Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Qupperneq 3
Varla hefur það farið framhjá nein- um i fyrravetur, að yfir Norður Ameríku gekk þá harðasti vetur aldar- innar. Þar sem venjulega er vetur aðeins að nafninu til, var nú líkast vetri á íslandi og mundi jafnvel sæta tiðindum hér, ef annan eins snjó setti niður og raun bar vitni um á einstaka stað i austanverðum Bandaríkjunum. Grófust bilar og hús i snjó eins og títt á sér stað hjá okkur á Norðurlandi, en skaflar urðu 8 metra háir og er þá orðið gifurlegt fannfergi. Varla munu 8 metra háir skaflar hafa sést á Suðurlandi í seinni tíð, utan veturinn 1949 og eftir mannskaðaveðrið i febrúar 1 940 urðu þeir að vísu miklu hærri en það. Hér á íslandi var einnig óvenjulegur vetur i fyrra; snjólaus á Suðurlandi og verður komið að þvi siðar, hvort samhengi sé á milli þess og harðindanna i Ameríku. Grein sú, sem hér er bygggt á, birtist i National Geographic i lok síðasta árs. Þar eru rakin með nýmörgum dæmum ýmis óþægindi og búsyfjar, sem Banda- ríkjamenn urðu fyrir af völdum þessa fimbulvetrar: Annarsvegar snjó- þyngslin, kuldi og harðindi í austan- verðum Bandaríkjunum, en ofþurrkur vestast, á Klettafjallasvæðinu og sléttunum þar austur af. Jafnframt þvi sem hús fenntu i kaf í austurrikj- unum, varð að skammta vatn i Kali- forníu. Háði þó vatnsleysið meira gróðri en fólki. Enginn veit nákvæmlega hvers- vegna þetta átti sér stað, en breyting- in er þó rakin til Kyrrahafsins. Yfir- borðshiti þessa hafflæmis virðist hafa ótrúleg áhrif. Alkunnugt er, að Kalifornia er ein- muna sólrikt land. Stafar það af þvi, að háþrýstisvæði helzt venjulega yfir landinu sumarlagt og þá berst úr- koma alls ekki inn yfir landið frá Kyrrahafinu. Á vetrum hverfur þessi hæðarhryggur og ríkir þá vestanátt, sem ber með sér nauðsynlegan raka á landið og snjó í fjöllin, — vantsmiðl- un, sem lika er nauðsynleg. En haust- ið 1976 fór að bera á ýmsu óvenju- legu, sem síðan hafði samverkandi áhrif. Perústraumurinn veitir köldum sjó sunnan að norður í Kyrrahafið, en i þetta sinn var hann ekki nærri eins kaldur og venjulega og yfirborðshiti Kyrrahafsins varð þessvegna meiri á kafla en vant er. Nyrst á Kyrrahafi fór að myndast lægð, sem varð uppundir eins víðáttumikil og öll Bandarikin og hélst hún hreyfingarlaus timunum saman. Jafnframt vildi sumarhæðin yfir Kaliforníuströnd ekki fara þegar vetraði, en hæðarhryggurinn hafði sömu áhrif og stiflugarður. Vindurinn af Kyrrahafinu sveigði með hæðar- hryggnum langar leiðir til norðurs eða allt til Alaska. Þar mætti hann heim- skautsloftinu og sneri suður megin- land Norður Ameriku. Þá var hann orðinn kaldur og bar með sér mikinn raka, sem varð að snjókomu og olli óvenjulegum snjóþyngslum og kulda, allt suður til Florida. Eitt sinn snjóaði þar, sem þótti einsdæmi og svo merkilegt, að dómari nokkur gerði 1 réttarhlé svo allir gætu farið út og séð. í Alaska nutu menn þess aftur á móti að fá þessa óvnætu hitaveitu frá i Kyrrahafsvindurinn ber meS sér mikinn raka, sem vökvar Kaliforníu, Klettafjöllin og slétturnar austan við þau. Í fyrra brá hann útáf venju og hjá Lawrence Pierson, bónda i Burlington í Colorado, varð ástandið eins og hér sést. „Þar sem eitt sinn akrar hutdu völl" er eyðimörk og ekkert framundan annað en gjaldþrot. Enginn bandariskur viS- lagasjóður virðist vera fyrir hendi, þegar náttúruhamfarir eða ótið herja á landið. /*r. i nánd við vötnin miklu á landamærum ' Bandarfkjanna og Kanada verður gjarnan mikil úrkoma. I fyrravetur hióð þar niður fima miklum snjó og borgin Buffalo grófst næstum i snjó i byl, sem þar gerði 28. janúar. Sá bylur stóð i fimm dægur og lamaði alla starfsemi f borginni gersamlega. amalað i dýragarðinn. I Erie f Pannslylvaniu og viðar kyngdi niður svo miklum snjó, að sum dýranna fengu undankomuleið út úr girðingum sinum yfir skaflana. En þau höfðu að litlu að hverfa og frelsið stóð ekki lengi. Jafnframt þvi sem snjókoman var dæmalaus austantil i landinu, kom ekki deigur dropi á Klettafjöllin og slétturnar þar fyrir austan. Var viða mikið moldrok, allt suður i Texas og á hveitiræktarsvæðum norður var áfokið allt að fjögur fet á þykkt. Hér er reynt að skófla þvi útaf ökrum með vegheflum. Kyrrahafinu og varð að aflýsa kapp- leikjum i íshokkey vegna þess að allur is bráðnaði. Á Klettafjöllin féll ekki snjókorn né heldur deigur dropi á láglendi. Kom það sér illa fyrir fleiri en skíðastaðina, sem urðu að loka. Var tap þeirra metið á 78 milljónir dala. Menn boruðu dýpra og dýpra eftir grunnvatni og jarðir og búgarðar fóru i eyði, þegar landið var orðið eins og eyðimörk. Enginn bjargráða- eða viðlagsjóðir virðist vera til taks þar i landi, þegar náttúruöflin gera bænd- um og öðrum skráveifur. Maður er nefndur Jerome Namias og er hann doktor i veðurfarsfræðum og hefur með höndum langtima veðurspár. Hann hafði komizt að raun um, að óvenjulegur kuldi var i norðanverðu Kyrrahafinu, þar sem lægðin stóra hafði bólfestu, en óvenjulegur hiti sunnar. Taldi hann líklegt, að þetta tvennt gæti orðið til að festa hæðarhrygginn yfir vestur- ströndinni, sem og fór eftir. Þetta hefur átt sér stað áður en telur dr. Namias að veturinn 1917—18 hafi verið hliðstæða. Samskonar ástand skapaðist í og yfir Kyrrahafinu með mikið til sömu afleiðingum. Athyglis- vert er, að uppúr áramótum þennan vetur gerði mestu frosthörkur, sem gengið hafa yfir ísland á þessari öld og hefur lengi verið til þess jafnað og þess minnst, að menn gengu þá þurrum fótum á ís úr Reykjavik og uppá Skaga. Vísindamenn hafa reynt að ráða veðurfar af árhringjum trjáa og köm- izt að þeirri niðurstöðu, að truflanir á venjulegu árferði svo sem ofþurrkar, hafi staðið í sambandi við 22 ára tímabil, þegar sólblettir verða hvað minnstir. Þeir telja að veðurástand þessu líkt hafi oftsinnis komið upp á Bandaríkjasvæðinu á 17. öld, þegar yfir gekk það kuldatímabil, sem sumir vísindamenn hafa nefnt litlu isöldina. I lok þeirrar aldar og einkum um og eftir 1680, gengu yfir ísland ein- hverjir hörðustu vetur í skráðri sögu. Þetta þarf þó engan veginn að hanga saman. Lesbókin hafði sam- band við Markús Á. Einarsson veður- fræðing og innti hann eftir áliti þar um. Markús kvað það alltof mikla einföldun að slá einhverju sérstöku föstu i sambandi við fimbulvetur i Ameríku. Loftstraumu’rinn kaldi berst út á Atlantshafið, en það fer eftir hæðum og lægðum, hvort hann stefnir norðurúr og siðan til okkar, ellegar hvort hann stefnir á Bret- landseyjar og ber með sér þangað kulda og úrkomu. Þá gætu lægðir myndast norðan við þann straum á Grænlandshafi og við fengið þessa alvanalegu umhleypingatið. Markús taldi einnig, að hin mjög svo rikjandi norðanátt hér á landi i fyrravetur, hefði.ekki staðið i beinu sambandi við kuldann i Ameriku, en fremur átt rót sina að rekja til hæðar yfir Grænlandi. Og hann taldi á sama hátt, að ekki mætti slá þvi föstu, að orsakanna fyrir frosthörkunum 1918 væri að leita i kuldanum, sem þá rikti i Vesturheimi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.