Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 1
Margir íslendingar munu kannast við nafnið TOVE ÓLAFS- SON en hún var gift hérlendum myndhöggvara og var um árabil búsett hérá Laugarnesinu. Sjálf var hún (og er) myndhöggvari af hárri gráðu og ágætur kennari. Tove sýndi myndir sínar með islenzkum framúrstefnulistamönnum eftir- striðsáranna m.a. á Septembersýningunum svonefndu. Vöktu myndir hennar jafnan mikla athygli fyrir fíngert og mann- eskjulegt yfirbragð. Hún mun hafa átt marga aðdáendur hérlendis er muna list hennar vel, og einn þeirra gat ekki stillt sig um að taka mynd af tréskúlptúr þeim er prýðir forsíðu Lesbókar, að þessu sinni. Myndin var á sýningu „Kammeraterne" á Den Frie i Kaupmannahöfn á sl. hausti og reyndist sú mynd minnis- stæðust allra mynda á sýningunni fyrir viðkomandi. Einhvern veginn finnst íslendingum að þeir eigi nokkurn skerf i þessari listakonu, þótt aldönsk sé. Væri ekki ráð að bjóða henni að sýna myndir sinar i Reykjavík i náinni framtið t.d. i sambandi við Listahátíð 1980? — Konumynd þessi er skorin út i trébút og mun vera í fullri likamsstærð, eða því sem næst. Eins og sjá má væsir ekki um handverkið, og auk þess er myndin gædd ýmsum þeim bestu eðalkostum listakonunnar er við þekkjum svo vel, fágun, blíðu og innri lifun. Mynd og texti: Bragi Ásgeirsson. Bílar af örgerö 1978 Núsegiraf FORD

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.