Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Síða 13
eigi finni hann hversu óendan- lega mikið vér eigum góðri móður að þakka? Menntun kvenfólksins er því nauðsynlegri sem heimilin verða meir að annast uppfræðing barnanna. Sömuleiðis er tekið’ fram að auk venjulegra innan- bæjgrstarfa þurfi konan að ann- ast tóskap, vefnað og kiæðasaum og að við matargerð þurfi vissu- lega mikla kunnáttu svo að matur- inn geti orðið í senn hollur og bragðgóður en þó sé um leið gætt allrar nýtni og hagsýni. „Þá sælu er vér njótum í sambúð góðrar konu ...“ Og loks segir svo i greininni: Þegar vér nú athugum hve þýð- ingarmikill starfi konunnar er, þá sælu er við njótum í sambúð góðr- ar konu, sem vel er vaxin stöðu sinni og þá blessun og auðsæld sem henni fylgir í búi manns því skyldum vér þá ekki leggjast á eitt að styðja að því að kvenfólk eigi kost á þeirri menntun sem því er nauðsynlegt, það þráir og sjálfum oss er einnig til gagns og gleði undir eins og vér með því reisum.einn af traustustu hyrn- ingarsteinum til vegs og viðreisn- ar fósturjörð vorri. Hversu vel Eggert Gunnarsson hélt á máli sínu, varð til þess að á Grundarfundinum voru kjörnar nefndir í öllum nálægum hrepp- um til að annast fjársöfnun og gera tillögur um skipulag skólans. Nefndirnar voru þannig skipaðar að í hverjum hreppi voru kjörnar 4 konur og einn karlmaður þeim til aðstoðar. Þegar leitað var til fólks um styrk til skólans varð þátttaka mjög almenn, gjafir bár- ust frá flestum bæjum í Eyja- fjarðarsýslu og einnig úr Þingeyj- arsýslunum og Múlasýslum. Fjár- hæðirnar voru að vísu ekki háar miðað við nútímatölur, 3—5 krón- ur en þær fátækari 1—2 krónur. Vinnufólk og unglingar gáfu frá 25 aurum upp í eina krónu, ef til vill einu aurana sem það átti handbæra. Sýndi það hvern hug fólkið bar til þessa skólamáls. Ef við athugum nánar þessa krónutölu þá var ekki lítið að gefa 3—5 krónur sem þá mun hafa verið dilksverð. Nú er dilksverð kr. 10.000.- Hæstu tillögin 40—50 krónur, komu frá Jóhönnu Gunn- laugsdóttur frá Laufási og dóttur hennar Kristjönu Hafstein. Var það stórfé í þá daga. Reynt var að safna fé með samkomuhöldum hlutaveltum og sjónleikum. Sigríð- ur Eyjafjarðarsól eftir Ara Jóns- son bónda í Víðigerði var þá leik- in í fyrsta sinn, sömuleiðis Búr- fellsbiðillinn. Með þessu hafðist talsvert fé, en mikils þurfti við og var ötullega unnið. 1 byrjun ágúst 1876 komu forstöðukonur fjáröfl- unarnefndar saman á Laugalandi til að bera saman bækur sínar. Var þá ákveðið að boða annan fund á Akureyri um haustið. Þar mættu formenn fjársöfnunar- nefndar og aðstoðarmenn þeirra. Eggert Gunnarsson var kosinn fundarstjóri og sr. Arnljótur Ólafsson ritari. A fundinum lagði Kristjana Hafstein fram eftirfar- andi tillögur, sem allar voru sam- þykktar: 1. Hefja skal skólann haustið 1877 á þeim bæ i Eyjafirði sem bestur getur fengíst og hentugast- ur þykir til þess. 2. Ráðnar skulu tvær kennslu- konur og skal önnur þeirra veita skólanum forstöðu. 3. Ekki þýðir að gera ráð fyrir minna húsrými til að byrja með en þvi sem tekur a.m.k. 10—20 námsmeyjar. 4. Þessar námsgreinar skal kenna: Góða bústjórn, reglusemi, þrifnað, tilbúning á allskonar mat, þar sem bæði er hugsað um hollustu og nýtni i matargerðinni, ræsting, þvott á líni og öllum fatn- aði, tóvinnu allskonar og að sniða og sauma allskonar fatnað. Enn- fremur skal kenna: skrift, réttrit- un, einfaldan reikning og almenn- ar reglur fyrir uppeldi barna. Þær stúlkur sem þess óskuðu ættu auk þess að gera fengið til- sögn í dönsku og fl. tungumálum svo I landafræði, sögu, söng einnig í vönduðum og margbreytt- um útsaum og ýmsum fögrum hannyrðum. Sérstaklega ætti það að verða mark og mið skólans að innræta hinum ungu stúlkum guðrækni og góða siðu, venja þær á kurteisi og fagra framkomu og kenna þeim að forðast prjál og hégóma. Safnaði fé í Kaupmannahöfn Fleira var rætt um skipulag skólans og kosin 10 manna nefnd skipuð fimm konum og fimm karl- mönnum til að annast frekari framkvæmdir þangað til skólinn væri kominn á fastari fót, búið að sjá honum fyrir húsnæði, ráða kennslukonu og útvega allar nauðsynjar svo skólinn gæti tekið til starfa. Nefndin átti einnig að semja frumvarp að reglugerð skólans. Sú nefnd var þannig skipuð: Frú Kristjana Gunnarsdóttir, Syðra-Laugarlandi, frú Guðriður Pétursdóttir, Höfða, frú Sigríður Þorsteinsdóttir, Akureyri, frú Þórey Guðlaugsdóttir, Munka- þverá, frú Hólmfriður Þorsteins- dóttir, Bægisá, Eggert Gunnars- son, alþm. Syðra-Laugalandi, Sr. Arnljótur Ólafsson, alþm. Bægisá, Jón Ólafsson, hreppstj. Hripkels- stöðum, Einar Asmundsson alþm. Nesi, Jón Sigurðsson, alþm. Gaut- löndum. Til vara: Frú Sigriður Ólafsdóttir Briem Reistará, Eggert Laxdal, verzlunarstj. Akureyri. Kaus nefndin Eggert Gunnars- son alþm. fyrir formann og Jón Ólafsson hreppstjóra á Hripkels- stöðum sem gjaldkera. Það var ljóst að þau framlög sem fengust með frjálsum sam- skotum dugðu ekki til alls er með þurfti, þó að þejm væri mikill stuðningur og hvatning til fram- kvæmda. Eggert Gunnarsson lá ekki á liði sinu frekar en fyrri daginn. Hann dvaldi í Kaup- mannahöfn veturinn 1876—77 í ýmsum erindagjörðum. Tók hann þar til óspilltra málanna að safna til skólans og naut aðstoðar Odds Stephensens oddvita hinnar is- lenzku stjórnardeildar i Kaup- mannahöfn, Gísia Brynjólfssonar háskólakennara og frænku sinnar skáldkonunnar Benedicte Arne- sen o.fl. Safnaðist þar á skömm- um tíma kr. 4.389.-. Þótti það gott búsílag og eitthvað bættist við síðar. Auk þess fékk hann loforð um 400 krónu framlag úr ríkissjóði ár hvert í tvö ár, svo nú fór að vænkast ráð skólans. Syðra-Laugaland boðið Ekki voru menn á sama máli um hvar skólinn yrði staðsettur. Höfuðbólið Grund stóð skólanum til boða en ef Grund yrði valin varð að reka þar stórbú. Þá kom Munkaþverá til greina, en til þess þurfti að byggja skólahús frá grunni en til þess skorti fé og enginn tími til stefnu. Bóndinn að Framhald á bls. 16. Reykjavík árið 2000 Framhald af bls. 10 Ég hef í tillögu minni litið á Reykja- vikursvæðið sem eina heild með u.þ.b. 160 þúsund íbúa árið 2000. í tillögunni geri ég ráð fyrir því, að byggð verði ekki dreift frá því, sem nú er, heldur verði hún þétt hæfilega innan núverandi byggðamarka. Byggðin yrði í 5 þéttum kjörnum með opnum svæðum á milli. Reykjavík vestan Elliðaáa ásamt Seltjarnarnesi yrði stærsti kjarninn með u.þ.b. 70 þúsund íbúa, ein hinir minni yrðu Breiðholt, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður með 18—23 þúsund íbúa hver. Gert er ráð fyrir að flug- völlurinn verði fluttur suður í Kapellu- hraun austan Straumsvikur, til að kanna þá möguleika, sem það mundi skapa. Hraðbrautakerfinu er breytt lítils háttar frá núverandi skipulagi, aðalatriðið er bein tenging Hafnar- fjarðarvegar sunnan Kópavogslæks við hina nýju Reykjanesbraut ofan við Garðabæ. Þessi leið yrði þá aðal umferðarmænan gegnum Reykja- víkursvæðið. Hraðbrautum gegnum gamla miðbæinn er fækkað frá nú- gildandi skipulagi og einnig sleppt tveimur umferðarslaufum við Lands- spítalann og suðurenda Tjarnarinnar, þar sem þær mundu m.a. skapa aukna umferð á Sóleyjargötu og örð- um nálægum götum. í staðinn mætti veita fjármunum til að bæta leikvelli, gönguleiðir og almenn útivistar- svæði. Á núverandi flugvallarsvæði hef ég i tillögunni gert ráð fyrir 7—8000 manna byggð. Helmingurinn byggi í raðhúsum, en hinn helmingurinn i einbýlishúsum og 2 — 3 hæða blokk- um. Hægt er að ferðast gangandi innan alls hverfisins án þess að fara yfir bílagötu. Hvergi er þó lengra frá húsi að götu en 50—60 metrar. Uppbygging hverfisins miðast við fólkið, sem býr í því, og bilarnir eru hjálpartæki, en ekki miðpunktur skipulagsins. Innbyrðis afstaða húsa er þannig, að sem best skjól myndist milli þeirra og trjágróður þrifist sem best. Skjólsælar gönguleiðir í átt að hverfismiðju og opnir leikvellir við þær gefa tilefni til mannlegra sam- skipta. í hverfismiðju gæti t.d. verið skóli, kirkja, safnaðarheimili, verslan- ir, banki, pósthús, spótek, bókasafn, tómstundaheimili o.fl. Miðsvæðið yrði sniðið fyrir gangandi fólk, en þó vel aðgengilegt fóki á bílum. í útjaðri hverfisins gaeti t.d. verið léttur iðnað- ur. Hverfið tengist Öskjuhiíð, Há- skólanum og miðbænum með göngu- leiðum. Loftleiðahótelið gæti tengst miðsvæði hverfisins og fengi fallegt umhverfi. í Nauthólsvík mætti endur- vekja sjóbaðstað með viðeigandi að- gerðum, og þar mætti koma upp góðri baðaðstöðu með tilheyrandi mannvirkjum. Væri hér ekki einnig tilvalinn staður fyrir margumrætt lúxúshótel? Segja má, að skipulag hérlendis hafi hingað til fyrst og fremst verið miðað við fólk, sem ekur bíl og vinnur utan heimilis mestan hluta dagsins, þar sem stærsti hópurinn er fullfrískir karlmenn á aldrinum 20—65 ára. Minna hefur verið hugsað um hina, en þar eru húsmæður, aldrað fólk, börn og unglingar stærsti hópurinn. Það má benda á þetta sama viða erlendis, en þó höfum við dregist nokkuð aftur úr nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði. Það er von mín, að þessi tillaga megi vekja fólk til umhugsunar um þau mál. - Þar pukrast... Framhald af bls. 6 tímum saman á degi hverjum. Aður en langt um leið, fór ég að raða saman minum eigin hljómum og var víst 1 7 ára, þegar fyrsta lagið varð til. Þá kunni ég ekki að lesa eða skrifa nótur og bjó mér til sérstakt kerfi til þess að skrifa lagið. Við sungum geysilega mikið heima. Pabbi var og er Ijóð- og söng- elskur og við fórum að grúska saman í kvæðabók. sem heitir „Fagrar heyrði ég raddirnar". Það eru þulur og þjóð- vísur, skemmtilegur og þjóðlegur kveðskapur. Okkur kom í hug, að gaman væri að búa til lög við kvæðin og árangurinn af því samstarfi var plata, sem út kom 1 972, þar sem ég söng þessar þjóðvísur við lög eftir okkur. Við áttum jafn mörg lög á plötunni og hún var mitt fyrsta fram- lag á þvi sviði. Ég hef þó ekki hugsað mér að gera endasleppt og er með aðra plötu i sigtinu. Útkomutíminn er ekki ákveðinn, en ég á orðið 1 6 lög, sem ég hef samið í þessu skyni. Þau eru þó ekki við þjóðvísur; textamálið er óákveðið ennþá, en það þjóðlega er afgreitt i bili og formið verður annað, jafnvel með ögn af latnesku ívafi. Og fleira er í sigti. Á sínum tíma samdi ég leikþætti fyrir barnatíma sjónvarpsins og hef nú hugsað mér að gefa þessa þætti út i söguformi og myndskreyta þá. Einnig er ætlunin að gefa út leikritið, en þetta eru nú minni háttar viðfangsefni. Plötuútgáfan er aftur á móti verk sem hlýtur að taka sinn tíma og verður ekki hrist framúr erminni. Margt verður að athuga; áhrifin koma víða að, en samt get ég ekki sagt að ég eigi neina uppáhalds tónlist. Öll falleg hljómmyndun höfðar til mín, — sama hvort það eru dægurlög eða klassisk verk. Þar af leiðir, að ég á Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.