðir okkar og í
auglýsingum er einfaldlega verið að
færa sér það i nyt."
3
„Ég er héðan úr Reykjavikinni,
fædd 5. ágúst 1947, dóttir Ingólfs
Sveinssonar lögregluþjóns og Klöru
Halldórsdóttur konu hans. Þau áttu
auk mín tvo syni, Halldór, sem er
flugmaður hjá Loftleiðum og Þorstein
Örn, sem er látinn. Ég ólst upp í húsi
fjölskyldunnar við Snorrabraut, þar
sem ég bý og hef teiknistofu núna.
En einnig áttum við heima í Heiðar-
gerði 38, — þar byggðu foreldrar
mínir í þann tið er Smáíbúðahverfið
var byggt.
Að loknu námi í Breiðagerðisskóla
eins og lög gerðu ráð fyrir, tók ég
gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla
Verknáms og um það leyti fóru lin-
urnar að skýrast, hvað framtíðar-
áformin snerti. Haustið 1964 hóf ég
nám i Myndlista- og handíðaskólan-
um; fór beina leið úr forskólanum í
auglýsingadeildina og útskrifaðist
1968.
Ég fór í auglýsingarnar vegna þess
að ég vildi læra eitthvað hagnýtt, —
eitthvað sem maður gæti hugsanlega
lifað af. Auglýsingateikning var þá
erfiðasta námið í skólanum; mér
fannst þá og finnst enn, að það
krefjist alls af manni. Sem sagt,
heimtufrek grein á alla manns getu.
Auglýsingateiknarinn verður að ráða
við módelteikningu og hann fæst við
typógrafiu eða leturfræði, útlitsteikn-
ingu, litafræði, formfræði og Ijós-
myndun. Þetta er það tæknilega, sem
hægt er að læra i skóla. En það er
ekki hægt að kenna neinum að verða
hugmyndaríkur og við höfum minnst
Ymislegt úr möppunni hjá Rósu: Lýsing vio smásögu I Lesbók, plötuumslag fvrir
kvintett Karls Jónatanssonar, firmamerki fyrir flugfélag, dagblaósauglýsing fyrir
snyrtistofu og bæklingur fyrir ferðaskrifstofu.
Til þess er ætlast að við
spilum á sálarlif fólks
og i auglýsingum skipt-
ir kynhvötin geysilega
miklu máli. Sá sem flyt-
ur auglýsingatexta i
sjónvarpi, verður að
hafa kyptöfra i rödd-
inni. II
á það áður, að snjallar hugmyndir eru
höfuðatriði í þessari grein. Ég var
ánægð með skólann og þá þjálfun,
sem við fengum þar undir leiðsögn
ágætra manna eins og Gísla B.
Björnssonar og Torfa Jónssonar. Og
árgangurinn, sem útskrifaðist 1968
var óvenju sterkur og jafn; kennarar
segja hann þann bezta, til þessa,
enda erum við öll í fullu starfi við
teikningar ýmiskonar og auglýsinga-
gerð. Hópurinn var að vísu ekki stór;
auk mín voru þar Hilmar Þ. Helgason,
sem starfar sjálfstætt, Sigurður Örn
Brynjólfsson hjá Auglýsingaþjónust-
unni, Guðjón Eggertsson hjá Gisla B.
Björnssyni og Hjálmtýr Heiðdal. einn-
ig hjá Gísla.
Sama árið og við útskrifuðumst,
fékk skólinn alþjóðleg réttindi; var
með öðrum orðum viðurkenndur sem
fullgild menntastofnun á þessu sviði
og hægt að komast þaðan beint í
framhaldsnám erlendis, ef þess yrði
óskað. Auglýsingateiknun er sú
grein, sem er líklega skipuð viðlíka
mörgum konum sem körlum, en í
hópi kvenna er ég sú fyrsta, sem hlýt
réttindi hérna heima. Þær Kristín Þor-
kelsdóttir, Friðrika Geirsdóttir og
Helga Sveinbjörnsdóttir lærðu og
hlutu sfn réttindi i Danmörku."
4
„Og siðan, — jú ég var teiknari hjá
Sjónvarpinu um tveggja ára skeið að
námi loknu og um árabil vann ég á
Teiknistofu Myndamóta. En i júlí síð-
astliðnum tók ég það skref, sem alltaf
var ætlunin og byrjaði sjálfstætt. Það
er stórt og erfitt skref og talsvert dýrt
fyrirtæki að koma öllu á laggirnar,
sem með þarf. Uppá siðkastið hef ég
unnið fyrir Örn & Örlyg, einnig fyrir
ísafold, en allt er þetta á byrjunar-
stigi. Óneitanlega er þægilegt að hafa
teiknistofuna heima hjá sér og vera
sinn eigin húsbóndi. Samt væri hægt
að gefa sér slakt um of og fara flatt á
því; maður verður að hafa aga á
sjálfum sér. Ég reyni að skapa mér
ákveðinn vinnutima; er þá sem mest
við teikniborðið fyrir hádegi, en sinni
útréttingum eftir hádegi. Þá fer mað-
ur til viðræðna um verkefni, sem fyrir
liggja og einnig i prentsmiðjur að líta
á verk, sem verið er að vinna. Það
fylgir starfinu að líta eftir vinnslunni
unz allt er klappað og klárt. Timinn
eftir hádegi vill verða ódrjúgur eins
og gengur, þegar sinna þarf ýmsum
erindum, en ég hef þá reglu að láta
Klöru dóttur mína ganga fyrir. Við
búum hér^saman mæðgurnar; hún er
að verða sjö ára og stundar nám við
ísaksskólann.
Það er sjálfgefið að maður er ekki
alveg frjáls ferða sinna með svo ungt
barn, en ég uni mér vel heima og
hvili mig á teikningunum'með þvi að
sníða og sauma föt. Til dæmis sauma
ég fötin á okkur mæðgur. Auk þess
gæti dottið i mann að búa til eina og
Framhald á næstu síðu
©